Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 14

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 14
Inngangur ölium greinutn hug- og félagsvtsttKia á sjöunda og áttunda ingum á hlutverkum hennar í fortíðinni. Fræðileg umræða einkenndist auk þess á þessum tíma af harkalegri gagnrýni á karllægar rannsóknaráherslur og á staðlaðar hugmvndir um hlutverk kvenna og karla í samtímanum sem yfirferð voru á fom samfélög (Gilchrist, 1999, bls. 4- 5; Johnson. 1999, bls. 119 o.áff.; Sorensen, 2000, bls. 17). Barátta femínista innan fomleifafræði tók á sig maigar birtingarmyndir. Þaö var sem olíu væri kastað á eld þegar kvenbms- gælunafrtið „Lucy“ varnotaö á beinagrind af 3,2 milljón ára suðurapategund (e. Austrctlopithecus) sem fannst í Eþíópíu urn þetta leyti og þótti mörgum að þar með væri búið að bæta fvrir skort á „konum” i forsögulegri fomleifaifæði (sjá m.a. umfjöllun Renfrews og Bahns, 2004, um „Lucy“. bls. 440-441). Venjulega er þó talað um að reiði femínista innan fomleifafræöi hafi náð hámarki sínu með ráðstefhunni Man the Hunter. sem haldin var árið 1966, en henni var svarað með útgáfú greinasafnsins Woman the Gatherer fáum árum síðar (Arwill-Nordbladh, 2001, bls. 45). Þessir titlar og heiti endurspegla í raun í hvaða farvegi femínísk fomleifafræði var á þessum miklu umbreytingatímum. ekki aðeins í fræðunum heldur einnig í mannlífinu almennt. Umræðan um konur sem kúgaðan minnihlutahóp var á þessum tíma áberandi í femínískum rannsóknum. Hinar svokölluðu rauðsokkuhreyfíngar urðu til og barátta kvenna fyrir viður- kenningu innan heimilisins jafnt sem utan þess komst í hámæli sem aldrei fyrr. Konur gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera sig sýnilegar í samfélaginu (Sorensen, 2000. bls. 17). En var nóg ad bæta konum í söguna og hrœra vel /?2 Kynjafornleifafræði Á níunda áratug síðustu aldar fór að bera á harkalegri gagnnni á virknihyggju Nýju fornleifafræðinnar. Þessi gagnrýni er venjulega rakin til fomleifafræðingsins Ians Hodders og er í dag litið svo á að hann hafí brotið blað í sögu greinarinnar með bókinni Reading the Past árið 1986. Fleiri fræðimenn fylgdu í kjölfar Hoddens og ný tímamót voru fvrirsjáanleg í fomleifafræðinni. Vom þær áherslur sem þama voru kynntar til sögunnar kenndar við síðvirknihyggju (e. post- processualism), í stað póstmódemisma (Johnson, 1999, bls. 162 o.áfr.; Hodder, 2004. bls. 205; Kristján Mímisson, 2004 bls. 33). Síðvirknihyggjan byggir engu að síður á sambærilegum grunni og póstmódemisminn, sem gerði sig heima- kominn í ödrum greinum fræða og lista skömmu áður. Gagmýni síðvirknihvggjusinna beindist að gmnni til á ofhotkun algildra sanninda við rannsóknir á samfélögum fortíðar. Rannsóknimar þóttu byggja um of á magnbundnum (e. quantitative) tölfræði- legum og raunvísindalegum greiningum, á kostnað eigindlegra (e. qualitative) aðferða þar sem jafnframt var gengið út frá því að huglæg áhrif rannsakandans sjálfs væm óumflýjanleg og að engin ein niðurstaða væri réttari en önnur. Síðvirknihyggjusinnar kröfðust þess að hið huglæga yrði gert aö viðfangsefni fornleifafræðinnar, að efnismenning fortíðar yrði rannsökuð hvort sem hún væri áþreifanleg eða ekki. Vísinda- og tæknihyggjiuini varafiieitað sem og þeirri hugmynd að með réttu aöferðinni væri hægt að komast að hinni einu sönnu miðlægu sögu fortíðar. Lögð var áhersla á að skoða einstaklinginn, jafnt sem 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.