Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 40
Nýtt NafN á KeflavíKurvöll- iNN Keflvíkingar munu ekki leika á Sparisjóðsvellinum í Pepsi- deildum karla og kvenna næsta sumar. Þó verður leikið á sama stað en völlurinn hefur fengið nýjan kostanda og því nýtt nafn. Mun Keflavík því leika á Nettó-vellinum næstu þrjú sumur og Nettó verður einn allra stærsti styrktaraðili knatt- spyrnunnar í Keflavík. Samningur Nettó við Keflavík þýðir að meistaraflokkur karla mun einnig leika með merki Nettó á baki búninga sinna. ÞorsteiNN eKKi til vejle Framherjinn ungi úr Ólafsvík, Þorsteinn Már Ragnarsson, mun ekki ganga í raðir danska 1. deildarliðsins Vejle að svo stöddu en hann hefur eytt miklum tíma á reynslu hjá liðinu undanfarnar vikur og mán- uði. Þetta kom fram á fótbolti.net en í viðtali við síðuna segir þjálfari Velje: „Við tókum ákvörðun í samráði við Þorstein að að- hafast ekkert í málinu að sinni.“ Þorsteinn verður því væntanlega áfram í röðum Víkings úr Ólafsvík sem vann 2. deildina án þess að tapa leik í sumar. Molar ArsenAl á eftir unglingi n Arsenal sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er á eftir sautján ára pilti sem leikur með Southamp- ton, Alex Oxl- ade-Chamberl- ain að nafni. Pilturinn hefur verið magnaður með Southamp- ton á tímabilinu en Theo Walcott kom einmitt frá Southampton á sínum tíma. Þetta kemur fram í breskum miðlum sem halda því einnig fram að tími Manuels Almunia, markvarðar Arsenal, sé liðinn hjá félaginu. Er talið að hann muni skipta til Atlet- ico Madrid í janúar fyrir 1.5 millj- ónir punda. gAmlir fjendur slást á bílAstæði n Þessa dagana eigast við krikk- etlið Englands og Ástralíu í hinni árlegu Ashes-keppni. England náði 1–0 forystu í þessari heill- öngu rimmu á mánudaginn og fögnuðu menn því með stífri bjórdrykkju. Allt fór tiltölu- lega vel fram þar til tvær gamlar hetjur, Sir Ian Botham frá Englandi og Ian Chappell, mættust á bílastæðinu fyrir utan barinn þar sem England var að fagna. Fyrir 33 árum slógust þess- ir herramenn á bílastæði fyrir utan bar á Englandi og létu þeir gömlu hnefana fljúga í þetta skipt- ið líka en þeim var þó fljótt stíað í sundur. ber í hAnn vitið n Risinn Wladimir Klitschko lofar því að berja smávit í Dereck Chis- ora þegar þeir félagarnir berjast um heimsmeistaratitil í þungavigt á laugardaginn. Chisora fékk nýlega skilorðs- bundinn fang- elsisdóm fyrir að tuska fyrr- verandi kær- ustu sína til eftir blaðamanna- fund á mánu- daginn. „Ég lem ekki konur eins og hann. Þeir sem berja konur eru aumingjar. Menn eiga að stunda hnefaleika inni í hringnum. Chis- ora er ömurleg manneskja sem ég ætla að berja smá vit í á laugar- daginn,“ segir Klitschko. fifA breytir engu n Það sýður enn á Englending- um og fleirum eftir að tilkynnt var hvaða þjóðir fá að halda HM í fótbolta 2018 og 2022. Hafa margir kallað eftir því að kosninga- kerfinu verði breytt en í dag er 24 manna nefnd sem ræð- ur því hvar HM er haldið. Hef- ur mútuþægni verið sönnuð á nokkra meðlimi nefndarinnar en framkvæmdastjóri FIFA, Jer- ome Valcke, segir að engu verði breytt. „Þetta er pólit ísk ákvörðun en heilt yfir held ég að fólk sé al- mennt ánægt með hvar HM verði haldið í næstu þrjú skipti,“ segir Valcke. 40 sport uMSjÓN: tóMAS þóR þóRðARSOn tomas@dv.is 8. desember 2010 miðvikudagur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði gegn því sænska, 31–26, í heimsbikarnum, fjögurra landa æf- ingamóti þar sem sterkustu Norður- landaþjóðirnar eigast við. Fyrr um daginn hafði Danmörk lagt Noreg að velli og mætir íslenska liðið því Noregi í leiknum um þriðja sætið. Í íslenska liðið vantar nokkra sterka leikmenn, þar á meðal báða aðal- markverðina og Ólaf Stefánsson svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um hin liðin að Dönum undanskild- um sem eru nánast með sitt sterk- asta lið. Ísland lék vel framan af gegn Svíum en heimamenn nýttu sér afar dapra markvörslu íslenska liðsins og tóku fyrst forystuna í stöðunni 7–6. Munurinn jókst og í hálfleik var hann orðinn fimm mörk, 19–14. Svo fór að Svíar höfðu sigur, 31–26, og var sigur- inn aldrei í hættu. Tveir ungir leikmenn, skyttan Sig- urbergur Sveinsson og vinstri horna- maðurinn Oddur Grétarsson, fóru á kostum fyrir Ísland. Sigurbergur skoraði sex mörk og hélt Íslandi lengi vel á floti í seinni hálfleik. Að sama skapi var Oddur magnaður í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði fimm mörk. Sýni Oddur slíka frammistöðu áfram verður erfitt fyrir Guðmund að líta fram hjá honum þegar kemur að því að velja lokahópinn fyrir HM þar sem vinstri hornastaðan er í miklu uppnámi. Ísland tapaði gegn Svíum í heimsbikarnum, 31–26: svíar höfðu betur á heimavelli Ísland - Svíþjóð 26 - 31 MöRK ÍSlAnDS Sigurbergur Sveinsson 6, Oddur Grétarsson 5, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Róbert Gunnarsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Arnór Atlason 1. VARIn SKOt Sveinbjörn Pétursson 8, Birkir Ívar Guðmundsson 2. heimsbikArinn Að spila sig inn í lokahópinn Oddur Grétarsson var frábær gegn Svíum og á eflaust góða möguleika á að komast í landsliðshópinn á HM. MynD EggERt JóhAnnESSOn Vonir stelpnanna okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta um að komast í milliriðla á EM í Danmörku og Noregi dvínuðu gríðarlega í gær þegar liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu, 35–25, fyrir sterku liði Króatíu. Ísland skoraði fyrsta mark leiksins en það var í fyrsta og eina skiptið sem Ís- land leiddi í leiknum. Sóknarmistökin sliguðu íslenska liðið í fyrri hálfleik en þau nýtti króatíska liðið sér vel og rað- aði inn mörkum úr hraðaupphlaup- um. Vörnin var engan veginn að finna sig gegn stórskyttum Króatíu sem skoruðu nánast að vild og því var mar- kvarslan lítil. Telja verður afar ólíklegt að Ísland vinni annan af næstu tveim- ur leikjum og komist þannig kannski í milliriðlana sem voru útgefin mark- mið liðsins fyrir mótið. Sóknarmistökin allsráðandi Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands gegn Króatíu og þar með fyrsta markið sem íslenskt kvennalands- lið skorar í lokakeppni stórmóts. Það var þó skammgóður vermir því Kró- atar skoruðu næstu fimm mörk og breyttu stöðunni í 1–5. Við það virtust stelpurnar vakna aftur, róuðu sig að- eins í sókninni og skoruðu næstu tvö mörk. En þá fóru sóknarmistökin aft- ur að gera vart við sig á endanum voru Króatar komnir með sjö marka forystu í hálfleik, 19–12. Stelpurnar virtust oft yfirspennt- ar, sérstaklega í byrjun leiks, og þær misstu boltann afar klaufalega. Há- punktur vitleysisgangsins í sókninni var þegar Rakel Dögg Bragadóttir lét einfaldlega taka boltann úr höndun- um á sér þegar hún réðst að vörn Kró- ata en einhvern veginn gleymdi að fiska aukakast. Varnarleikurinn var líka arfaslakur nær allan leikinn sem gerði markvörðunum, Berglindi Írisi og Írisi Björk, enga greiða. Að skora tuttugu og fimm mörk gegn sterku liði Króata mun seint þykja slakur árangur en að fá þrjátíu og fimm á sig er ekki boðlegt. Frábær innkoma þorgerðar Það má þó segja stelpunum það til hróss að þær gáfust aldrei upp. Leik- urinn var löngu tapaður áður en loka- flautið gall en nær allan tímann brostu þær og fögnuðu hverju marki eins og það væri þeirra síðasta. Þær eru greinilega mættar á EM til að njóta stundarinnar en því miður voru þær einfaldlega númeri of litlar í gær. Bar- áttan var mikil og viljinn allsráðandi en getustigið ekki meira og mistökin mörg. Karen Knútsdóttir var frábær fyr- ir íslenska liðið en hún stýrði sóknar- leiknum af miklum myndarskap. Þá var Anna Úrsúla einnig öflug inni á línunni en hún skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Innkoma hinnar átján ára gömlu Þorgerðar Önnu Atladóttur var einnig mjög ánægjuleg en hún kom inn í leikinn eins og stormsveip- ur í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk. Svo sannarlega gríðarlegt efni eins og handboltaunnendur vita. Þor- gerður er dóttir Atla Hilmarssonar, fyrrverandi skyttu íslenska landsliðs- ins og núverandi þjálfarar Akureyrar í N1-deildinni. Næsti leikur Íslands er á fimmtu- daginn gegn Svartfjallalandi sem er talið sterkari mótherji en Króatía. Stelpurnar geta lítið annað gert en gef- ið allt í þann leik sem og lokaleikinn gegn Rússum en ljóst er að nú verður á brattann að sækja. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM kvenna með tíu marka mun gegn Króatíu, 35–25. Fjöldi sóknarmistaka gerði króatísku konunum auðvelt að ná góðu forskoti sem þær létu aldrei af hendi. Króatía var fyrir mótið talið næstslakasta liðið í riðlinum á eftir Íslandi og því verður á brattann að sækja fyrir íslenska liðið ætli það sér í milliriðla. stelpurnAr skotnAr í kAf Ísland - Króatía 25 - 35 MöRK ÍSlAnDS Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Rut Arnfjörð jónsdóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1 ,Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1. VARIn SKOt Berglind Íris Hansdóttir 5, Íris Björk Símonardóttir 5. em kvennA tóMAS þóR þóRðARSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is gekk ekki upp Stelpurnar þurftu að vinna leikinn gegn Króatíu en það var aldrei möguleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.