Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 23.–25. september 20144 Fréttir Heimilismatur í hádeginu Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði – Sími: 565-1550 – kaenan@simnet.is alla virka daga F regnir af hvarfi sendiherra Kína á Íslandi, Ma Jisheng, og meintum njósnum hans fyrir japönsk stjórnvöld, hafa verið áberandi að undanförnu. Færri vita að sendiherra Norður- Kóreu á Íslandi, Pak Kwang Chol, hvarf með svipuðum hætti ekki alls fyrir löngu. Pak var sendiherra Norð- ur-Kóreu á Íslandi, Eistlandi, Finn- landi, Noregi, Danmörku, og Svíþjóð – þar sem hann hafði aðsetur. Hann var kallaður til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, í des- ember í fyrra eða um það leyti sem Jang Sung-taek, einn af æðstu ráða- mönnum landsins og frændi ein- ræðisherrans Kim Jong-un, var dæmdur fyrir landráð heima fyrir og tekinn af lífi. Pak hafði verið náinn samstarfsmaður Jang en fjölmargir honum nákomnir voru teknir af lífi um svipað leyti. Ekkert hefur fengist staðfest um afdrif Pak. Nafn hans er ekki að finna á lista yfir þá samstarfs- menn Jang sem drepnir hafa verið en líklegt er talið að hann hafi verið dæmdur í þrælkunarbúðir. Pak afhenti Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, trúnaðarbréf á Bessastöðum þann 2. október í fyrra, eða stuttu áður en hann hvarf úr embætti. Á heimasíðu forseta- embættisins má sjá mynd af þeim saman en þar segir að þeir hafi rætt um reynslu Íslendinga í sjávarútvegi og nýtingu jarðhita og hvernig þjóð- ir í Asíu og Afríku gætu lært af þeirri reynslu. Sendiráð Norður-Kóreu í Svíþjóð var sendiherralaust þangað til í byrj- un september þegar Kang Yong Dok var skipaður sendiherra að því er Dagbladet í Noregi greinir frá. Sagður „í fríi“ Sænska dagblaðið Expressen greindi frá því þann 27. desember í fyrra að sendiherrann hefði verið kallaður heim ásamt eiginkonu sinni, Ri Mi Ran. Málið var sett í samhengi við aftöku Jang Sung-taek stuttu áður, en hann hafði verið sakaður um að hafa reynt valdarán og sagður svikari og „verri en hundur“ í ríkisfjölmiðl- um. Expressen fjallaði aftur um mál- ið þann 2. janúar og hafði eftir sendi- ráðsfólki að Pak væri í fríi en hans væri að vænta von bráðar. Ekkert varð þó af endurkomu og þann 24. febrúar greindi blaðið frá því að ekkert hefði spurst til sendi- herrans í næstum tvo mánuði. Í fréttinni var sagt að talsmaður norður kóreska sendiráðsins hafi ver- ið „æstur“ þegar hann spurði blaða- mann Expressen: „Er það virkilega svo að við þurfum að tilkynna Ex- pressen hvenær hann kemur aftur?“ Þá kom jafnframt fram að síðast hefði sést til Pak og eiginkonu hans stíga um borð í flugvél Air Koryo á leið til Pyongyang, í fylgd norður- kóreskra embættismanna, á flugvell- inum í Peking í Kína, þann 27. des- ember. Lina Eidmark, hjá sænska utanríkisráðuneytinu, sagði í sam- tali við blaðið að slík fjarvera sendi- herra væri sjaldgæf. Þá væri ekki vit- að hvenær Pak myndi snúa til baka. Sláandi líkindi Þrátt fyrir að engin tengsl séu á milli hvarfs kínverska sendiherrans og þess norðurkóreska eru líkindin sláandi. Báðir voru þeir kallaðir heim ásamt eiginkonum sínum, í kringum síðustu áramót. Á meðan opinbera skýringin á fjarveru Pak var sú að hann „væri í fríi“ var því lengi vel haldið fram að Ma væri fjarri „vegna fjölskylduveik- inda.“ Talsmenn sendiráðanna vildu í engu svara spurningum blaðamanna og urðu jafnvel pirraðir þegar spurn- ingar voru bornar upp. Ekkert hefur spurst til þeirra beggja síðan þeir voru kallaðir heim og engin svör fást frá yfirvöldum um afdrif þeirra. Fjölmiðlar hafa nú greint frá því að Ma sé grunaður um njósnir fyrir japönsk stjórnvöld en Pak ku hafa verið náinn samstarfs- maður manns sem var sagður „verri en hundur.“ Pak tók við stöðu sendi- herra þann 19. september 2012 en Ma í desember sama ár. Á Íslandi hafði sendiherrann verið týndur í rúma sjö mánuði þegar greint var frá því í fjöl- miðlum en í Svíþjóð tók það nokkra daga. Ljóst er að hvorugur þeirra mun snúa til baka. 300 svangir hundar Norður-Kórea er eitthvert einangrað- asta ríki veraldar og erfitt að nálgast upplýsingar þaðan. Kim Jong-un stýr- ir ríkinu með harðri hendi og þykir af- taka Jang Song-thaek og samstarfs- manna hans skýrt dæmi um það. Oftar en ekki birtast furðulegar fréttir um landið á vestrænum miðlum. Stund- um eiga þær ekki við rök að styðjast. Þannig birtu NBC, Daily Mail, London Evening Standard og fleiri miðlar fréttir af aftöku Jang í janúar í fyrra þar sem því var haldið fram að hann og samstarfsmenn hans hefðu verið afklæddir og kastað fyrir hóp 300 svangra hunda. Sagan vakti athygli og óhug víða um heim en síðar átti eft- ir að koma í ljós að hún var uppspuni frá rótum. Jang var vissulega tekinn af lífi en sagan um hundana hafði orðið til hjá grínkarakter og síðan ferðast óhindrað um óravíddir veraldarvefs- ins. Svíþjóð hefur spilað lykilhlutverk í samskiptum Norður-Kóreu við um- heiminn, enda lengi haft orðspor sem hlutlaust ríki. Þannig ræddust erind- rekar japanskra og norðurkóreskra stjórnvalda við á sænskri grund í maí síðastliðnum. n Sendi herra Norður- Kóreu líka horfinn n Kallaður heim í desember n Samstarfsmaður Jang Sung sem tekinn var af lífi Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Einræðisherrann Kim Jong-un stýrir Norður-Kóreu með harðri hendi og þykir aftaka Jang Song-thaek og samstarfsmanna hans skýrt dæmi um það. Hurfu báðir um áramótin Þrátt fyrir að engin tengsl séu á milli hvarfs kínverska sendiherrans og þess norðurkóreska eru líkindin sláandi. Þeir voru báðir kallaðir heim í kringum síðustu áramót. „Er það virki- lega svo að við þurfum að tilkynna Express- en hvenær hann kemur aftur? Hvarf eftir heimsókn Pak Kwang Chol, sendiherra Norður-Kóreu á Íslandi, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf í byrjun október í fyrra. Tæpum tveimur mánuðum síðar var hann horfinn. Brenndist á Akranesi Drengur brenndist þegar eldur kom upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi í hádeginu á mánu- dag. Skessuhorn greindi frá því að drengurinn hafi verið að fikta með skoteld með þeim afleiðing- um að eldur kviknaði. Hann var þó ekki mikill og gekk greið- lega að slökkva hann. Starfsfólk skólans brást hárrétt við að sögn Skessuhorns og hóf rýmingu um leið og eldsins varð vart. Ekki er vitað nánar um meiðsli drengs- ins sem brenndist. Tjón á húsinu er óverulegt. Tjón upp á eina og hálfa milljón Nítján rúður hafa verið brotnar í strætóskýlum víðs vegar á Akur- eyri undanfarinn rúman mánuð. Fjallað er um málið í nýjasta tölu- blaði Vikudags á Akureyri en þar kemur fram að tjón vegna þessa nemi um einni og hálfri milljón króna. Hver rúða kostar á bil- inu 60 til 70 þúsund krónur með uppsetningu. Ekki hefur tekist að finna þá sem bera ábyrgð á skemmdarverkunum en haft er eftir Gunnari Jóhannssyni, rann- sóknarfulltrúa á Akureyri, að flest bendi til þess að um einn hóp af skemmdarvörgum sé að ræða. Lýst hefur verði eftir vitnum en engar vísbendingar hafa borist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.