Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 23.–25. september 20142 Fréttir Ákærður bankastjóri Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árna- syni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Hann er sakaður, ásamt Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, um umboðssvik. Mynd Sigtryggur Ari Reyndi að lokka barn Reynt var að lokka barn upp í bíl á horni Háuhlíðar og Hörgshlíðar nú á mánudaginn. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra og forráðamanna barna á svæðinu. „Barnið brást hárrétt við og hljóp í burtu, fann starfsmann Eldflaugarinnar og sagði hon­ um hvað gerðist. Við létum lög­ regluna vita og erum hún búinn að taka skýrslu af barninu,“ segir í orðsendingunni en hún er undir­ rituð af Herði Sturlusyni, for­ stöðumanni Frístundaheimilisins Eldflaugarinnar. „Ég læt alla starfsmenn Eld­ flaugarinnar vita hvað gerðist og verðum við með augun opin fyr­ ir grunsamlegum bílum. Okkur langar að biðja ykkur að fræða börnin um svona atvik og kenna þeim rétt viðbrögð.“ Vont að sofa í Leifsstöð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er getið á lista vefsíðunnar Sleep­ ing in Airports og skipar hún sér sess á meðal þeirra flugstöðva sem verst er að sofa í. Í umsögn segir að í tvígang hafi öryggis­ verðir gert athugasemdir við að þeir hinir syfjuðu lægju á gólfinu. „Í þriðja sinn sparkaði öryggis­ vörður í farangurinn og blés í flautuna sína, til að halda öllum vakandi,“ segir þar enn fremur. Ef það að vekja fólk væri íþrótt væru öryggisverðirnir á flugvell­ inum íslenska þaktir verðlauna­ peningum. Á listanum eru einnig Bergamo Orio al Ser io Airport, Christchurch In ternati onal Air­ port, Berl in Teg el Airport sem og Eind ho ven Airport. Bankastjórar máttu allt í lánamálum n Panama-félög ódýrust n „Var hannað þannig að við værum undanþegnir“ J á, við vorum undanþegnir þessum reglum,“ var svar Sigur­ jóns Árnasonar þegar hann var spurður við skýrslutöku hvort bankastjórar hafi „mátt allt“ þegar kom að lánareglum bankans. Aðalmeðferð í máli sérstaks sak­ sóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbank­ ans, og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir­ tækjasviðs bankans, hófst á mánu­ dag. Bæði eru þau ákærð fyrir um­ boðssvik en þau eru sögð hafa mis­ notað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir til veitingar ábyrgða meðan þau bæði sátu í lánanefnd Landsbankans. Umboðssvikin, sem þau eru ákærð fyrir, eru upp á tæp­ lega fjórtán milljarða króna og snúa að aflandsfélögum í eigu Lands­ bankans. Féð sem fengið var að láni frá öðrum bönkum var vegna kaup­ réttarsamninga starfsmanna Lands­ bankans. Bæði tvö neituðu sök. Minnisleysi hrjáði báða sakborn­ inga við skýrslutöku en algengasta svar þeirra við spurningum sak­ sóknara var að þau myndu ekki eftir þeim atvikum sem spurt var um. Báð­ ir sakborningar voru spurðir hvort þeir hefðu skrifað undir sjálfskuldar­ ábyrgðir og viðurkenndu bæði Sigur­ jón og Elín það. Þau deildu þó bæði talsvert um dagsetningar og sögðu að þau hefðu ekki skrifað undir á þeim dögum sem spurt var um. Ábyrgð með litla tryggingu Ákæra sérstaks saksóknara gegn tví­ menningunum er tvíþætt. Annars vegar eru þau ákærð fyrir að hafa samþykkt og undirritað fyrir hönd Landsbankans, sjálfskuldarábyrgðir Landsbankans á lánssamninga Kaupþings banka þann 4. júlí 2006 við tvö félög; félagið Empennage Inc., að fjárhæð 2,5 milljarðar króna, og hins vegar félagið Zimham Corp., að fjárhæð 4,3 milljarðar króna. Lán Kaupþings til Empennage var tryggt með veði í hlutabréfum í Lands­ bankanum að nafnvirði rúmlega 122 milljóna króna og veð Zimham var sömuleiðis hlutabréf í Lands­ bankanum að nafnvirði 211 milljóna króna. Átti að spara fé Seinni liður ákærunnar snýr að sjálfskuldarábyrgð Landsbank­ ans á lánssamning Kaupþings við Empennage Inc., sem þau sam­ þykktu og undirrituðu fyrir hönd Landsbankans, upp á tæplega sjö milljarða króna. Það lán var tek­ ið þann 29. júní árið 2007. Engin utanaðkomandi trygging var veitt vegna ábyrgðarinnar. Samkvæmt sakborningum var þessi gjörn­ ingur fyrst og fremst til þess að spara Landsbankanum fé þegar starfsmenn keyptu bréf í bankan­ um á ákveðnu gengi. Í stað þess að Landsbankinn keypti bréfin á markaðsvirði þegar að því kom að starfsmenn fengju bréfin hafi fé­ lögin í Panama keypt þau áður og svo selt bankanum þegar kom að kaupum starfsmanna. „Lands­ bankinn kaupir af þeim réttindi að fá að kaupa af þeim bréf á ákveðnu tímabili á ákveðnu gengi,“ útskýrði Sigurjón. Ódýrustu félögin í Panama Bæði þessi félög voru skráð á Panama. Málið hefur einnar helst verið tengt við Panama fram að þessu en Sigurjón ljóstraði því upp við skýrslutöku hvernig til kom að aflandsfélög Landsbankans væru skráð í Mið­Ameríku. „Kristján Gunnar [Valdimarsson, fyrrverandi forstöðumaður skattasviðs Lands­ bankans] keypti félög þar sem þau voru ódýrust, sem reyndist vera í Panama,“ sagði Sigurjón. Hann seg­ ist hafa sjálfur tekið eftir þessu og spurt hvernig á þessu stæði. Leitaði til Hreiðars Málsvörn Sigurjóns sneri meðal annars að því að kaupréttarkerfi bankans hafi verið við lýði áður en hann hóf störf við bankann. „Ég hef alltaf sagt, að ég og Elín og allir aðr­ ir sem unnu hjá bankanum, vorum bara að vinna samkvæmt ákveðnu skipulagi sem sneri að kaupréttar­ kerfi bankans sem hafði verið búið til árið 2000. […] Menn gerðu ráð fyr­ ir að þessi bréf myndu hækka mjög mikið og ákváðu að tryggja sig strax með því að hafa aðgang að bréfum til að geta afhent starfsmönnum,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að fyrra fyrir­ komulag hafi verið að Landsbank­ inn hafi stofnað sjálfseignarsjóð sem fékk svo kaupréttarfélag, sem fékk svo aftur lán frá bankanum. Fyrir það hafi verið keypt hlutafé í bankanum. Samkvæmt Sigurjóni hafi endur­ skoðendur bankans lagt áherslu á að lán fyrir þessari fléttu kæmi frá öðrum stofnunum en bankanum sjálfum og því hafi hann leitað til „Hreiðars“ [Más Sigurðssonar, for­ stjóra Kaupþings]. Segir saksóknara misskilja Við skýrslutöku sakborninga bar lánareglur Landsbankans oft á góma en í ákæru sérstaks saksóknara er því haldið fram að veiting sjálfskuldar­ ábyrgðanna hafi brotið í bágu við þær reglur. Sigurjón hafði oft orð á því að sérstakur saksóknari hafi misskil­ ið þessar reglur. Við skýrslutöku var nokkur heift í Sigurjóni og var hann harðorður í garð sérstaks saksóknara. Hann gaf til að mynda oft sterklega í skyn að hann væri mjög ósáttur við að sá sami og yfirheyrði hann á sín­ um tíma væri nú saksóknari í máli gegn honum. Sigur jón sagði að lána­ reglur hafi verið búnar til af Elínu og að hann og Halldór J. Kristjánsson hafi samþykkt þær reglur. undanþegnir reglum Sigurjón sagði að vegna þess að alla jafna hækkaði hlutafé frekar en lækk­ aði þá hafi ekki verið líkur á að reyna myndi á ábyrgðirnar. „Síðan gerðust ákveðnir hlutir sem við vitum öll af sem hafa ekkert með þessar ábyrgð­ ir að gera,“ sagði Sigurjón. „Þú undir­ ritar ekki á sama tíma og aðrir. Þurfti samþykki þitt?“ spurði saksóknari Sigurjón í kjölfar þessara orða hans. „Það þarf samþykki mitt, en það er ekki þannig að það þurfi að gerast í skilgreindri röð, það er misskilning­ ur hjá þér. […] Þið eruð að meina að við höfum brotið einhverjar lána­ reglur en þær voru settar af manni sjálfum. Þetta var hannað þannig að við vorum undanþegnir þeim,“ sagði Sigurjón. Sigurjón sagði að hundruð lánamála, meirihluti lána, hafi verið afgreidd sem millifundasamþykkt­ ir. Saksóknari spurði því næst hvort bankastjórar hafi mátt allt og hvort engar takmarkanir hafi verið og var svar Sigurjóns að ef Halldór skrifaði líka undir þá væri svarið: já. Aðalmeðferðinni verður fram haldið í vikunni. n „Þið eruð að meina að við höfum brot- ið einhverjar lánareglur en þær voru settar af manni sjálfum. Þetta var hann- að þannig að við vorum undanþegnir þeim. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.