Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 23.–25. september 201410 Fréttir K ristján Markús Sívarsson flutti til Algeciras á Spáni í upphafi mánaðar, stuttu eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að Vogamálinu. Þar ætlaði hann að setjast að þrátt fyrir að rannsókn vegna málsins standi enn yfir. Kristján losnaði úr gæsluvarðhaldi þann 27. ágúst síð- astliðinn. Samtals eru fjórir aðilar, þrír karlmenn og ein kona, grun- aðir um aðild að alvarlegri líkams- árás, frelsissviptingu, ólögmætri nauðung og hótunum gegn átján ára dreng. Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV að málið verði sent til ríkissaksóknara fljót- lega. Vogamálið er að mörgu leyti keimlíkt Stokkseyrarmálinu en bróðir Kristjáns, Stefán Logi, var í febrúar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir sína aðild. Kristján á að baki langan afbrotaferil en bræðurnir fengu „Skeljagranda“-viðurnefnið í kjölfar þess að þeir voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás á Skelja- granda árið 2003. Stórhuga í bílaleigu DV greindi á dögunum frá bílaleig- unni KK bílar sem Kristján sagðist vera í forsvari fyrir ásamt öðrum, en bílaleigan var hvergi skráð og bauð upp á óvenjuódýra leigu á bílum. Samkvæmt Facebook- síðu bílaleigunnar var hún nýstofn- uð þegar Vogamálið átti sér stað í upphafi ágústmánaðar. Því er nokkuð ljóst að flutningur Krist- jáns til Spánar tengist Vogamál- inu því af Facebook-síðu hans að dæma hugðist hann færa út kví- arnar í bílaleigubransanum áður en var færður í gæsluvarðhald. „Skuldaði“ sjö hundruð þúsund Frelsissviptingin sem Kristján er grunaður um aðild að var sér- lega hrottafengin. Fórnarlambið var átján ára drengur sem átti að hafa „skuldað“ árásarmönn- um sjö hundruð þúsund krón- ur. Samkvæmt greinargerð lög- reglu var drengnum sagt að vegna ákveðins atburðar skuldaði hann nú Kristjáni hálfa milljón króna og það væri ástæðan fyrir árásinni og frelsissviptingu. Annar árásarmað- ur sagði enn fremur að hann skuld- aði sér hundrað þúsund krónur og konan sagði drenginn skulda sér tvö hundruð þúsund krónur. Hrottafengin árás Í greinargerð lögreglunnar vegna málsins kemur fram að einn árásarmanna sótti drenginn í leigubíl í Reykjavík og var för heitið í heimahús í Vogum þar sem drengurinn átti að fara á fund með Kristjáni. Drengurinn segist hafa verið kýldur í andlitið um leið og hann steig inn í húsið. Þar var drengurinn svo pyntaður tímunum saman en í greinargerð segir að meðal annars hafi raf- byssa verið notuð á háls hans og kynfæri með þeim afleiðingum að hann missti þvag. Hann var lát- inn drekka smjörsýru og hótað að honum yrði nauðgað. Drengurinn segir í framburði sínum að árásar- fólkið hafi sparkað í höfuð hans, skorið hann á maga og baki. Hann segir enn fremur að hann hafi ver- ið sprautaður með óþekktu efni í lærið. Samkvæmt framburði drengsins tók konan ekki virkan þátt í pyntingunum en var sam- kvæmt honum „bara að hlæja þarna … og niðurlægja mig.“ Beðið eftir niðurstöðu sérfræðinga Friðrik Smári Björgvinsson segir í samtali við DV að rannsókn máls- ins sé í raun lokið. Nú sé einung- is beðið eftir niðurstöðu sér- fræðinga. „Það er beðið eftir áliti utanaðkomandi sérfræðings á virkni þessarar rafstuðbyssu, en að öðru leyti er rannsókn lokið. Mál- ið fer til ríkissaksóknara um leið og niðurstöður berast,“ segir Frið- rik Smári. Hann segist ekki þora að tala um tímasetningar en segir þó að málið fari til ríkissaksóknara fljótlega. Hann segist ekki vita hve margir þeirra sem settir voru í gæsluvarðhald verði ákærðir. „Það verður að koma í ljós þegar málið fer til ríkissaksóknara.“ Frjáls ferða sinna Friðrik Smári segir að ákveðið hafi verið að óska ekki eftir farbanni gegn þeim sem grunaðir eru að að- ild að árásinni. „Hann er ekki í far- banni og honum er frjálst að fara ferða sinna. Hvort hann mæti fyrir dóm þegar þar að kemur verður að koma í ljós, og ef ekki þá verður að bregðast við því. Það var ákveðið að setja þá ekki í farbann í þessu tilviki,“ segir Friðrik Smári. n Skeljagrandabróðir flúinn til Algeciras n Grunaður í Vogamálinu á Vatnsleysuströnd n Rannsókn á lokastig Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það var ákveðið að setja þá ekki í farbann í þessu tilviki. Fluttur til Spánar Kristján Markús Sívarsson losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst og flutti stuttu síðar til Spánar. Mynd SkjáSkot: FaceBook Minni áhugi á Kaup- mannahöfn Á fyrri hluta ársins fjölgaði ferð- um Íslendinga til útlanda um nærri tíund en þrátt fyrir það fækkaði gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn á sama tíma. Þetta kemur fram í frétt á vefn- um Túristi.is og benda tölurn- ar til þess að áhugi Íslendinga á borginni fari minnkandi. Farnar eru nokkrar ferðir milli Keflavíkurflugvallar og Kaup- mannahafnar á dag og er fram- boð á flugi þangað frá Keflavík meira en til nokkurrar annarrar borgar, að London undanskilinni. „Það virðist þó sem dregið hafi úr vinsældum borgarinn- ar hjá íslenskum ferðamönn- um samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni yfir gistinætur Ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Á fyrri hluta þessa árs fækkaði nefnilega gistinóttunum um 0,4 prósent en á sama tíma fjölgaði ferðum Íslendinga til útlanda umtalsvert eða um nærri níu pró- sent. Það hafa því hlutfallslega færri Íslendingar lagt leið sína til dönsku höfuðborgarinnar á fyrri helmingi þessa árs í samanburði við sama tíma í fyrra,“ segir í frétt Túrista. 43 eiga von á sekt Brot 43 ökumanna voru mynduð á Seljabraut í Reykjavík á mánu- dag. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að fylgst hafi verið með ökutækjum sem var ekið Seljabraut í austurátt, á móts við Seljabraut 24. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 60 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 72 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra há- markshraði. Fimm óku á 50 kílómetra hraða eða hraðar en sá sem hraðast ók mældist á 59 kílómetra hraða. Vöktun lög- reglunnar á Seljabraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuð- borgarsvæðinu. Ljósabúnaði áfátt Þrjátíu ökumenn voru stöðv- aðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina en ljósabúnaði ökutækja þeirra var áfátt. Ýmist vantaði ljós að fram- an eða aftan en ökumönnun- um var góðfúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglu. „Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að huga sér- staklega að ljósabúnaðinum. Hann þarf alltaf að vera í lagi og ekki síst í skammdeginu,“ segir í tilkynningunni. Lögreglustjóri Áhersla verður lögð á að hraða málsmeðferð í kynferðisbrotamálum. Markmiðum ekki náð Æskilegt væri að fjárveitingu til rannsóknar á kynferðisofbeldi yrði haldið áfram Æ skilegt væri að sérstakri fjárveitingu til styrkingar á rannsókn og saksókn á kynferðisofbeldi, sér í lagi gegn börnum, væri fram haldið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, um væntanlegan niðurskurð á fjárframlögum til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota og markvissar forvarnaraðgerðir. Um er að ræða niðurskurð upp á rúm- lega 60 milljónir króna í heildina í þessum málaflokki, en mestur er hann til embættis lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu, eða 30 millj- ónir króna. „Árangur hefur náðst við að fækka málum og stytta málsmeð- ferðartíma en markmiðum ríkissak- sóknara um málsmeðferðartíma hef- ur ekki verið náð.“ Sigríður segir að þrátt fyrir þetta þá verði lögð áhersla á að hraða málsmeðferð í kynferðis- brotamálum og taka upp breytt verk- lag í heimilisofbeldismálum, með áherslu á aukið samstarf og barna- vernd. Sprenging varð í tilkynning- um á kynferðisbrotum í byrjun árs 2013, í kjölfar umfjöllunar Kast- ljóss um Karl Vigni Þorsteinsson. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var tilkynnt um næstum jafn mörg brot og allt árið á undan. Það varð því ljóst að grípa þurfti til aðgerða til að hraða meðferð málanna og koma á skilvirkari úrræðum fyrir þolend- ur. Ágúst Ólafur Ágústsson, sem fór fyrir nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna við kynferðislegu ofbeldi, eflingu lögreglu og ákæru- valds og bætt úrræði fyrir þolend- ur kynferðis brota, einkum barna, sagði í samtali við DV fyrr í þessum mánuði að þetta væri mjög dapurleg forgangsröðun. „Þeir aðilar sem hittu okkur í nefndinni á sínum tíma lýstu því yfir að það ríkti neyðarástand sem þyrfti að bregðast við. Þess vegna ákvað síðasta ríkisstjórn að verja fjár- munum í þessar forgangstillögur,“ sagði Ágúst Ólafur. n solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.