Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 23.–25 september 2014 Sælgæti, skordýr og hið óvænta „Hönnun og hráefni, saman í eina skál,“ er yfirskrift fyrsta viðburðar- ins í fyrirlestraröð Hönnunarmið- stöðvar. Á þessum fyrsta fyrirlestri vetrarins mætast hönnuðir og frumkvöðlar í matvæla- og sæl- gætisgerð, veita innsýn í sinn heim og ræða mikilvægi hönnunar í mat. Þetta eru fyrirtækið Omnom, sem framleiðir íslenskt gæðasúkkulaði, fyrirtækið Crowbar, sem vinn- ur að því að þróa orkustykki úr skordýrum, og aðstandendur við- burðarins Order to Effect, en þeir settu upp pop-up veitingastað á HönnunarMars 2014 þar sem fólk pantaði ekki innihald held- ur áhrifin. Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 23. september klukk- an 20.00 í Kaldalóni í Hörpu. Ef til vill sek Listafólkið Steinunn Gunnlaugs- dóttir og Snorri Páll Jónsson Úlf- hildarson bera ábyrgð á halarófu verka sem sýnd verða víðs vegar um Reykjavík á næstu vikum, und- ir yfirskriftinni Ef til vill sek. Fyrsti viðburðurinn í halarófunni, frum- sýning á myndbandsverkunum Maður bíður og Í skuld við rétt- lætið, fór fram í Kaffistofunni við Hverfisgötu síðastliðinn laugar- dag, en verkin verða til sýnis alla daga frá klukkan 17.00 til 21.00 til 25. september. Fram til 3. október mun listafólkið meðal annars flytja viðveruverk, sýna gjörnings- myndbönd og skúlptúra, gefa út ljóðabók og halda stofnfund með tilheyrandi seremóníu. Nánari upplýsingar má nálgast á sackof- stones.com og wheelofwork.org. Lundúna- fílharmónían heimsækir Hörpu Ein þekktasta sinfóníuhljómsveit heims, London Phil harmonic Orchestra kemur fram á tvenn- um tónleikum í Hörpu 18. og 19. desember klukkan 19.30. Á efnisskránni verður Fantasían um Thomas Tallis eftir Vaugh- an Williams, Sinfónía númer 1 í g-moll op. 13 eftir Tchaikovsky og hinn vinsæli píanókonsert númer 5 í Es Dúr op. 73, einnig nefnd- ur Keisarakonsertinn eftir Ludwig van Beethoven. Stjórnandi verður Finninn Osmo Vänskä, sem hefur meðal annars unnið til Grammy- verðlauna og var um árabil aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands. Miðasala á tónleikana hefst á hádegi í dag á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. K víðasnillingarnir nefn- ist fyrsta skáldsaga Sverris Norland og kom út hjá For- laginu í síðustu viku. Sverr- ir, sem er 28 ára, hefur kom- ið víða við, lært lögfræði í Háskóla Íslands, skapandi skrif í Lundúnum og verið búsettur í Frakklandi að undanförnu. Hann hefur áður búið til listaverk í ýmsum formum, með- al annars gefið út lítið smásagna- safn hjá Tunglinu, sent frá sér tvær ljóðabækur, eina hljómplötu og nú síðast tekið upp á því að birta stutt- ar myndasögur á internetinu. Fæst við grunnspurningar tilverunnar „Ef ég gæti eimað söguþráðinn nið- ur í nokkrar línur þá væri kannski engin ástæða til að skrifa svo þrjú hundruð blaðsíður í viðbót,“ svar- ar Sverrir brosandi þegar hann er inntur eftir söguþræði Kvíðasnill- inganna, en gerir svo heiðarlega til- raun til að lýsa henni. Bókin fylgir þremur vinum frá barnæsku og fram á fullorðinsár. „Ég segi nokkrar sögur í Kvíðasnill- ingunum. Fyrsti hluti fjallar um vin- áttu drengjanna þriggja, „kvíða- snillinganna“. Þar eru þeir litlir og frekar saklausir grallaraspóar í leit að ævintýrum. Sá næsti lýsir því hvernig þeir reyna seinna á þrítugs- aldri að slá í gegn í ferðamanna- bransanum með því að stofna far- fuglaheimilið Hostel Torfbæ og síðan barinn Hipster Torfbar. Um leið klúðra þeir nokkrum fjörugum ástarsamböndum við hæfileikarík- ar og klárar stelpur, með svolítið stórslysakenndum afleiðingum. Þriðji og síðasti hluti fjallar síðan um það þegar Steinar, aðalpersón- an, gerist húsvörður í Íslendinga- koti, eða „Aumingjahælinu“, heilsu- lind fyrir gjaldþrota og dapra Íslendinga sem rekin er af góðhjört- uðum útrásarvíkingi. Íslendinga- kot er eins konar ruslakista fyrir allt misheppnaðasta fólk þjóðarinnar.“ Bókin er uppfull af samtímatil- vísunum en Sverrir segir hana þó fyrst og fremst vera tilraun til að fást við grunnspurningar mannlífsins. „Það sem mér finnst áhugavert eru spurningar eins og: Hvernig á mað- ur að haga lífi sínu? Hvernig verð- ur maður góð manneskja? Hvað er vinátta, ástin, og hvernig finnur maður sér samastað í tilverunni? Það eru þær spurningar sem allar skemmtilegustu og mest hressandi bókmenntirnar fást við, allavega að mínu mati.“ „Skrilljón“ og eitthvað skáld- sögur í sjálfstæðum söguheimi Sverrir hefur lengi verið að þróa persónur bókarinnar og söguheim- inn. „Ég fór í nám í skapandi skrif- um til Lundúna 2010 og þá skrifaði ég sem lokaverkefni bók sem var skyld þessari. Það var fyrsta tilraun og síðan þá hef ég skrifað svona átta „skrilljón“ sögur sem ég gæti raðað upp í svona trilljón og eitt- hvað huggulegar, litlar skáldsögur og þetta er bara ein af þeim. Fyrstu tilraunirnar voru auðvitað mjög væmnar og viðvaningslegar og ör- væntingarfullar. Það tekur svolítið langan tíma að temja sér vinnu- brögð sem duga. Sögurnar gerast oftast í sama heimi, sömu persón- ur ganga aftur í öðrum handritum. Þannig að í Kvíðasnillingunum fær lesandinn að gægjast aðeins inn í söguheiminn hjá mér, vonandi sér til ánægju. Þá væri markmiðinu náð.“ Þó að sagan gerist á Íslandi í samtímanum er ekki um gallharð- ar raunsæisbókmenntir að ræða. Grallaralegt ímyndunaraflið fær að ráða för, stíllinn er meðvitaður (höfundurinn sjálfur kemur jafnvel fyrir sem karakter), raddir persón- anna eru sterkar og talandinn oft og tíðum óvenjulegur. „Karakter- arnir tala eins og þeir tala í sögu eftir mig. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á mér í tímabili við sam- ræður í bók: „Það myndi enginn segja þetta í alvörunni,“ en núna er mér skítsama. Þetta er söguheimur- inn hjá mér. Ég nenni alls ekki að lesa um einhvern gráan íslenskan hversdagsleika. Ég nenni því bara alls ekki! Það er eitthvað annað sem kveikir í mér; að búa eitthvað til sem er mitt frekar en að lýsa einhverju eins og það er.“ Sverrir vinnur nú þegar að annarri bók og segir líklegt að einhverj- ar persónur úr Kvíðasnillingunum Vináttan, ástin og grunn- spurningar mannlífsins n Kvíðasnillingarnir, fyrsta skáldsaga Sverris Norland, er komin út n Skattur, skáldsagnaskrif og íslenskur samtími Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fyrsta skáldsagan Sverrir Norland tekst á við eigin samtíma og grunnspurningar mannlífsins í Kvíðasnillingunum. Mynd SiGtryGGur Ari „Ég nenni alls ekki að lesa um ein- hvern gráan íslenskan hversdagsleika Woody Allen dreginn fyrir dóm Þ að er ekki oft sem Woody Allen leikur í kvikmyndum þessa dagana, og það án þess að hann leikstýri sjálfur. Það er einnig sorglega sjaldgæft að sjá hinn frábæra John Turturro, og því áhugavert að sjá hvað gerist þegar þessir tveir meistarar leiða hesta sína saman í fyrsta sinn frá Hannah and Her Sisters árið 1986. Þá var það Allen sem hélt um leikstjórnartau- manna, en hér er það Turturro. Og menn vinda sér í efnið strax í fyrsta atriði. Turturro er gerður út af Allen sem vantar mann til að þjón- usta ófullnægðar konur. Þó að mað- ur velti því stundum fyrir sér hvort markmiðið hjá handritshöfundin- um Turturro sé fyrst og fremst að sýna fram á að leikarinn Turturro „hafi það ennþá“ þegar snýr að því að gleðja konur, þá er eigi að síð- ur gaman að aldrei þessu vant er það myndarlegt miðaldra fólk að sofa saman. Turturro er 57, Sharon Stone er 56 og hin kornunga Vanessa Paradis ekki nema 41. Þó að myndin sé fyrst og fremst lauflétt gamanmynd fer hún ekki að öllu leyti troðnar slóðir. Hinar mörgu siðferðilegu spurningar í kringum vændi eru lítið skoðaðar, enda er það síður talið þurfa þegar karlmað- ur sinnir starfinu. Á hinn bóginn er trúarlegum spurningum velt upp. Paradis leikur konu sem er tilfinn- ingalega (og líkamlega) bæld sökum trúarofstækis, og Allen er dreginn fyrir dóm ofstækisfullra gyðinga sem helst vildu grýta hann og aðra sem fylgja ekki helgiritunum. Myndin virðist því nokkurs konar uppgjör Turturros við trú sína, sem spyr á endanum hvort það skipti einhverju máli hvort hann raunverulega teljist gyðingur eða ekki. Hvað ástarsöguna varðar er í myndum sem þessari nánast ein- göngu fjallað um tilfinningar tveggja einstaklinga. Ef sá þriðji kemur við sögu er hann oftast í hlutverki fíflsins. En hér er fjallað um fleiri persónur sem öllum tekst að mynda tilfinningaþríhyrninga og útilok- að að allir fái það sem þeir vilja, þó svo þeir eigi það skilið. Og eitt og sér gerir þetta Fading Gigolo að fyrirtaks rómantískri gamanmynd. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Fading Gigalo iMdb 6,3 rottentomatoes 54% Metacritic 58 Leikstjórn og handrit: John Turturro Aðalhlutverk: John Turturro, Woody Allen, Vanessa Paradis og Sharon Stone 90 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.