Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2010 FRÉTTIR 3 HÚS ERFÐAGREININGAR Í EIGU TORTÓLAFÉLAGS í árslok 2008 þrátt fyrir þetta. Eigið fé hafði lækkað úr nærri 740 milljónum króna á milli ára. Félagið á að borga nærri hálfan milljarð króna af skuldum sínum á þessu ári og má því ætla að leiguverð hússins dekki þá greiðslu og gott bet- ur. Á næstu þremur árum þar á eftir á félagið að borga rúmar 100 milljónir króna af skuldum sínum á hverju ári. Á þeim árum má áætla, þar sem afborg- anirnar af skuldum félagsins lækka svo mikið á næsta ári, að Jóhann muni hagnast allverulega á húsinu vegna mismunarins á leiguverðinu og af- borgununum af skuldum félagsins. Munurinn á leiguverði hússins og af- borgunum af skuldum félagsins verð- ur þá meira en 450 milljónir króna. Hús Íslenskrar erfðagreiningar er veðsett fyrir skuldum félagsins. Hefur tekið sér 88 milljóna arð Jóhann hefur tekið sér heilmikinn arð út úr félaginu á síðustu árum. Árið sem hann eignaðist húsið, 2005, nam hagnaður félagsins nærri 460 milljón- um og mælti stjórn félagsins þá með að 51 milljón króna myndi renna til hluthafa félagsins, Jóhanns sjálfs. At- hygli vekur að Jóhann eignaðist húsið ekki fyrr en í árslok 2005 en fékk samt þennan veglega arð út úr félaginu. Í ársreikningi fyrir 2006 var ekki gerð tillaga um að greiddur væri arður en arðgreiðsla til hluthafa vegna rekstrar- ársins þar á undan nam þá rúmum 72 milljónum króna. Ekki var gerð tillaga um að greiða út arð til Jóhanns vegna rekstrarársins 2006 en í ársreikningi fyrir 2007 kemur fram að rúmlega 16 milljóna króna arður hafi verið greidd- ur út til hluthafa það ár. Ársreikningur S-8 fyrir árið 2009 liggur ekki fyrir. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kem- ur fram að greiða eigi út 120 milljóna króna arð til hluthafa út af uppsöfn- uðum hagnaði síðustu ára þar á und- an. Tap félagsins það árið var nærri 300 milljónir króna en eiginfjárstað- an er jákvæð um nærri hálfan millj- arð, líkt og áður segir. „Stjórn félagsins leggur til að hluthöfum félagsins verði greiddur út arður að fjárhæð 120 millj. kr. af uppsöfnuðum hagnaði fyrri ára.“ Ef þessi arðgreiðsla verður reidd af hendi mun Jóhann því hafa greitt sér nærri 210 milljónir króna í arð út úr félaginu sem á hús Íslenskrar erfða- greiningar frá því að hann eignaðist félagið fyrir fimm árum, að því er virð- ist með nokkuð dularfullum hætti. Þetta þýðir að Jóhann mun hafa tek- ið sér arð upp á rúmlega 40 milljón- ir króna að meðaltali á ári, sem gera mánaðarlaun upp á meira en þrjár milljónir króna eingöngu út úr þessu eina félagi. Þar sem hluthafi S-8 er félag á Tortóla má ætla að skattlagning á arð- greiðslur út úr S-8 og til eiganda Ten- co, sem ekki er vitað hver er, hafi ver- ið afar hagstæð fyrir eiganda félagsins. Arðgreiðslur út úr félögum og til hlut- hafa hér á landi bera 18 prósenta fjár- magnstekjuskatt en ætla má að skatt- lagningin á hagnað Tenco á Tortóla sé töluvert hagstæðari. S-8 er því í ágætri stöðu miðað við mörg önnur eignarhaldsfélög hér á landi og þrátt fyrir tap á árinu 2008. Þar spilar auðvitað stærsta hlutverk- ið mjög ábatasamur og langur leigu- samningur við Íslenska erfðagrein- ingu sem ekki rennur út fyrr en eftir tæp tíu ár. Það er breytt eignarhald á því; það er í eigu ýmissa félaga. Umdeilt eignarhald Fyrrverandi eigend- ur höfuðstöðva Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrini tókust á um eignarhaldið á húsinu við núverandi eiganda þess, Jóhann Halldórsson. MYND SIGTRYGGUR ARI „Það er bara verið að henda okk- ur út. Í dýpstu kreppu lýðveldis- ins er lægst launaða fólk bank- ans látið fara,“ segir einn þeirra starfsmanna Seðlabanka Íslands sem sagt hefur verið upp störf- um. Bankinn hefur ákveðið að segja upp öryggis- og húsvörðum og fá Securitas til að sinna þeim störfum. Starfsmaðurinn hef- ur lagt fram kæru vegna eineltis sem hann segist hafa orðið fyrir í bankanum. Hagræðing fyrir bankann? Starfsmaðurinn segir að í lok nóvember hafi þeir allir fengið ábyrgðarbréf sem segi að þeim sé sagt upp frá og með áramótum. Sumum hafi verið boðin vinna áfram en þá hjá Securitas. Það þýði hins vegar launalækkun en einnig missi þeir ýmis fríðindi. „Ég sé ekki hvernig þetta á að vera hagræðing fyrir bankann. Við erum flestir með sex mánaða upp- sagnarfrest og sumir tólf mánaða svo samkvæmt mínum útreikn- ingum mun þetta kosta bankann um sextíu milljónir. Fyrsta krónan sem dettur inn í sparnað mun því koma eftir sjö ár,“ segir hann. Eineltiskæra „Ég lagði fram kæru vegna ein- eltis og sendi hana á seðlabanka- stjóra, Arnór Sighvatsson, að- stoðarbankastjóra og Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð hjá þeim,“ segir öryggisvörðurinn. Forsaga málsins sé sú að þegar umræddur starfsmaður hóf vinnu hjá bankanum fyrir nokkrum árum hafi rekstrarstjóri bankans, Ingvar Alfreð Sigfússon, ekki upp- lýst hann um ýmsa hluti, svo sem launaflokka, sem reglur kveða á um. Þegar hann hafi gert athuga- semd við þetta hafi hann verið settur út í kuldann. „Í tvö ár fékk ég enga aðstöðu og hvorki síma né tölvu. Þegar það loksins kom var öll yfirvinna tekin af mér, öll nema sú allra nauðsynlegasta,“ útskýrir hann. Eins hafi öryggis- vörðum skyndilega verið bann- að að nota bíl sem þeir höfðu til umráða við vinnu. Í kjölfarið lagði hann fram kæru á hendur rekstrar stjóranum vegna einelt- is sem hann segir að hafi staðið í nokkur ár og aðallega beinst að honum sjálfum þó svo aðrir hefðu einnig getað lagt fram kæru vegna þess. Kærði einelti til ráðuneytis Þegar fimm vikur voru liðnar án svara sendi hann kæru á seðla- bankastjóra til efnahags- og við- skiptaráðuneytis. Sú kæra er á grundvelli reglugerðar um að- gerðir gagnvart einelti á vinnu- stað og byggist á aðgerðaleysi bankastjórans. Í kjölfarið fékk hann tölvupóst frá ráðuneytinu þar sem móttaka erindisins er staðfest og sagt að erindið hafi verið sent í vinnslu til lögfræð- ings. Starfsmaður ráðuneytis- ins staðfesti í samtali við DV að kæran hefði borist og svar verið sent til starfsmannsins. Í því seg- ir að málið falli ekki undir ráðu- neytið þar sem Seðlabankinn sé sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi sjálfstæða stjórn og fjárhag. Ráðu- neytið fari ekki með almennar stjórnunar- og efnahagsheimild- ir gagnvart bankanum og bendir honum á að leita til Vinnumála- stofnunar. Aðspurður um eineltiskæruna segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, að hann hafi ekki upplýsingar um það mál auk þess sem bankinn geti ekki tjáð sig um málefni ein- stakra starfsmanna. Stefán Jóhann hjá Seðlabank- anum staðfestir uppsagnirnar og segir að í ljósi þess að nokkrir öryggisverðir hafi verið að nálg- ast eftirlaunaaldur hafi verið lagt mat á hvernig best væri að standa faglega að öryggismálum í Seðla- bankanum. Niðurstaðan var að heppilegra væri að ráða sérhæft fyrirtæki í verkið en þeir starfs- menn sem ekki fari á eftirlaun eigi kost á því að starfa fyrir Securitas. Stefán segir hagræðingu í þessu til lengri tíma litið. Umrædd- um starfsmönnun standi til boða mjög sambærilegt starf, auk þess sem þeir haldi ákveðnum kjörum óbreyttum til skemmri tíma. Til lengri tíma séu þeir að flytjast til nýs vinnuveitanda og því komnir á nýjan vinnustað. Seðlabankinn losar sig við lægst launuðu starfsmennina auk þess sem eineltiskæru eins var aldrei svarað. Öryggisvörður brá á það ráð að kæra bankastjóra vegna aðgerðaleysis. Sú kæra byggist á lögum um einelti á vinnustað. Öryggisvörður kærir einelti GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Ég sé ekki hvernig þetta á að vera hagræðing fyrir bankann. Uppsagnir Seðlabankinn segir hagræðingu í því að segja upp öryggis- og húsvörðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.