Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 8. desember 2010 miðvikudagur Að mati bandarískra sendiráðs- fulltrúa í Kína hafa ráðamenn þar í landi nú þegar fundið eftirmann forseta Kínverja, Hu Jintao. Þann 28. október var hinn 57 ára gamli Xi Jin- ping skipaður varaforseti kínverska herráðsins af miðstjórn Komm- únistaflokksins en hann gegnir nú þegar stöðu varaforseta. Telja Bandaríkjamenn að með þeirri út- nefningu sé búið að leggja rauða dregilinn fyrir Xi að forsetaembætt- inu, sem hann ætti að óbreyttu að taka við að tveimur árum liðnum og verða þar með einn valdamesti maður heims. Þessi skoðun banda- rískra stjórnvalda kom í ljós í kjölfar birtingar Wikileaks á samskiptum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington og sendiráðs þeirra í Peking, höfuðborg Kína. Banda- ríkjamenn munu hafa komist í sam- band við heimildarmann sem er nákominn Xi og gátu því búið til nákvæma mynd af manninum sem mun senn taka við stjórnartaumun- um í Kína. Góður maður af góðu heimili Heimildarmaður Bandaríkjanna segir að Xi sé „ótrúlega metnaðar- fullur“ og jafnframt „góður mað- ur.“ Þrátt fyrir að Kína sé opinber- lega stéttlaust samfélag, hlaut Xi yfirstéttaruppeldi en engum dylst að háttsettir einstaklingar í Komm- únistaflokknum njóta betri kjara en almenningur. „Sum dýr eru jafn- ari en önnur,“ eins og enski rithöf- undurinn George Orwell komst að orði. Faðir Xi, Xi Zhongxun, barðist við hlið Maós Zedongs í kínversku borgarastyrjöldinni og varð síðar aðstoðarforsætisráðherra. Tryggði það Xi uppeldi í vernd- uðu umhverfi flokksforystunnar í Nanshagou-úthverfinu í Peking þar sem hann komst í kynni við önnur börn af sama tagi. Börn háttsettra meðlima Kommúnistaflokksins voru snemma stimpluð sem „smá- prinsar“ og segir heimildarmað- ur Bandaríkjanna að Xi hafi líklega vitað það ungur að árum að örlög hans yrðu að öðlast forystuhlutverk í Kommúnistaflokknum. Erfið táningsár Árið 1966 hóf Maó menningarbylt- ingu sína. Í henni fólst að grunað- ir njósnarar og niðurrifsstarfsmenn voru handsamaðir og því næst sendir í fangelsi, þrælkunarbúðir eða teknir af lífi. Faðir Xi var einn þeirra sem var grunaður um græsku og lenti hann í fangelsi. Í kjölfarið var Xi sendur út í sveit þar sem hann kynntist erfiðisvinnu í fyrsta sinn. Í byrjun 8. áratugar síðustu aldar fékk Xi, ásamt öðrum smáprinsum, að snúa aftur til Peking. Flestir þeirra tóku nýfengnu frelsi fagnandi, margir reyndu að flýja Kína á meðan aðrir urðu afhuga stjórnmálastarfi – fannst sem flokkurinn hefði svikið sig. Öllum að óvörum sneri Xi sér að flokknum af heilum hug. Heimildar- maðurinn sagði Xi hafa ákveðið að komast af með því verða „rauðari en rauður.“ Hægur en öruggur uppgangur Xi gekk formlega í Kommúnista- flokkinn 1974, en það varð til þess að æskuvinir hans, smáprinsarn- ir, afneituðu honum. Hann hóf að lesa marxísk fræði í háskóla og hóf afskipti af stjórnmálum í gegn- um starf fyrir vinnunefndir verka- manna, bænda og hermanna. Hann lauk gráðu í efnafræði og síðar dokt- orsgráðu í lögfræði frá Qinghua-há- skólanum í Peking árið 1979. Í kjöl- farið gekk hann í kínverska herinn, þar sem hann fékk ritarastöðu hjá miðstjórn herráðsins. Xi gekk einn- ig í sitt fyrsta hjónaband á þessum tíma, en fyrri eiginkona hans, Ke Xi- aoming, var af góðum ættum kom- in – faðir hennar starfaði í sendiráði Kína í Lundúnum. Hjónabandið gekk hins vegar illa og að lokum flutti Ke aftur til fjölskyldu sinnar til Lundúna. Í kjölfarið tók Xi afdrifaríka ákvörðun sem átti eftir að reyn- ast honum vel. Að hans mati var of mikið um pólitískar aftökur í höfuð- borginni, of mikið var um að fyrr- verandi samherjar reyndust á end- anum vera svikarar. Hann leit svo á að ef hann myndi starfa fyrir flokk- inn í fjarlægum héruðum í Kína, væru minni líkur á því að hann eign- aðist pólitíska óvini. Hann hóf störf í Heibei-héraði, og síðar í Fujian- og Zhejigang-héruðum, þar sem hann fór að klífa metorðastigann. Árið 2007 var röðin komin að honum að uppskera laun erfiðisins. Hann var skipaður leiðtogi Komm- únistaflokksins í Shanghæ, sem er talin ein áhrifamesta staða innan flokksins. Á þeim tíma var talið að Shanghæ væri gegnsýrð af spillingu, en Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, taldi að Xi væri ekki hægt að spilla og að hann myndi taka þar til hendinni. Talinn strangur leiðtogi Samkvæmt heimildum Bandaríkj- anna er Xi strangur leiðtogi og tek- ur starf sitt alvarlega. Hann hefur engan áhuga á áfengisdrykkju eða félagskap við vændiskonur, ólíkt öðrum háttsettum embættismönn- um í Kommúnistaflokknum. Hann er einstaklega vel að sér í innanrík- ismálum og gerir sér grein fyrir því hve spilltir margir samstarfsmenn hans eru. Honum er illa við stétt hinna nýríku Kínverja, en sjálfur segist hann hafa óbeit á peningum. Hann óttast að frjálsa markaðshag- kerfið sem Kínverjar aðhyllast í dag eigi eftir að svipta þá virðingu sinni og heiðri. Þrátt fyrir það áttar hann sig á að flokksforystan er á öðru máli og takmarkar þannig aðgerðir sínar við það sem hann veit að er flokkn- um þóknanlegt. Vonist fólk að sama skapi eft- ir breytingum í Kína eftir að Xi tek- ur við völdum mun það sennilega verða fyrir vonbrigðum. Xi er þess fullviss að framtíð og farsæld Kína sé einungis tryggð með fámennum og traustum hópi valdamanna og gefur lítið fyrir lýðræðislegar um- bætur. Að hans mati eru smáprins- arnir réttmætir erfingjar kínversku byltingarinnar og munu þeir gegna því mikilvæga hlutverki að vernda félagslegan stöðugleika meðal kín- versku þjóðarinnar. Bandaríkjamenn telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að næsti forseti Kína verði Xi Jinping. Hafa sendi- ráðsfulltrúar Bandaríkjanna í Peking safnað saman miklum upplýsingum um Xi til að fá sem skýrasta mynd af manninum sem brátt verður einn sá valdamesti í heimi. Næsti forseti KíNa er fuNdiNN bJörn TEiTsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Samkvæmt heimildar- manninum munnúverandi eiginkonaXi verafrægari meðalKínverja enforsetaefnið sjálft.Hin47 áragamla PengLiyuan ersöngkonasemferðastreglulega umKínaogsyngurlögumþjóð- ernisást,flokkshollustuogfallegar heimasætursembíðadraumaprinsa sinna.SöngvarPenghafaumárabil blásiðKínverjumkjarkíbrjóstog nýturhúneinnigmikillarhyllimeðal flokksforystunnar.Fyrirstörfsíní þáguflokksinshefurhennihlotnast heiðursstaðasemtveggjastjörnu herforingiíkínverskafrelsishernum. konan frægari Xi hafi líklega vitað það ungur að árum að örlög hans yrðu að öðlast forystu- hlutverk í Kommúnista- flokknum. Xi Jinping Taliðerað hannverðiorðinnforseti Kínainnantveggjaára. Jiang Zemin, fyrrverandi forseti, og Hu Jintao, forseti Hérskálasíðustufor- setarKína.XiJinpingerskjólstæðingurZeminenHuvildifáLiKeqiangsemarftaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.