Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 22
Sylvie og Karl hafa verið bestu vin- ir frá því að þau voru lítil. Þau fóru í sitthvorn skólann og Sylvie fer að taka eftir breytingum í fari Karls. Karl safnaði glerhlutum og átti hann safn sem hann geymdi í kofa úti í garði sem Sylvie og Karl kalla Gler- kofann. Þar voru þau vön að semja sögur um Glerheima sem þau söfn- uðu í bók. Þau bjuggu til alls kon- ar persónur, en Karl var hættur að hafa tíma til að semja Glerheima- sögurnar. Sylvie eignast vinkonu í nýja skólanum sínum sem heitir Miranda, hún lítur út fyrir að vera 16 ára og er hún miklu þroskaðari en Sylvie. Sylvie vill að Karl sé kærastinn hennar en hann sýnir henni engan áhuga. Allt sem Sylvie vill er að Karl kyssi hana en hann gerir það ekki. Þetta er bráðskemmtileg bók og mæli ég hiklaust með henni. Hún fær fjórar stjörnur. Harpa Mjöll Reynisdóttir, 14 ára Hver er tilgangurinn með því að gefa út ríflega 220 blaðsíðna viðtal við mann sem skrifaðar hafa ver- ið tvær bækur um, gerð nýleg heim- ildamynd um og er sennilega í ítar- legu og opinskáu viðtali í einhverju af dagblöðum eða tímaritum lands- ins á eins til tveggja ára fresti? Þá eru ónefnd þau viðtöl sem tekin eru við hann í ljósvakamiðlum, pistlarnir sem hann skrifar reglulega á vefn- um og fréttirnar sem unnar eru upp úr viðtölunum og pistlum hans. Lát- um vera að hann stjórni vikulegum útvarpsþætti, enda á hann að heita spyrillinn þar. Árni Árnason, skrásetjari bókar- innar Bubbi – Samtalsbók sem kom út á dögunum og er gefin út af um- boðsskrifstofu Bubba Morthens, kveðst i inngangi bókarinnar hafa fengið þá „grillu í höfuðið“ síðastlið- ið sumar að gera samtalsbók eftir að hafa lokið lestri einnar slíkrar. Hon- um fannst formið skemmtilegt, til- gerðarlaust og heiðarlegt (bls. 8). Og þá kom að því að velja viðfang; eftir vangaveltur og samræður við betri helminginn varð Bubbi fyrir valinu. Árni segir að vissulega hafi þjóð- in heyrt mikið í tónlistarmanninum kunna síðustu misserin, hann get- ur bókanna tveggja, heimildamynd- arinnar og vandlegrar umfjöllunar fjölmiðla um líf og starf viðmæland- ans og feimnisleysi hans við að tjá sig – en samt er slag látið standa. Því „... það merkilega er að þrátt fyrir það eru afar fáir sem þekkja persón- una Bubba Morthens. Við þekkjum veiðimanninn, tónlistarmanninn og pistlahöfundinn en hver er Bubbi Morthens í raun og veru? Það er spurningin sem þessi bók reynir að svara,“ (8) segir í inngangi. Á síðasta ári kom út samtals- bók við tónlistarmanninn Magnús Eiríksson. Flestir sem fylgst hafa, þó ekki nema að litlu leyti, með umfjöllun um íslenska tónlist og tónlistarmenn síðustu ár og ára- tugi geta sammælst um að tölu- vert minna sé vitað um Magnús en Bubba Morth ens. Sá fyrrtaldi er hlédrægur, jafnvel dulur, og líklega var ýmislegt af því sem hann sagði frá um feril sinn og einkalíf í áður- nefndri bók á vitorði fárra, ef nokk- urra. Að því leyti var viss fengur að þeirri samtalsbók, þrátt fyrir að hún væri þessi „beint af bandinu-bók“ – bara spurt og svarað. En þegar Bubbi Morthens er annars vegar þarf að bjóða upp á eitt- hvað meira en spjall um áhrifavalda og fyrirmyndir, ástina og Kjósina, Egó og laxveiði, pólitík og stöðu krónunn- ar. Bubbi hefur lifað áhugaverðu lífi á margan hátt og mér hefur skilist á flest- um tónlistarspekúlöntum landsins að spor hans í íslenskri tónlistarsögu síð- ustu áratuga séu býsna djúp. En hvar er viðbótin sem kallar á heila bók á þessum tímapunkti? Auðvitað snerta þeir Árni á mun fleiri málum en talin voru upp, en ekkert sem er til þess fall- ið að sýna fram á hver maðurinn er „í raun og veru“, eins og lagt er upp með. Tilraunir til þess að varpa skýrara ljósi á Bubba í tengslum við móður, föður og bræður verða vafalítið hálf hjákát- legar í augum þeirra lesenda sem lásu stórgóða ævisögu Silju Aðalsteinsdótt- ur um Bubba sem kom út fyrir tuttugu árum. Raunar vísar Bubbi í þá bók þegar Árni spyr hvort hann muni hve- nær hann varð fyrst ástfanginn. Bætir þó við að það hafi verið ást sem hann fékk á kennara sínum, en lætur svo þar við sitja (34). Árni fær prik fyrir að klippa þessa spurningu og snubbótt svarið ekki út úr viðtalinu, þótt hann líti ekki sérlega vel út á því augnabliki. Aftur á móti spyr hann stundum um eitthvað sem Bubbi sagði beint eða óbeint skömmu áður sem ekki er til þess fallið að skapa gott flæði í sam- talinu. Meðal annars að þessu leyti ber textinn þess merki að hafa verið unn- inn af töluverðri fljótfærni. Af bókinni má ráða að Árni er mikill aðdáandi Bubba Morthens. Þekking á ferli tónlistarmannsins er auðvitað nauðsynleg fyrir svona bók- arskrif, og er annar af tveimur ljós- um punktum við bókina, en aðdáun- in er líka dragbítur á samtalinu. Það verður all leiðinlegt til lengdar að hlusta á spyrilinn segja að eitthvað sem viðmælandinn hefur gert sé svo ofboðslega flott og gott eða gefa til kynna að hann sé honum sam- mála um þetta eða hitt. Ef Árni hefði nýtt sér þekkingu á tónlist og textum Bubba til þess að bródera við samtal- ið sjálft, gefið einhvers konar grein- ingu sinni og sýn á höfundarverk tónlistarmannsins rými samhliða spjalli við hann og sett það í samhengi við mann og samtíma, hefði afrakst- urinn verið burðugri. Örlítið meiri sviðsetning og lýsing á fasi viðmæl- andans meðan samtölin fara fram hefði þar fyrir utan gefið lesandan- um meiri tilfinningu fyrir því að hann væri staddur í Kjósinni með spyrli og viðmælanda hans. Það er ekki ver- ið að biðja um stílbrögð í þeim mæli sem Matthías Johannessen viðhafði í sínum viðtölum og samtalsbókum, en meiri for- og eftirvinna hefði kryddað þessa annars bragðdaufu samtalsbók sem fyrir vikið bragðast eins og marg- tuggin tugga af færibandi. Kristján Hrafn Guðmundsson 22 8. desember 2010 miðvikudagur Samtal Bragðdauf færi- bandstugga Bubbi - Samtalsbók Árni Árnason og Bubbi Morthens Útgefandi: Prime umboðsskrifstofa. 208 blaðsíður Bubbi – Samtalsbók Örlítið meiri sviðsetning og lýsing á fasi viðmælandans hefði gefið bókinni aukið gildi. mynd Þórhallur JónSSon Bókin fjallar um unglingsstrákinn Jóel sem lenti í svakalegum lífs- háska. Þremur mánuðum síðar er Jóel næstum því búin að jafna sig á átökunum þegar vinahópurinn ákveður að fara í sumarhús á Snæ- fellsnesi. Lína, Tommi, Fannar, Ást- hildur, Hildurgunnur og Jóel fara í gula sumarhúsið en einn úr vina- hópnum, Sölvi, fer ekki með vegna þess að móðir hans á afmæli um sömu helgi. Ferðin byrjar vel og eru þau öll spennt fyrir helginni en þau vita ekki hvað er í vændum. Helgin endar með því að þessi ferð verður líklega versta martröð þeirra allra. Þokan er rosalega spennandi. Maður gat varla litið upp úr bókinni á meðan lestri stóð. Mér fannst sag- an mjög raunveruleg og ég gat alveg séð fyrir mér allt sem var að gerast. Ég væri alveg til í að lesa fleiri bæk- ur um Jóel og vini hans. Þetta er ein besta bók sem ég hef lesið. Ég gef Þokunni fjórar stjörnur. María Gústavsdóttir, 14 ára. Skáldsaga Skáldsaga Þokan Þorgrímur Þráinsson Útgefandi: Forlagið. 228 blaðsíður koss Jacqueline Wilson Þýðing: Halla Sverrisdóttir. Útgefandi: JPV. 299 blaðsíður Martröð á Snæfellsnesi Skemmtilegur koss Þorgrímur Þráinsson Jacqueline Wilson Svona á að ... Er bók fyrir þá sem allt vilja kunna. Þar eru leiðbeiningar um hvernig á að skera ávexti, búa til kokteila, sauma út, setja upp dimmer, spila á sög, hrekja burt hákarl og svo fram- vegis. Ráðin eru 500 talsins og marg- vísleg en þeim er skipt niður í eftir- farandi flokka; hlutir, matur, drykkir, útlit, ást, heimili, vöxtur, vellíðan, ferðir, bjargráð og fjör. Nánast eng- inn texti er í bókinni heldur eru ráð- in sett fram á myndrænan hátt, þar sem sýnt er skref fyrir skref hvernig þú átt að gera hlutina. Höfundarnir Derek Fagerstrom og Lauren Smith hafa lengi sankað að sér misgagnlegri þekkingu um allt milli himins og jarðar og reka litla búð þar sem þau hvetja fólk til þess að prófa sig áfram. Tilvitnanabókin og kjarni málsins Eru fyrir þá sem vilja slá um sig með því að vitna í meistarana. Líka fyrir þá sem vilja kynnast lifandi og frjórri hugsun einstaklinga sem segja í stuttu máli það sem svo margir hefðu viljað segja en koma ekki orð- um að. Tilvitnanabókin inniheldur á fimmta þúsund tilvitnanir víða að úr heiminum sem eru sóttar til sam- tíðarmanna jafnt sem forngrikkja. Kolbrún Bergþórsdóttir tók saman. Kjarni málsins er einnig veglegt verk á 992 síðum. Tilvalin bók fyrir þá sem vilja fræðast um skamma- kvæði, uppnefni, sögulegar yfirsjón- ir, móðganir, meinfyndin tilsvör og launfyndnar mannlýsingar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman. Spilabókin Er fyrir gosana og drottningarnar sem vilja eyða dýrmætum tíma sín- um heima og eiga notalega kvöld- stund saman með spil í hönd. Spila- bókin kom fyrst út árið 1989 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er eins konar kennslubók í spilamennsku. Fjallað er um 68 spil og ýmis af- brigði, allt frá einföldustu barnaspil- um til flóknustu spila. Hún er tilvalin til að tengja ungna og aldna. Bækur fyrir fróð- leiksfúsa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.