Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason • Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 23.–25. september 2014 Hver gætir Sigmundar Davíðs? M argir göptu í forundran yfir fyrstu frétt Stöðvar 2 í gær- kvöldi enda ekki á hverjum degi í vestrænum ríkjum sem boðið er upp á stjórnarfarslegan sirkus í sjónvarpi á besta útsendingar- tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, og nú jafnframt dómsmálaráðherra, átti þarna pant- aðan tíma fyrir fréttaflutning um þá ákvörðun sína að fara fram á sérstaka rannsókn á framkvæmd hlerunar- mála hjá embætti sérstaks saksóknara í kjölfar blaðaviðtals þar sem fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður hélt fram að framkvæmd hlerana þar væri ekki lögum samkvæmt. Forsætis- og dómsmálaráðherra tilkynnti í fréttinni að hann hygðist senda réttarfarsnefnd formlegt erindi þar sem þess yrði óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símahleranir, því það sé mikilvægt að embættið njóti óskoraðs trausts. Eða eins og það var orðað í fréttinni „fela nefndinni að kanna hvað væri hæft í ásökunum rannsóknarlög- reglumannsins.“ Réttarfarsnefnd er fastanefnd skipuð af innanríkisráð- herra sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði réttarfars. Í umfjöllun um nefndina á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að hún skuli líka semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra, veita umsagn- ir um frumvörp og aðrar tillögur er varða réttarfar. En segir ekkert um að nefndin geti tekið að sér rannsókn á framkvæmd einstakra mála í réttar- fari landsins. Svona eins og til að fyrirbyggja von- brigðin sem kynnu af leiða af því að réttarfarsnefnd ætti ekkert með svona rannsókn var látið fljóta með í frétt Stöðvar 2 að ekki væri útilokað að sér- stakri rannsóknarnefnd yrði falið ver- kefnið. Og svo eru a.m.k. tvær þing- nefndir orðaðar við rannsóknina líka. Formaður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, hefur þannig ákveðið að nefndin skoði ásakanirnar um að eftirliti með símhlerunum sé ábóta- vant. Og samkvæmt fréttum bíður Ögmundur Jónasson, formaður hinn- ar þingnefndarinnar sem gæti skoðað þetta, aðeins eftir ósk um það frá Sig- mundi Davíð, sem hefur greinilega sett allt í gang til að komast til botns í málinu. Og þrátt fyrir að yfirlýstur til- gangur Sigmundar sé að auka á traust gagnvart réttarkerfinu þá er erfitt að sjá hvernig þessi ákvörðun hans sé nokk- uð annað en fullkomin vantrausts- yfirlýsing á Sigríði Friðjónsdóttur rík- issaksóknara sem hafði áður skoðað hlerunarmálin hjá sérstökum sak- sóknara og ákveðið að aðhafast ekki. Hér er full ástæða til að staldra við, eins og reyndar forsætisráðherra gerði í viðtalinu á Stöð 2, þegar hann sagði svo réttilega og heimspekilega að þetta væri hin sígilda spurning um hver eigi að gæta sjálfra varðanna, quis custodiet ipsos custodes? Það er nefnilega það. Það er nefni- lega ekki sama hver stígur hér fram að fer fram á rannsókn á verkum sérstaks saksóknara. Ákvörðun æðsta hand- hafa framkvæmdarvaldsins í máli af þessu tagi virðist færa okkur enn á ný alltof nærri kunnuglegri brún stjórn- arfarslegs hengiflugs á Íslandi í ætt við það sem myndaðist þegar núverandi forseti ákvað að taka heljarstökk til framtíðar með 26. grein stjórnarskrár- innar, eða þegar Hæstiréttur brá fæti fyrir almennar kosningar til stjórn- lagaráðs. Hvað eftir annað virðist íslenska þjóðríkið engjast í einhvers kon- ar stjórnskipulegum innantökum. Hvernig sem á þessa ákvörðun for- sætis- og dómsmálaráðherra er litið er ljóst að svona æfingar heyra til al- gerra undantekninga í nágrannaríkj- unum meðan þær virðast fremur vera regla á Íslandi. Í vanþróuðum ríkjum kem- ur stundum til handalögmála í söl- um valdsins og menn henda stólum og öðru lauslegu hver í annan þegar kastast í kekki. Hér virðast menn teknir til við að grípa til þeirra rann- sóknarnefnda og embætta, sem hendi eru næst, og grýta þeim í næsta mann. Það er frekar ömurlegt að horfa upp á þetta. n Horfnir Kínverjar Hvarf kínverska sendiherrans og nú sendiherra Norður- Kóreu á Íslandi (með aðsetur í Svíþjóð) hefur vakið athygli og spurningar víða um lönd. Það leiðir hugann að hvarfi annars Kínverja, Linjie Chou, sem stundaði nám í viðskipta- fræðum við Háskóla Íslands. Að vísu má sjá á netinu að hann er sprækur. Hann er stund- um titlaður „Sir“, prófessor eða doktor, og hengdur við nafn hans fjöldinn allur af gráðum og nafnbótum. Af gráðum má nefna BBA, PhD, DBA, BBA og fleiri óræðari gráður. Engar skýringar ku vera að fá í HÍ um þennan dularfulla námsmann. Áættusöm fjarvera Á sama tíma og formaður Sjálf- stæðisflokksins virðist sigla æ lygnari sjó innan flokksins er ekki það sama uppi á teningn- um í Fram- sóknarflokknum. Nú síðast laust saman Sigurði Inga Jóhanns- syni ráðherra og Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, saman vegna ákvörðunar ráðherrans um að leggja þrjár milljónir króna með hverjum starfsmanni sem vill flytja með Fiskistofu til Akur- eyrar. Aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa heldur ekki legið á skoðunum sínum í ýmsum málum. Má þar nefna Frosta Sigurjónsson og Karl Garðarsson. Þarna hefur Sig- mundur Davíð formaður verk að vinna ef hann kemst frá verkum í ráðuneyti sínu. Bjarna varð á í Messunni Það urðu margir undrandi á að sjá Ríkharð Daðason skjóta upp kollinum í knattspyrnulýsing- um hjá keppi- nautunum RÚV og Stöð 2 Sport nánast í sömu vikunni. Hann var varla horfinn af skjánum í út- sendingunni á Tyrkjaleiknum þegar hann alveg fyrirvaralaust birtist sem þriðji maður í Messunni hjá Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Haf- liðasyni. Það er þó ekki þannig að stöðvarnar hafi ákveðið að samnýta Rikka. Ástæðan er önn- ur. Búið var að ákveða á Stöð 2 Sport að Bjarni Guðjónsson yrði umsjónarmaður í þættinum ásamt Guðmundi og Hjörvari. Bjarni vildi fá hærra greitt fyrir stöðuna en stóð til boða, en Óskar Hrafn Þorvaldsson, for- stöðumaður íþróttasviðs 365 miðla, réð þá Ríkharð í snatri. Þegar Bjarni sneri svo við og vildi koma inn fyrir lægri upp- hæð var það of seint. Ég á dásam- lega vini Dj Margeir var hrekktur. – DV Ég er alltaf vopnaður Böðvar Birgisson er alltaf með hníf á sér. – DV Ég er lánsamur Sigurjón M. Egilsson er að jafna sig eftir vélhjólaslys. – DV Fyrirslátturinn F yrir rúmri viku sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í Viku- lokaþætti RÚV að auðlegðar- skattur væri ósanngjarn eignaupptökuskattur. Bjarni taldi líka rétt að staðið yrði við loforð síð- ustu ríkisstjórnar um að skatturinn yrði aðeins tímabundinn vegna sér- stakra aðstæðna þar sem þunganum af hruninu var varpað í ríkari mæli yfir á herðar efnafólks en létt af efna- minni heimilum. Eignaskattar, sagði Bjarni í viðtalinu, „eru ósanngjarn- ir umfram aðra sem leggja greiðslu- skyldu á fólk algerlega óháð tekjum. Tveir þriðju þeirra sem greiða auð- legðarskattinn eru yfir 65 ára gaml- ir. Um það bil 400 til 500 milljónir eru greiddir af fólki sem er með inn- an við 80 þúsund krónur í tekjur á mánuði.“ Ekki þarf að hafa mörg orð um að skattgreiðendum er gert að greiða álagða skatta án þess að spurt sé hvort til sé lausafé í buddunni. En eitt helsta viðmið og baráttumál vel- ferðarstjórnmála er að gæta sann- girni við álagningu tekjuskatta og því er hann oft þrepaskiptur. Hug- sjónin um jöfnuð birtist ekki síður í viðleitni velferðarstjórnmála til að endurdreifa skatttekjunum á jafn- andi hátt. Nauðung skuldugra heim- ila var þannig milduð með æði háum vaxtabótum og sérstökum vaxtabót- um í kjölfar hrunsins 2008. Þá er bara að selja hlutabréf Ég ræddi gagnrýni Bjarna á auð- legðarskattinn við mann um daginn og þá gjá sem Bjarni taldi geta verið milli eigna og tekna. Maðurinn svar- aði: „Þegar eignamaður þarf að borga reikninga eða skatta tekur hann af tekjum sem eignirnar afla, selur kannski verðbréf eða hlutabréf eða eitthvað því um líkt.“ Þetta er ekkert flókið og auðvelt er að undan- skilja í skattalögum 80 þúsund króna eignafólkið sem hefur engar tekjur af þeirri eign sem það býr í. Þegar vest- ræna fjármálakerfið riðaði til falls árið 2008 urðu margir eignamenn í Bandaríkjunum og Evrópu allugg- andi um framtíðina. Margir þeirra stigu fram og vildu frekar greiða hærri skatta en sjá neyslu- og vel- ferðarþjóðfélögin sökkva í botnlaust skuldafen. Þar má nefna banda- ríska auðkýfinginn Warren Buffet og Liliane Bettencourt, ríkustu konu Frakklands, auk hópa þýskra og franskra auðmanna sem sögð- ust reiðubúnir til að greiða hærri skatta til að draga úr ríkissjóðshalla í viðkomandi löndum, hamla gegn vaxandi ójöfnuði og axla með þeim hætti aukna samfélagslega ábyrgð. Ábyrgð hinna ríku Sænski athafna- og auðmaðurinn Robert Weil er þekktur fyrir ábyrga samfélagssýn sína í þessum efnum. Þegar kreppan skall á skrifaði hann blaðagrein þar sem hann varaði við eigingjörnu háttalagi fjármálael- ítunnar. „Þetta háttalag grefur líka undan kapítalismanum, sem á allt sitt undir því að almenningur treysti því áfram að hann sé fær um að skapa velsæld og deila henni með sann- gjörnum hætti milli manna. Í djúpri gjá, sem opnast getur, er jarðvegur fyrir hreyfingar sem vinna gegn lýð- ræðinu og gildum opna samfélags- ins. Fyrir okkur kapítalistana er kom- inn tími til að sameinast um að finna ný form fyrir samfélagslega ábyrgð.“ Sá Róbert Weil fyrir að þjóðernis- sinnaðir Sverigesdemókratar myndu tvöfalda kjörfylgi sitt í þingkosning- um í landinu haustið 2014? Lausnin felst í eignasköttum Ég býst við að Buffet, Bettencourt, Weil og allt hitt eignafólkið hafi dreg- ið þá skynsamlegu ályktun að betra væri að styðja samfélagssáttmála neyslu- og velferðarþjóðfélaganna með því að samþykkja hækkun auð- legðarskatta til lengri eða skemmri tíma. Það er að sínu leyti í fullu sam- ræmi við þá lausn sem franski hag- fræðingurinn Thomas Piketty boð- ar til bjargar kapítalisma í fjötrum stöðnunar og viðvarandi kreppu. Verk hans „Capital in the twenty- first Century“ er tímamótaverk þar sem tekinn er saman gagnagrunnur síðustu 200 ára um vaxandi ójöfn- uð og eignasöfnun á æ færri hendur. Að margra mati hefur verk hans koll- steypt viðtekinni hagfræði, einkum þó því sem Stefán Ólafsson prófess- or kallar stundum vúdú-hagfræði frjálshyggjunnar. Thomas Piketty bendir á að stöðnun og viðvarandi kreppu kapítalismans megi rekja til þess að kaupmáttur almennings hef- ur í raun ekkert aukist í áratugi. Við blasi að koma megi hagkerfunum á réttan kjöl með því að létta tekju- sköttum af almenningi en þyngja að sama skapi skatt tiltölulega fámennr- ar stéttar auðmanna. Er nokkur von til þess að oddvitar ríkisstjórnarinn- ar geri orð ábyrgu auðmannanna að sínum? n „Er nokkur von til þess að oddvitar ríkisstjórnarinnar geri orð ábyrgu auðmannanna að sínum? Jóhann Hauksson johannh@dv.is Kjallari Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.