Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 35
Á vormánuðum 2004 sagði Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráð- herra, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, forseta Íslands, stríð á hendur. Um þetta leyti hafði Davíð verið forsætisráðherra í 13 ár. Hann var orðinn yfirgangs- samur og einráð- ur eins og verða vill með þá sem sitja lengi á valdastóli, vanastir því að fara sínu fram í stóru og smáu. Tilefni stríðsins var að Davíð vildi koma fjölmiðlalögum yfir Baugs- menn og hafði hugboð um að forset- inn kynni í fyrsta skipti í sögu lýðveld- isins að beita málskotsrétti til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þau lög sem Davíð var í þann veginn koma í gegn um þingið með einræð- istilburðum. Þann 17. maí þetta ár ritaði Dav- íð opnugrein í Morgunblaðið og fann mögulegu synjunarvaldi forsetans allt til foráttu. Þessu fylgdi hann eftir með því að biðja bílstjóra sinn um að skutla sér suður til Bessastaða þennan sama mánudagsmorgun og hitta manninn, sem setið hefur meira en 14 ár á for- setastóli. Það var þá Hvað Davíð og Ólafi Ragnari fór á milli veit enginn, en eftirfarandi hefði þjóð- in með miklum líkindum heyrt ef hún hefði verið fluga á vegg: Davíð: Sæll. Ólafur Ragnar: Blessaður. Davíð: Vorveður á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Ólafur Ragnar: Já, þetta er ekki sem verst. Davíð: Ertu búinn að lesa Moggann? Ólafur Ragnar: Já. Davíð: Og...? Ólafur Ragnar: Hvert mannsbarn skil- ur 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt minn hvað svo sem líður 11. til 13. grein hennar um ábyrgðar- leysi mitt og að ég geti ekkert aðhafst nema með leyfi ráðherra. Þetta er því óvissuatriði. Ertu nokkuð á móti þjóð- aratkvæðagreiðslum Davíð? Davíð: Nei, en það þarf að fara að lög- um. Ólafur Ragnar: Synjunarákvæðið er skýrt. Svo er þetta fjölmiðlafrumvarp þitt afar umdeilt. Davíð: Þú veist að þessir Baugsmenn verða komnir bak við lás og slá fyrr en nokkurn grunar. Ólafur Ragnar: Nú þykir mér bera nýrra við þegar forsætisráðherrann kemur á minn fund og segist vita fyrirfram um niðurstöðu dómstólanna. Davíð kveður. Samherjarnir Ólafur og Davíð Þetta vorið reyndi Dav- íð einnig að halda Ólafi Ragnari í spennitreyju með því að hafa í hótunum um að fjölmiðla- lögin yrðu undirrituð af handhöfum forsetavalds- ins í einhverri af utanlands- ferðum hans. Þetta varð meðal ann- ars til þess að Ólafur Ragnar missti af konunglegu brúðkaupi í Danmörku og hraðaði heimför frá Mexíkó. Ekki ætlaði hann fyrir nokkurn mun að láta Davíð snúa á sig. Engin urðu fjölmiðlalögin árið 2004, ekki heldur þjóðaratkvæða- greiðsla eins og menn muna. Nú bregður svo við að Davíð og Ólafur Ragnar eru orðnir skoðana- bræður framsóknarformannsins og Indefence-hópsins gegn samning- um um Icesave og hafa í hótunum við ríkisstjórnina. Davíð blessar Ólaf Ragnar í leiðurum fyrir að hafa skot- ið málinu í dóm þjóðarinnar snemma árs. Því lengur sem Icesave tefjist því betra. Kinnroðalaust fullyrðir fíllinn í glervörubúðinni þetta, sá hinn sami og bakaði þjóðinni meira tjón með falli Seðlabankans en Icesave-málið getur nokkru sinni gert. Ólafur Ragnar forseti talar við þjóð- ina í gegnum erlenda fjöl- miðla og hótar rík- isstjórninni að synja Icesave-samn- ingi staðfestingar eins oft og honum þóknast verði Jóhanna og Steingrímur með einhvern derring. Í rauninni er forsetinn meiri Þránd- ur í Götu ríkisstjórnarinnar en stjórn- arandstaðan, Indefence og framsókn- arforinginn samanlagt. Þaulsætnir dragbítar Spurningin er þess vegna sú, hvort ríkisstjórnin, sem sækir vald sitt til meirihluta þingsins, þurfi ekki að sýna forsetanum tennurnar í þessu máli. Jafnvel þyrfti ríkisstjórnin að fylgja forsetanum eftir á erlendri grundu og vísa kerfisbundið á bug því sem hann heldur þar fram í fjölmiðlum. Hann má vera á móti ESB aðild, á móti Ic- esave-samningnum og á móti AGS rétt eins og Davíð og Heimssýn, en hann hefur ekki umboð til þess að skruma með skoðanir sínar um all- ar jarðir í nafni þjóðarinnar í von um að ná forsetakjöri fjögur ár enn. Það er óvenjulegt ábyrgðarleysi af forset- anum að stofna til stjórnkerfisdeilna meðan stjórnlagaþing fjallar um stöðu hans. Hvernig væri að ríkis- stjórnin sýndi nú mynd- ugleik og biði átekta eftir að útþrá forsetans næði yfirhöndinni. Rétt á með- an Ólafur Ragnar brygði sér til útlanda gæti rík- isstjórnin beðið hand- hafa forsetavalds að skrifa undir nýjan Icesave-samning og haldið endurreisninni áfram. Kannski ætti ríkis- stjórnin að bjóða forsetan- um til útlanda. Af því gæti hlotist sparnaður. Sævar Daníel KolanDavelu, betur þekktur sem rapparinn Poetrix, er ritstjóri nýa jaðartímaritsins Click. Engir ritstjóra- draumar 1 Helga Sigríður vakin og lauS við öndunarvélina Helga Sigríður dvelur á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir að hafa veikst skyndilega. 2 „Það yrði ekki Sama nánd“Tillögur menntaráðs um samrekstur leik- og grunnskóla  fara ekki vel í leikskólastjóra. 3 Fjallamaður með HeimSmetÍslenskur fjallgöngumaður stefnir á að ganga á sinn 365. tind á þessu ári um næstu helgi. 4 íSlenSkt Fyrirtæki HlíFir WikileakS Fyrirtækið Datacell tekur ekki þátt í því að loka á öll viðskipti við Wikileaks. 5 Seðlabankinn Segir upp öllum öryggiSvörðum Allir öryggisverðir Seðlabanka Íslands fengu uppsagnarbréf. Securitas tekur við í gæslu. 6 SænSkur maður Skotinn aF veiðimanni Sjötugur sænskur maður lést um helgina. 7 abramovicH FjárFeStir Fyrir Hm Eigandi Chelsea í fjárfestahóp fyrir HM 2018. mest lesið á DV.is myndin Hver er maðurinn? „Sævar Daníel Kolandavelu, ritstjóri Click-jaðartíma- ritsins, rapparinn Poetrix og sjö aðrir persónuleikar sem eru ekki prenthæfir.“ Hvað heldur þér gangandi? „Áskoranir, fallegar konur, sígarettur og óbilandi trú á minni eigin getu sem er alveg úr takt við raunveruleikann.“ Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Click er að halda tónleika ásamt Inforce event á Broadway með Game, við erum að klára það gigg. Svo var ég að stofna nýja hljómsveit, Peotrix og ofurhetjurnar, sem við erum að keyra í gang nú um áramótin. Svo er það bara að koma Click batteríinu alveg af stað.“ Hverjir standa með þér að Click? „Siggeir Magnússon og þúsundir annarra jaðaráhugamanna.“ Fjármagnarðu verkefnið sjálfur? „Ekki úr eigin vasa, nei ég geri það ekki.“ er draumurinn að vera ritstjóri? „Nei.“ Hver er þá draumurinn? „Basically að lifa óttalaus öllum stundum. Drauma- starf og draumastaður eru náttúrulega ekkert raunverulegt. Það er bara það sem býr innra með þér. Allt hitt bara kemur og fer eins og því sýnist. Ytri raunveruleikinn virðist oftast haldast í takt við það sem er að gerast innra með þér. Ef að markmiðið er að vera það sem þú vilt vera mun restin fylgja í kjölfari, mér er alveg sama hvað það er, ég veit að það er eitthvað sem mér líkar. Hjartað dregur mann á réttu staðina.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Vakna klukkan tíu, alltof þreyttur eftir að hafa farið of seint að sofa. Sígaretta og kaffibolli og svo legg ég bara af stað við að halda Click batteríinu gangandi og að reyna að halda hljómsveitinni minni gangandi. Loka Facebook-chöttum við stelpur sem eru að trufla. Eyði svona mestum tíma á skrifstofu Click. Ég verð samt ekki virkilega pródöktívur fyrr en fjögur þannig að þá byrja ég á að gera það sem ég ætlaði að gera yfir daginn og er að því langt fram á nótt. Kíki oft út á vinum eða fæ skemmtilegar heimsóknir. Ég reyni að vera sósíal.“ maður dagsins „Það leggst einstaklega vel í mig.“ Guðrún eiríKSDÓttir 29 ÁrA LæKNANEMI „Bara vel.“ SiGrún GuðmunDSDÓttir 43 ÁrA BANKASTArFSMAður „Alveg prýðilega.“ Búi ÖrlyGSSon 34 ÁrA BANKAMAður „Mjög vel, þetta er skemmtilegur árstími.“ HallDÓra JÓnSDÓttir 53 ÁrA orðABóKArrITSTjórI „Mér finnst ekkert spes hvað það er dimmt.“ DaviDaS leSKiS 19 ÁrA BArÞjóNN Hvernig leggSt Skammdegið í Þig? dómstóll götunnar miðvikudagur 8. desember 2010 umræða 35 Þaulsætnir fjandvinir jóhann hauksson blaðamaður skrifar kjallari Hefur sig á loft Danska varðskipið Vædderen í reykjavíkurhöfn. Björgunarþyrla danska varðskipsins hefur sig á loft að loknum áhafnaskiptum í skipinu. mynD SiGtryGGur ari JÓHannSSon m yn D m a ri n o t H o rl a Ci u S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.