Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 24

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 24
í vestrænum samfélögum veröa þessir einstaklingar að sníöa sig að reglum samfélagsins og gangast undir aðgerð eða lyfjameðferð og velja annað hvort kynið, tvíkvn eða kynleysi er ekki viðurkenndur möguleiki. I sumum samfélögum, fommn og nýjum, hafa þessir einstaklingar hins vegar sérstakt og oft upphafíð hlutverk og eru jafnvel taldir tilheyra sérstöku kyni. Til að mynda eru einstaklingar með litningagalla sem seinkar myndun karllegra einkenna álitnir tilhevra sérstöku kvni í Nýju-Gíneu. Þeir kallast kwolu-aatmwol og hafa sérstakt hlutverk í helgisiðum og goðsögum þarlenskra. Annars staðar, s.s. i Dómíníska lýðveldinu, er tvíkynja einstaklingum skipaður sérstakur sess, þeir kallast guevedoche og er leift að ráða kyni sínu þegar þeir verða kynþroska (Gilchrist, 1999, bls. 58). Það er því augljóst að þessi tvískipting kynjanna sem fyrirfinnst í okkar samfélögum er ekki nauðsynlega með sama hætti í öllum samfélögum. Dæmi um einstaklinga sem taldir em tilheyra sérstöku kyni em hópar fólks á Indlandi sem kallast hijra. Þessir hópar samanstanda af þvi sem við köllum tvíkynja einstaklinga, getulausum karl- mönnum sem gangast undir skurðaðgerð og láta Ijarlægja kynfæri sín og stundum em í þessum hópum ófijóar konur. Hijrar klæðast kvenfatnaði og em álitnir heilagir og eiótískir einstaklingar (Gilchrist, 1999, bls. 59). Býsanskir geldingar voru sömuleiðis taldir til einhverskonar þriðja kyns en þeir höfðu þýðingannikið lilutverk innan Býsanska veldisins í réttarkerfinu og í trúarlegum og pólitískum athöfnum. Meðal frumbyggja Ameríku þekktust auk þess svokallaðir tví-andar (e. two-spints) en það vom einstaklingar sem tóku sér í einu og öllu hlutverk. stöðu, klæðaburð og kynhneigð gagnstæða kynsins og nutu sérstaks heiðurs í samfélaginu (Gilchrist, 1999, bls. 57-61). Fleiri dærni em til um sérstaka stöðu fólks með óljós eða óvenjuleg kyneinkenni í mörgum öömm samfélögum. Það sem þau eiga sameiginlegt er að þeim hefur verið skipaður sérstakur vemfræðilegur sess ólíkt því sem þekkist í vestrænum samfélögum. Þetta varpar ljósi á mikilvægi félagslegra þátta þegar kernur að því hvemig við skilgreinum kyn en það fer þegar allt kemur til alls ekki einvörðungu eftir líffræðilegum þáttum. Þetta verður augljóslega að vandamáli í fomleifafræði en það er vel þekkt að í gröfum finnist munir sem venjulega em tengdir öðm kyninu hjá beinagrind sem revnist ekki samræmast þvi kvni. Þaö er því óneitanlega mjög freistandi fyrir fomleifafræðinga að gefa sér að kvn og kyngervi sé spurning um einfalda tvískiptingu en samkvæmt kvnjafræðinni er það afar varhugavert, auk þess sem staðlaðar hugmyndir um kynjahlutverk geta valdið ýmiskonar misskilningi og lokað augum þeirra fyrir öðmm rnögu- leikum. Stalsberg tekur dæmi afþessu í umræðu sinni um búnað sem fannst á víkingakonum í Rússlandi og Noregi. þar sem fundust munir tengdir verslun á konunum og það var sjálfkrafa ályktað að þama væri um eiginkonur kaupmanna að ræða. Hugmyndin um konur sem versl- unarmenn á þessum tíma var ekki möguleiki í hugum þeirra sem upphaflega framkvæmdu rannsóknina (Stalsberg, 1991. bls. 77). Fleiri dærni nrætti taka rnn ályktanir sem þessar. s.s. kvngreiningu Fjallkonunnar frægu sem fannst við Vestdalsvatn sumarið 2004. Ekki fannst nógu mikið af beinum til að skera úr um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.