Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 14
FÓLK HVATT TIL AÐ VARA SIG Á TILBOÐUM Algengt er að hringt sé frá sjón- varpsstöðvum og fólki boðin frí áskrift í mánuð til að byrja með. Oftar en ekki þiggur fólk þetta tilboð og sér þar tækifæri til að kynna sér hvað stöðin hefur upp á að bjóða áður en áskrift er keypt. Neytendastofa beinir því til fólks að vara sig á slíkum tilboðum og segir málið ekki svo einfalt. Á heimasíðu samtakanna er sagt að í fæstum tilfellum sé tekið fram að viðkom- andi þarf að segja upp áskrift vilji hann ekki halda áskrift áfram að mánuðinum liðnum. Góð regla sé að samþykkja aldrei tilboð í síma heldur biðja um það í tölvupósti og taka svo ákvörðun. BIÐU Í 40 MÍNÚTUR n Lastið fær Eldsmiðjan fyrir að af- henda ekki pítsur á réttum tíma. „Ég mundi aldrei panta hjá Eldsmiðj- unni ef pítsurnar væru ekki svona góðar, við höfum aldrei fengið þær á réttum tíma,“ segir viðskiptavinur. „Við höfum þurft að bíða í 40 mínút- ur á staðnum þó að við værum búin að fá SMS frá þeim. Einnig höf- um við fengið kaldar pítsur og pöntunum hefur verið klúðrað. Auk þess eru þær rándýrar,“ bætir hann við. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS FÉKK NÝJAN LAMPA n Viðskiptavinur vildi láta vita af ánægjulegum viðskiptum við Ha- bitat. Kona keypti lampa í búðinni fyrir um það bil ári en var ósátt við hann þar sem hann hitnaði of mikið. Hún gerði ekkert í málinu fyrr en nú fyrir stuttu þegar hún fór með lampann í búðina. „Mér var strax boðinn nýr lampi. Ég talaði fyrst við ungan mann og svo unga stúlku en bæði voru þau alveg sérlega liðleg,“ segir hún. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR RAFMAGNSNOTKUN HEIMILA Rafmagnsverð hefur hækkað mikið síðustu misserin en neytendur kannski ekki jafn meðvitaðir um rafmagnsnotkun heimilisins. Því er vert að fylgjast með notkuninni til að ná fram sparnaði. Til er mælitæki sem sýnir hve mikið rafmagn almenn heim- ilistæki nota. Það er eins konar millistykki milli innstungu og heimilistækis og sýnir notkunina á skjá og nefnist Sparometer. Neytendablaðið mælir með að neytendur noti slík tæki til þess að fylgjast með rafmagnsnotkun heimilisins. Neytendasamtökin bjóða félagsmönnum sínum að fá mælitækið lánað til að þeir geti séð hversu mikið rafmagn einstök heimilistæki nota. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er þess krafist að skylt verði að merkja saltinnihald á matvælum sem innihalda mikið af salti. Sam- tökin hafa sent stjórnvöldum erindi vegna þessa og hvetja neytendur að gera slíkt hið saman. Á heima- síðunni segir einnig að upplýsing- ar um saltmagn í mætvælum verði að teljast mikilvægar í ljósi þeirra heilsufarslegu áhrifa sem mikil salt- neysla hefur í för með sér. Undar- legt megi teljast að á sama tíma og fólki er ráðlagt að stilla saltneyslu í hóf er ekki skylda að upplýsa um saltmagn. Mikið sé af saltríkum matvælum án þessara upplýsinga og bent er á að fólk getur ekki bor- ið ábyrgð á eigin mataræði ef mik- ilvægum upplýsingum er haldið leyndum. Samtökin benda á mörg lönd hafa gripið til aðgerða til að minnka saltneyslu en í Finnlandi er til dæmis skylt að merkja salt- innihald saltríkra matvæla. Setja þarf eins konar varrúðarmerkingu á umbúðirnar ef saltmagnið fer yfir ákveðið viðmið. Mikil hefði er fyrir fyrir reyktum og söltuðum mat á jólum og hvetur Lýðheilsustöð að fólk stilli skömmt- um af slíkum mat í hóf, sérstaklega fólk sem er veikt fyrir sem ætti þess í stað að fá sér meira af grænmeti og öðru meðlæti. Eins er ráðlagt að saltneysla fari ekki yfri 6 til 7 grömm á dag en það viðmið er notað víðast annars staðar. Landskönnun á mat- aræði Íslendinga, sem framkvæmd var árið 2002, sýnir að saltneysla hér á landi er mun meiri en æskilegt getur talist en hún er að minnsta kosti 9 grömm að meðaltali á dag. Þá er ekki meðtalið það salt sem oft er stráð á matinn við borðhaldið. gunnhildur@dv.is Íslendingar borða að líkindum miklu meira salt en ráðlagt er. Fái upplýsingar um saltinnihald Salt og pipar Salt Neytendasam- tökin telja það brýnt að merkja saltinnihald matvæla. MYND PHOTOS.COM BÖNKUNUM BJARGAÐ Þeir sem tala fyrir hagsmunum skuldara eru sammála um að úrræði ríkisstjórnarinnar, sem felast í því að færa skuldir yfirveðsettra heimila niður í 110 prósent af markaðs- eða fasteignaverði, bæti engu við þau úr- ræði sem bankarnir höfðu áður boð- ið. Skuldavandinn sé jafn mikill og áður og 110 prósenta leiðin sé enn fremur óréttlát og geti aðallega kom- ið þeim að gagni sem glannalegast fóru í uppsveiflunni fyrir hrun. Úr viðbrögðum fjármálafyrirtækja má lesa að þeim sé stórlega létt. Viðbrögð fjögurra aðila sem tal- að hafa fyrir hagsmunum skuldsettra einstaklinga sýna að ríkisstjórnin fær falleinkunn fyrir úrræði sín. Þau má sjá hér til hliðar. Lokasvar stjórnvalda Ríkisstjórnin kynnti lokaúrræði sín við skuldavanda heimilanna með pompi og prakt á föstudaginn. Í vilja- yfirlýsingunni er að finna þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur unnið að í samráði við fjármálastofnanir og líf- eyrissjóði undanfarnar vikur. Lækk- unin getur getur falist í 110 prósenta leiðinni, sem áður er nefnd, sem get- ur numið allt að fjórum milljónum króna hjá einstaklingi og sjö millj- ónum króna hjá hjónum eða sam- býlisfólki og einstæðum foreldrum. Einstaklingar sem eru sérstaklega illa staddir geta fengið að hámarki 15 milljónir króna afskrifaðar, að und- angenginni ítarlegri könnun á eigna- stöðu og mati á greiðslugetu í sam- ræmi við verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun. Hjón eða sambýlis- fólk getur mest fengið 30 milljónir í afskrift. Ekki fyrir alla Heilt ár er síðan bankarnir hófu að bjóða sambærilega lausn – að færa skuldir niður í 110 prósent af mark- aðsvirði íbúðanna. Munurinn á lausn bankanna og ríkisstjórnarinnar er að í tilfelli stjórnvalda sitja ekki allir við sama borð. Þannig fá hjón sem samanlagt hafa 501 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði, og greiða 100 þúsund krónur af fasteigninni sinni, ekki notið þessarar leiðar. Í þeim til- vikum þar sem greiðslur af húsnæði nema lægra hlutfalli en 20 prósent- um af heildarlaunum sitja viðkom- andi í súpunni. Þeir fá enga lækkun á lánunum – samkvæmt úrræðum rík- isstjórnarinnar. Enn fremur er lausn stjórnvalda verri að því leytinu að hámarksniðurfærsla hjá einstaklingi er fjórar milljónir en sjö milljónir hjá hjónum, eins og áður kom fram. Fleiri úrræði hefur ríkisstjórn- in kynnt lauslega, sem felast meðal annars í því að vaxta- og húsaleigu- bætur verði ekki skertar. Þá ætlar ríkisstjórnin að leita leiða til að koma á fót nýjum niðurgreiðsl- um á vöxtum í gegnum vaxtabóta- kerfið. Það mun kosta allt að 6 millj- örðum króna en niðurgreiðslurnar verða óháðar tekjum ef fólk á meiri hreinar eignir en tiltekin mörk kveða á um. Fjármálafyrirtækin fagna Ekki er hægt að segja að þeir sem tala fyrir hagsmunum skuldsettra heim- ila séu upprifnir með þetta lokasvar stjórnvalda. Þeir einu sem fagna til- lögunum eru fjármálastofnanir og samtök fjármálafyrirtækja. Þau telja að mikilvægum áfanga hafi verið náð með samkomulagi ríkisstjórnar- innar, eins og sjá með í viðbrögðum þeirra hér neðar á síðunni. Þess má geta að ríkisstjórnin hef- ur verið harðlega gagnrýnd fyrir lin- kind við fjármálastofnanir á meðan gengið sé hart á heimilin. Aðgerðirn- ar sem felast í yfirlýsingu stjórnvalda frá því á föstudaginn verða vart til að draga úr þeirri gagnrýni. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Samtök fjármálafyrirtækja og bankarnir eru þeir einu sem fagna útspili stjórn- valda til handa skuldsettum heimilum. Þeir sem talað hafa fyrir hagsmunum skuldsettra einstaklinga segja aðgerðir stjórnvalda óréttlátar og að þær bæti litlu eða engu við það sem bankarnir hafi áður boðið. Þeir einu sem fagna tillögun- um eru fjármálastofn- anir og samtök fjár- málafyrirtækja. Fordæma ákvörð- un stjórnvalda Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér tilkynningu í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í síðustu viku. Þar taka samtökin fram að þau séu ekki að- ili að viljayfirlýsingunni og stjórn samtakanna ítrekar kröfur sínar um almenna leiðréttingu lána. Samtökin hafna kynntri aðferða- fræði við lausn skuldavandans og segja að sú aðferðafræði sem stjórnvöld leggi upp með sé ekki ný af nálinni. Að hún gangi út á að að- laga stökkbreyttar skuldir að veðr- ými og greiðslugetu á grundvelli einstakra mála en ráðist ekki að rót vandans. Í aðgerðunum felist eingöngu viðurkenning á óinn- heimtanlegum kröfum. Jafnframt fordæma samtökin þá ákvörðun stjórnvalda að ekki verði gripið til frekari aðgerða og telja ríkisstjórn- ina hafa gefist upp. Ef svo sé þurfi ríkisstjórnin að víkja. DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 200,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,7 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 203,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,6 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 205,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,3 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr. Melabraut VERÐ Á LÍTRA 203,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,6 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 203,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,7 kr.E L D S N E Y T I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.