Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 30
30 8. desember 2010 miðvikudagur Ragnar Axelsson ljósmynd- ari, RAX eða jafnvel Raxi, er fyr- ir löngu orðinn þekktur inni á heimilum landsins. Margir kann- ast eflaust við að hafa séð óvenju- lega sterka ljósmynd á síðum Morgunblaðsins og tekið svo eftir fangamarkinu RAX. Það er einmitt í gegnum Morg- unblaðið sem Ragnar rataði inn á heimilin. Þar hóf hann störf að- eins átján ára gamall og starf- ar enn. Til hliðar við blaðaljós- myndun hér heima hefur Ragnar tekið myndir á Grænlandi og á nyrstu veiðilendum inúíta. Pól- svæðum, sem núna eru undir- orpin hraðari breytingum á veð- urfari en áður hefur þekkst. Á 25 ára tímabili hefur Ragn- ar skrásett og fangað ljósmynd- ir í veiðimannasamfélögum inúítanna. Úrval þessara heim- ildaljósmynda er nú komið út í bókinni Veiðimenn norðursins. Bókin er 272 blaðsíður og skiptist í tvo meginkafla. Þann fyrri með 34 litljósmyndum og seinni með 126 svarthvítum myndum. Mark Nuttall skrifar inngang. Crymo- gea gefur út. Virðing fyrir mönnum „Í mönnum og dýrum er sami andlegi kjarninn. Að veiða og éta dýrakjöt er eins og endurfæðing, bæði samfélags mannanna og dýranna. Sé dýrunum ekki sýnd virðing, hvort sem þau eru dauð eða lifandi, leyfa þau ekki veiði- manninum að veiða sig,“ segir í texta eftir Mark Nuttall á blaðsíðu 7 í bókinni. Þetta er að mörgu leyti ekki aðeins hinn andlegi kjarni manna og dýra heldur er þetta einnig kjarninn í sjálfri bók- inni og þessum myndum, sem vafalaust nálgast það að vera kjarninn í ævistarfi skrásetjarans. Það er þó einkum virðing Ragnars fyrir viðfangsefninu sem skín sterkast í gegn. Á aldarfjórð- ungi hefur Ragnar sótt Grænland heim, aftur og aftur, og ekki að- eins sem venjulegur ferðamað- ur, heldur virðist hann hafa orð- ið hluti af samfélaginu. Hann er með heimamönnum, inni á heimilum, allt frá því að amman klæðir börnin að morgni, á leið til kirkju og með veiðimannin- um á veiðislóðinni. Stundum er hann eins og fluga á vegg en hik- ar heldur ekki við að gerast hluti af kringumstæðunum. Jafnvel þannig að sá sem flettir bókinni verður nánast eins og þátttakandi í veiðiferðinni. Sjálfstæðar sögur í stærra samhengi En það er einmitt svona sem við þekkjum myndir Ragnars úr Morgunblaðinu í gegnum tíð- ina. Hann tekur fyrst og fremst myndir af fólki. Stundum eru þetta áhrifaríkar landslagsmynd- ir frá fáförnum slóðum. Þegar betur er að gáð má svo yfirleitt finna mannveru eða ummerki um mannlega nálægð, sem gæð- ir ljósmyndina samhengi. Þetta er nánast eins og vinnuregla hjá Raxa. Regla sem er hluti af hans mótaða persónulega stíl og fjar- lægir hann frá svonefndu „dead- pan“ stílbragði, sem hefur sótt í sig veðrið síðustu ár og hefur stundum skotið upp kollinum í blaðaljósmyndum og heimilda- vinnu. Svona virðist Ragnar hafa ver- ið hluti af samfélagi Inúítanna og náð að fanga strit þeirra og leik í myndum sem stundum eru þrungnar tilfinningum og úr svipbrigðum fólksins má skilja eitthvað sammannlegt, jafnvel þótt lesandinn hafi ekki endi- lega þekkingu á siðum og reglum veiðimannasamfélagsins. Það er einmitt vegna þess- arar mannlegu nálgunar sem flestar ljósmyndirnar bera inni í sér sjálfstæðar sögur, stærri eða smærri, og eru þess vegna sjálf- stæð verk. Ávextir þráhyggjunnar Það er á hinn bóginn eftir tuttugu Grænlandsferðir á aldarfjórðungi sem Raxi tekur saman filmurnar og fer í hið vandasama verk að velja myndir í jafn yfirgripsmikla bók og þessa, að stóra samhengið tekur að birtast okkur. Burtséð frá öllum straumum og stefnum hefur Ragnar komið aftur og aftur að verkinu, nánast því af þráhyggju sem er meirihluta fólks hulin ráðgáta. Ávöxturinn er bók- in Veiðimenn norðursins. Fyrir hvern þann sem kann að meta góðar ljósmyndir er bókin eiguleg. Fyrir þá sem hafa áhuga á menningu, mannfræði, um- hverfismálum og sagnfræði er bókin leiftrandi af upplýsingum í ljósmyndum og texta. Fyrir þá sem þora að viðurkenna að höf- undurinn sé á meðal sárafárra raunverulegra snillinga á Íslandi er bókin skyldueign. Og hvort á maður þá að gefa bókinni fjórar eða fimm stjörnur? Í stuttum lokaorðum bókar- innar þakkar Ragnar sínum nán- ustu og öðrum á tímapunkti sem hann kýs að kalla verklok. Mér er til efs að verkinu sé lokið. Nokkr- ar líkur eru á að einmitt þessi svæði sem Ragnari eru svo hug- leikin verði á næstu árum fyr- ir meiri umhverfisbreytingum en við höfum áður séð. Vonandi stenst Ragnar ekki freistinguna og heldur áfram að skrásetja. Í þessum lokaorðum segir Ragn- ar aðeins frá vinum sínum, inúít- unum, og segir: „Stórbrotið fólk hreykir sér ekki.“ Síðast þegar fréttist var þó erf- itt að ná í manninn. Hann er kom- inn á suðurpólinn með myndavél í töskunni. Sigtryggur Ari Jóhannsson Ljósmyndabók „Stórbrotið fólk hreykir sér ekki“ veiðimenn norðursins Ragnar Axelsson Inngangur: Mark Nuttall Þýðing: Haraldur Ólafsson Útgefandi: Crymogea. Ekki venjulegur ferðamaður Ragnar virðist stundum hafa orðið hluti af samfélaginu í stað þess að vera ferðamaður með myndavél. Enn ein Grænlandsferðin Ragnar Axelsson á Grænlandi árið 1992. Hann er nú kominn á suðurpólinn. Hvalveiðar Nálægðin við bráðina, ísinn og veiðimennina verður vart meiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.