Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 23.–25. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Kjartan er eigandi nýs greiðslukortafyrirtækis n Bankalaus greiðslukortaviðskipti n Viðtökurnar eru að sögn góðar K jartan Gunnarsson, kaup­ sýslumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð­ isflokksins, er einn af eigend­ um nýs greiðslukortafyrir­ tækis sem hóf starfsemi í nóvember í fyrra. Fyrirtækið heitir iKort ehf. og er fyrsta greiðslukortafyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi. Kjartan á 33 pró­ sent í fyrirtækinu á móti þeim Vikt­ ori Ólasyni og Ingólfi Guðmunds­ syni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Höfuð­ stöðvar iKort ehf. eru til húsa í Skip­ holti 25, fasteign sem fyrirtæki Kjart­ ans Gunnarssonar á. Lýtur eftirliti breska fjármálaeftirlitsins Greiðslukortið sem fyrirtækið hefur sett á markað á Íslandi er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Financial Services og er af gerðinni Mastercard. Breska fyrirtækið lýtur eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. Kortið er sérstakt fyrir þær sak­ ir að viðskiptavinurinn kaupir fyrir­ framgreidda inneign á kortið áður en það er notað og er því ekki að stofna til skuldar við greiðslukortafyrirtæki við notkun þess. Að þessu leyti er kortið eins og debetkort. Notkun kortsins er ekki tengd fjármálafyrirtækjum að neinu leyti eða greiðslukortafyrirtækj­ um, aðeins fyrirtækjunum sem sjá um útgáfu og markaðssetningu kortsins. Peningarnir sem viðskiptavinirn­ ir nota til að greiða fyrir kortið eru svo geymdir inni á reikningi fyrirtækisins sem gefur það út, í íslenska tilfellinu, iKort ehf. Mest er hægt að vera með 1,5 milljónir inni á kortinu í einu en ekkert hámark er á því hversu oft er hægt að leggja peninga inn á kortið. Skiljanlegt tap á rekstrinum Í ársreikningi iKort fyrir árið 2013 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkis­ skattstjóra fyrir skömmu kemur fram að tapið af rekstri kortafyrir tækisins hafi numið tæplega 14 milljónum króna í fyrra. Þar sem þetta var fyrsta rekstrarár fyrirtækisins er ekki skrítið að félagið hafi skilað tapi því iKort hóf ekki starfsemi fyrr en síðla árs. Í fjölmiðlum hefur komið fram að markhópur kortafyrirtækisins iKort sé annars vegar þeir sem af einhverj­ um ástæðum eiga erfitt með að fá kreditkort í gegnum fjármálafyrir­ tæki og svo hins vegar þeir sem vilja ekki nota sín eigin kreditkort þegar þeir versla á netinu til dæmis. Fram­ kvæmdastjóri fyrirtækisins, Ingólfur Guðmundsson, hefur sagt að þörf sé á greiðslukorti sem ekki fer í mann­ greinarálit: „Það eru greinilega hóp­ ar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit.“ Eitt af því sem vitanlega er hægt að gera með iKortið er að taka út pening­ ana í öðrum löndum, líkt og gildi um önnur greiðslukort. Leggja launin sín inn á kortið Ingólfur Guðmundsson segist að­ spurður ekki geta gefið upp fjölda notenda iKorta vegna samkeppnis­ sjónarmiða. „Við höfum ekki gert það. Við eigum í samkeppni við bank­ ana,“ segir hann og bætir við að vegna þessarar samkeppni sé ekki heppilegt að gefa upplýsingar um fjölda not­ enda. Hann segir hins vegar að notk­ unin á kortunum sé í samræmi við áætlanir eigenda fyrirtækisins. Ingólfur segir aðspurður að ánægja sé með kortin hjá þeim sem nota þau. „Viðskiptavinir okkar eru ánægðir.“ Hann segir að sumir milli­ færi launin sín beint inn á kortin frá iKort um hver mánaðamót og séu hættir að nota öðruvísi kort. Hann segir að iKort sé eina kortafyrirtækið á markaðnum sem ekki sé í eigu fjár­ málafyrirtækis. Aðspurður um tekjuöflun iKort segir Ingólfur að tekið sé 715 króna mánaðargjald af kortunum og að það sé helsta tekjulind fyrirtækisins. Við þetta gjald bætist kostnaður vegna sms­þjónustu sem viðskiptavin­ ir geta nýtt sér og fengið upplýsingar um innistæðu sína senda í farsímann sinn og annað í þeim dúr. Ingólfur segir að þó að ánægja sé með kortin hjá viðskiptavinum sé ekki búist við því að fyrirtækið skili hagnaði í ár. Hann segir starfsemi fyrirtækisins vera langhlaup og að til þess að hagnaður náist þurfi fleiri við­ skiptavini en hingað til. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við eigum í samkeppni við bankana Einn af eigendunum Kjartan Gunnarsson er eigandi greiðslukortafyrirtækisins iKort sem hóf starfsemi á Íslandi í fyrra. Hér er Kjartan ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra. Ólafur Ragnar á Heimsþingi Clintons Ólafur Ragnar Grímsson forseti tekur þátt í Heimsþingi Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkj­ anna, Clinton Global Initiative, sem haldið er í New York. Á þinginu mun forseti vera með­ al frummælenda í sérstökum málstofum um nýtingu hreinnar orku í þágu sjálfbærni og efna­ hagsþróunar og um hvernig áföll og kreppur geta leitt til nýsköp­ unar og framfara. Á sunnudag tók Ólafur Ragnar þátt í umræð­ um um loftslagsbreytingar og efnahagsþróun á málþinginu The New York Forum sem haldið var í bókasafni borgarinnar, The New York Public Library. Með­ al annarra þátttakenda í um­ ræðunum var Henry Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og einn af höf­ undum nýrrar skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf í Bandaríkjunum. Í lok síðustu viku tóku forsetahjónin þátt í málþingi sem bandaríski sjón­ varpsmaðurinn og þáttastjórn­ andinn Charlie Rose efndi til í Aspen. Meðal þátttakenda í málþinginu voru fjölmargir forystumenn úr bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi, frumkvöðlar og vísindamenn, stjórnendur háskóla sem og for­ ystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja. Ólafur Ragnar mun í New York einnig eiga fundi um þróun norðurslóða, framlag Ís­ lendinga til nýtingar hreinnar orku í öðrum heimshlutum sem og þátttöku ýmissa bandarískra aðila í Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í lok næsta mánaðar. Tæki bilað á röntgendeild Beðið eftir varahlut frá útlöndum A nnað af svokölluðum DR­ tækjum á röntgendeild Landspítalans í Fossvogi bil­ aði á föstudaginn og er ónot­ hæft. Þetta herma heimildir DV. Um er að ræða skoðunartæki sem notað er til að mynda sjúklinga Landspít­ alans en DR stendur fyrir „digital radio graphy“. Síðastliðin ár hafa tvö slík tæki verið í notkun á deildinni til að rann­ sóknir gangi sem hraðast fyrir sig. Á milli 25 til 300 rannsóknir eru gerðar á hverjum degi á deildinni. Heimildir DV herma að tækið sem bilaði hafi verið lélegt í lengri tíma og hafi gengið stopullega. Einn heimildarmaður DV segir að þurft hafi að nota sandpoka til að halda tækinu á sínum stað þegar það var notað þar sem bremsa á því hafi verið biluð. Samkvæmt heimildum DV þarf að panta varahlut í tækið frá út­ löndum og á meðan verður deildin einungis með eitt DR­tæki til taks. Heimildarmaður DV segist hugsi yfir ástandinu í tækjamálum spít­ alans: „Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu.“ Miklar umræður hafa verið um tækjakost Landspítalans síðastliðin ár og hefur Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagrein­ ingar, meðal annars sagt að hann telji stöðuna vera lífshættulega þar sem tækjakosturinn sé svo úr sér genginn. Miðað við niðurskurðar­ kröfur sem gerðar hafa verið til spít­ alans má fastlega ætla að sú umræða muni halda áfram. n ingi@dv.is Yfirleitt tvö tæki Á röntgendeild Landspítalans eru yfirleitt tvö DR- röntgentæki í notkun í einu en nú er annað bilað. Heimildarmaður DV segist hugsi yfir stöðunni í tækjamálum spítalans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.