Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Vaknaðu við sólarupprás og fuglasöng í skammdeginu. Vekjaraklukkan sem gerir þér auðveldara að vakna. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð 14.750 kr. Sound Spa Sunrise Lúxussnekkja í eigu fjárfestingafé- lagsins Nordic Partners er við höfn í Marmaris. DV bárust á dögunum myndir af skútunni þar sem hún var í viðgerð í höfninni. Samkvæmt heim- ildum DV hefur Jón Þór Hjaltason notað snekkjuna á árinu. Honum var stefnt í vikunni vegna fimmtíu millj- óna króna skuldar. Snekkjan sem um ræðir er stór- glæsileg og ein sú glæsilegasta í höfn- inni í Marmaris. Snekkjan var vígð 2008 en hún er skráð í Panama. Hún ber sama nafn og sögufrægt hót- el í Kaupmannahöfn sem Nordic Partners keypti á árunum fyrir hrun, D‘Angleterre. Ein með öllu Snekkjan er búin alls konar lúxus en í henni eru alls sex klefar, einn aðal- klefi, einn VIP-klefi, tveir klefar með hjónarúmum og tveir til viðbótar með tveimur einstaklingsrúmum. Auk þess er bar, borðstofa, stofa, auk sjón- varpsrýmis. Einnig er gervihnatta- sjónvarp og nettenging á öllum helstu svæðum í skútunni, ísvél, vínkælir og símar í öllum káetum. Nuddpottur er á palli snekkjunnar auk búnaðar til köfunar og veiða. Hægt er að skoða umfjöllun um snekkjuna á mörgum vefsíðum sem fjalla eingöngu um lúxussnekkjur. Myndir af snekkjunni að innan sem utan eru á þessum síðum auk upp- lýsinga um hvaða staðalbúnaði hún er búin. Fimmtíu milljóna skuld Jóni Þór var í byrjun desember stefnt vegna fimmtíu milljóna króna skuld- ar félagsins Arctic Capital. Félag- ið stofnaði Gísli Þór Reynisson, sem var viðskiptafélagi Jóns og stofnandi Nordic Partners. Skuldin er tilkomin vegna yfirtöku Arctic Capital á láni sem Landsbankinn veitti Þokka ehf. árið 2006. Lánið hljóðaði alls upp á 45 millj- ónir króna, og átti að greiðast til baka á tuttugu árum með jöfnum afborg- unum. Lánið stendur í dag í rúmlega 52,5 milljónum króna en Lands- bankinn krefst þess einnig að drátt- arvextir verði greiddir af upphæð- inni. Snekkjupartí Elsti ógreiddi gjalddagi lánsins er 15. mars árið 2009. Samkvæmt heimild- um DV hefur Jón ásamt konu sinni notið þess að kíkja á snekkjuna í Marmaris, núna síðast í sumar, eða eftir að hætt var að greiða af láninu. Jón Þór er ekki lengur stjórnar- maður í Arctic Captial en hann vék úr eins manns stjórn félagsins 30. mars. Í stað hans var lögmaður feng- inn inn í félagið sem stjórnarfor- maður þess. Skráður eigandi Arctic Capital er nýsjálenska félagið My- ero Invest Ltd. Félagið er skráð fyrir hundrað prósenta eignarhlut. Nuddpottur er á palli snekkjunn- ar auk búnaðar til köfunar og veiða. 50 MILLJÓNA SKULD STÖÐVAR EKKI PARTÍIÐ Landsbankinn hefur stefnt Arctic Capital og Jóni Þór Hjaltasyni vegna tugmilljóna króna skuldar. Hætt var að greiða af láninu í mars árið 2009 en síðan þá hefur Jón Þór skemmt sér á lúxussnekkju Nordic Partners, þar sem hann hefur verið í stjórn, við strendur Tyrklands. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Snekkjan Lúxussnekkja Nordic Partners er búinn öllum helstu þægindum. Ljúfa lífið Heimildarmaður DV hefur séð til Jóns og eiginkonu hans að skemmta sér á snekkjunni. „Við erum ekki Wikileaks en við erum hýsingaraðili sem þjónar þrjú þúsund fyrirtækjum, þar á meðal Wikileaks,“ segir Ólafur V. Sigurvinsson, stofn- andi og stjórnarmaður hýsingarfyrir- tækisins Datacell. Datacell er eina fyr- irtækið sem gerir fólki kleift að styrkja uppljóstrunarvefinn Wikileaks. Svissneskur banki hefur lokað reikningi sem skráður var á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og hef- ur fyrirtækið PayPal gert það sama. Í frétt sem birtist á vef CNET í gær kom fram að eigendur Mastercard-korta geti ekki lengur notað þau í viðskipt- um við vefinn eða til að styrkja hann. Eina leiðin til að styrkja vefinn með góðu móti sé með Visa-kortum í gegnum fyrirtækið Datacell sem hýsir umrædda styrktarsíðu fyrir Wiki leaks. Datacell er skráð á Íslandi en er einn- ig með starfsemi í Sviss þar sem um- rædd styrktarsíða er hýst. „Þetta er bara okkar gátt og kemur því ekkert við hvað þeir í Wikileaks eru að hamast. Ég get ekki séð að það sé verið að gera neitt rangt í sjálfu sér,“ segir Ólafur í samtali við DV. Aðspurður hvort til greina komi að loka fyrir þjónustuna þvertekur Ólaf- ur fyrir það og bætir við að korthafar Mastercard geti enn styrkt Wikileaks, þvert á það sem haldið er fram á vef CNET. „Mastercard virkar á síðunni okkar. Mastercard eru komnir helvíti langt ef þeir reyna eitthvað svoleiðis, þá fá þeir bara lögfræðinga á sig. Við erum með kúnna sem nota Master card og þurfa að borga okkur,“ segir Ólafur. Wikileaks-vefurinn hefur orðið fyr- ir ítrekuðum árásum að undanförnu sem gerðu það meðal annars að verk- um að vefurinn fékk nýtt lén. Ólafur segir að Datacell hafi verið beitt þrýst- ingi um að loka fyrir þjónustuna en ekki verði orðið við slíkum beiðnum. „Við fáum mikið af pósti og svo er mikið um árásir á það sem við erum að gera fyrir þá. Það er greinilega með ráðum gert að reyna að skemma fyrir þeim. Ef á að stoppa svona þarf að loka öllum fréttastofum í heiminum,“ segir Ólafur og bætir við að stærstur hluti fólks lesi um uppljóstranirnar í fjölmiðlum, en ekki á sjálfum Wiki- leaks-vefnum. „Wikileaks er ekki að gera neitt annað en miðla upplýsingum sem þeir fá. Ef þeir fengju þær ekki myndi einhver annar fá þær. Þessi gögn fara út sama hvort Wikileaks er á lífi eða ekki. valgeir@dv.is ÍSLENSKA FÉLAGIÐ DATACELL: Hlífir Wikileaks Julian Assange MYND REUTERS Helga Sigríður hefur legið alvarlega veik á sjúkrahúsi í Gautaborg: Á leið heim til Íslands „Við erum á leiðinni á Landspítal- ann á fimmtudaginn. Við verðum sótt hingað af læknum þaðan og þar leggst hún inn til að ná meiri bata,“ segir María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar Sigurðardóttur. Helga Sigríður er 12 ára stúlka frá Akureyri sem hefur legið á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg undanfarna daga. Hún hneig niður í sundtíma miðvikudaginn 24. nóvember og var haldið sofandi í öndunarvél þar til í gærkvöldi. María segist ekki vita hvort Helga Sigríður verði komin heim af Land- spítalanum fyrir jól. „Enda skipt- ir það svo sem engu, jólin koma og fara,“ segir María sem er fyrst og fremst einstaklega þakklát fyrir þann bata sem dóttir hennar hefur náð. Helga Sigríður er aðeins farin að tjá sig eftir að hafa verið vakin í gær- kvöldi. „Hún er vöknuð en hún er ekki komin til sjálfrar sín enn. Hún þekkir okkur alveg. Okkur er sagt að það sé algjörlega eðlilegt ástand að vera ekki alveg með allt á hreinu,“ segir María. „Hún er alveg einstök og ótrú- lega seig þannig að maður getur að- eins farið að gleðjast núna. Alla vega þora því.“ María segist ekki vita hvort Helga Sigríður muni koma til með að ná sér að fullu, en það sé eitthvað sem tíminn verði að leiða í ljós. Hún segir hana alla tíð hafa verið mjög hrausta stúlku svo hún búi að því í bataferlinu. „Hún á líka inni, hún er svo ljúf og góð,“ segir María um dótt- ur sína. solrun@dv.is Mæðgur Helga Sigríður með Maríu móður sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.