Kópavogsblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 5

Kópavogsblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 5
5KópavogsblaðiðFEBRÚAR 2012 vetrardagar Þú velur 2 aðalrétti af 14 á matseðli og greiðir eingöngu fyrir báða réttina Sticky Wings 12 stk. kjúklingavængir Fiskur og franskar Gringo kjúklingavefja Grillhúss Rock Rolls Sesar salat Sesar salat með kjúkling Route 66 Grillhússborgarinn Alvöru ostborgari Tex-Mex hamborgari West Side Story borgari Blue Moon borgari Classic Rock borgari Rock‘n roll svínarif ½ skammtur 2FYRIR 2500 Funheitir Nú gerum við okkur glaðan dag Gril lhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, www.gri l lhusid.is GRRRillandi gott í allan vetur Bæjarstjórn Kópavogs, hefur samkvæmt 2. mgr. 5 gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 samþykkt eftirfarandi reglur um styrkveitingar til félaga- og félagasamtaka. Reglur þessar ná til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. 1. gr. Félög og félagasamtök, sem eru fasteignareigendur í Kópavogi, og í húsnæðinu fer eingöngu fram starfssemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfssemi og mannúðarstörf, eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af viðkomandi fasteign. Ekki er um að ræða styrki til greiðslu á fasteignatengdum gjöldum svo sem vegna sorphirðu, vatnsnotkunar o.s.frv. 2. gr. Nú eru fasteignir þær sem um ræðir í 1. gr. jafnframt notaðar til annarra nota en að fram greinir og skal þá styrkur veittur í réttu hlutfalli við slík not. 3. gr. Sækja skal um styrki til bæjarráðs skv. ofansögðu á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja fram á bæjarskrifstofu ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að verða beðið um hverju sinni. Bæjarráð getur og óskað frekari gagna en þar er beðið um, telji ráðið að slíkt kunni að vera nauðsynlegt við mat á umsóknum. 4. gr. Auglýst skal í janúar ár hvert eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Við það skal miðað að frestur til að skila inn umsóknum sé einn mánuður og að úthlutun og greiðslu styrks sé lokið mánuði eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Meginreglan skal vera sú að þær umsóknir einar séu gildar sem berast innan tilsetts umsóknarfrests og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í auglýsingu. 5. gr. Bæjarráð Kópavogs í umboði bæjarstjórnar móttekur og afgreiðir umsóknir skv. reglum þessum. Tilkynna skal öllum umsækjendum skriflega um afgreiðslu styrkumsóknar og hvenær styrkur kemur til greiðslu, ef hann er veittur. 6. gr. Sætti aðili sig ekki við afgreiðslu bæjarráðs á umsókn getur hann óskað eftir endurupptöku máls skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Reglur þessar, sem samþykktar eru í bæjarstjórn Kópavogs, eru settar með heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum og með vísan til 7. gr. í reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Í ár eiga umsóknir að berast fyrir 5. mars nk. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vef Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is. Bæjarritari Reglur um styrkveitingar til félaga- og félagasamtaka

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.