Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 23.–25. september 201414 Fréttir Viðskipti Fluttu milljarð út úr Teton ehf. n Högnuðust á hrunárinu 2008 n Tóku 600 milljóna arð út úr félaginu E igendur fjárfestingarfélags- ins Teton ehf., sem hagnað- ist ævintýralega á verðbréfa- viðskiptum á hrunárinu 2008, hafa fært stóran hluta af eignum félagsins yfir í þrjú ný eignarhaldsfélög. Samtals er um að ræða eignir upp á meira en 1.100 milljónir króna sem teknar voru út úr Teton og settar yfir í þrjú fé- lög sem heita Teton A, B og C. Þetta gerðu eigendurnir, Vilhjálmur Þor- steinsson, Örn Karlsson og Gunn- laugur Sigmundsson, síðla árs í fyrra. Þessar upplýsingar má sjá í skiptingaráætlun fyrir Teton sem skilað hefur verið til ríkisskattstjóra og eins í ársreikningi félagsins sem sýnir mikla eignatilfærslu. Tvöfölduðu eignirnar DV hefur fjallað nokkuð um Teton í gegnum árin og sagði meðal annars frá því að félagið hefði hagnast um 1.150 milljónir króna árið 2008. Á því ári nærri tvöfölduðust eignir félagsins. Þessi hagnaður leiddi til 600 milljóna króna arðgreiðslu árið eftir en þeir fjármunir rötuðu til eignarhaldsfélaga Vilhjálms, Arn- ar og Gunnlaugs í Lúxemborg. Örn Karlsson, sem er framkvæmdastjóri Teton, vildi ekki gefa það upp árið 2012 á hverju félagið hafði hagn- ast 2008 en hann var spurður að því hvort félagið hefði tekið skortstöðu gegn íslensku krónunni. „Nei, við höfum bara haft þá reglu að vera ekkert að ræða mikið um okkar viðskipti. Þeir sem þekkja okkur úr viðskiptum vita hins vegar að við höfum verið mjög íhaldssam- ir; við erum áhyggjufullir að eðlis- fari og ekki miklir „high-flyerar“.“ Teton sérhæfði sig hins vegar með- al annars í skortstöðum eins og lesa mátti á heimasíðu þess á sín- um tíma: „Fjárfestingarstefna þess byggir annars vegar á mati á efna- hagshorfum, á tímabilum frá þrem- ur mánuðum til 2–3 ára, og hins vegar á að nýta högnunartækifæri (arbitrage) sem skapast á markaðn- um. Félagið tekur bæði gnóttar- og skortstöður (long og short).“ Líkleg- ast þykir að staða Teton árið 2008 hafi verið í ríkistryggðum íbúða- bréfum. Örn á bak við félagið Þeir Teton-menn þykja klókir og er ekki ólíklegt að þeir hafi áttað sig á því fyrr en margir aðrir að íslenska bankakerfið stóð á brauðfótum og að ekki væri heppilegt að vera með eignir bundnar í hlutabréfum á Ís- landi og að hafa þannig stöðu með íslenska efnahagskerfinu. Hugsan- legt er að þeir hafi einmitt áttað sig á því að betra væri að vera með andstæða stöðu og eða færa eignir í skuldabréf og bíða. Örn er mað- urinn á bak við velgengni Teton og sagði Gunnlaugur um hann í hitteðfyrra: „Örn er mikill snilling- ur og ég hef notið góðs af því.“ Tvö félög Gunnlaugs högnuðust með- al annars um 395 milljónir króna á síðustu tveimur rekstrarárum þess. Í gögnunum um skiptingu Teton kemur ekki fram af hverju ákveðið var að skipta félaginu upp í fjögur félög og taka þar með stærstan hluta eignanna út úr Teton. Eignarhlutföll nýju félaganna sem taka við eignun- um verða hins vegar þau sömu og í Teton og munu þremenningarnir eiga þau áfram. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Skipta eignunum upp Vilhjálmur Þorsteinsson er einn af eigendum Teton en fyrirtækinu hefur verið skipt upp í fjögur félög með tilheyrandi eignatilfærslum. „Örn er mikill snillingur og ég hef notið góðs af því „Snillingur“ Gunnlaugur Sigmundsson hefur hagnast vel á eignarhlut sínum í Teton og hefur kallað Örn Karlsson „snilling“ en hann er framkvæmdastjóri félagsins og repju- bóndi á Suðurlandi. Mynd Eyþór ÁrnaSon Fasteignafélag Ólafs á nærri 16 milljarða Festing ehf. heldur utan um fasteignir Samskipa F asteignafélag Ólafs Ólafssonar í Samskipum, Festing ehf., á eignir upp á tæplega 16 millj- arða króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra. Festing ehf. er félag sem heldur utan um fasteignir flutninga- fyrirtækisins Samskipa en áður hélt félagið utan um fleiri fasteignir Ólafs á Íslandi. Árið 2012 var hluta fast- eignanna hins vegar komið yfir í ann- að félag sem heitir Festir ehf. en þar á meðal má nefna skrifstofubyggingu á Suðurlandsbraut 18 og höfuðstöðvar bifreiðaumboðsins Ræsis á Krókhálsi 10. Festing stendur vel og er með já- kvæða eiginfjárstöðu upp á tæpa tvo milljarða króna. Eignir félagsins eru því umtalsvert meiri en skuldirnar. Festing tapaði hins vegar tæplega 245 milljónum króna í fyrra. Rekstrartekj- ur félagsins voru rúmar 1.200 milljón- ir króna. Ólafur er ekki sjálfur skráður fyrir fyrirtækinu heldur er það hol- lenska félagið SMT Partners BV. Það félag er líka skráð eigandi Samskipa, fyrirtækisins sem Ólafur er yfirleitt kenndur við. Ólafur á ennþá veru- legar eignir á Íslandi en þær stærstu eru Samskip og áðurnefnd tvö fast- eignafélög auk þess sem hann á hluti í fyrirtækjum eins og Límtré Vírneti í Borgarnesi. n ingi@dv.is Jákvætt upp á tæpa tvo milljarða Eiginfjárstaða Festingar, fasteignafélags Ólafs Ólafssonar, er jákvæð upp á nærri tvo milljarða króna. Hann sést hér í rétt- arhöldunum í Al-Thani málinu. Mynd SIgTryggur arI Rauður dagur í Kauphöllinni Rauður dagur var í Kauphöll- inni á mánudag, en þrátt fyrir það hækkaði gengi bréfa í Marel um 2,63 prósent, Icelandair um 0,87 prósent og VÍS um 0,74 prósent, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Gengi bréfa HB Granda lækkuðu mest, eða um 1,43 prósent. Þá lækkuðu bréf Vodafone um 1,15 prósent, Össurar um 0,78 pró- sent, TM um 0,63 prósent, Sjóvár um 0,33 prósent, Haga um 0,33 prósent, N1 um 0,26 prósent og Eimskipa um 0,23 prósent. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,54 prósent og stóð í 1.147 stigum við lok mánudags. Þá nam heildar- velta með hlutabréf 1.262 millj- ónum króna. Fríverslun við Japana Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi á mánudag um að fela ríkisstjórn- inni að hefja þegar í stað undir- búning að gerð fríverslunarsamn- ings við Japan „og notfæra sér þannig nýlega opnun Japana á gerð slíkra samninga.“ Tillaga sama efnis var lögð fram á síðasta þingi, en er nú flutt í breyttri mynd. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hafi verðmæti útflutnings Íslands til Japans árið 2012 numið tæpum 13 milljörð- um króna. Á sama tímabili hafi verðmæti innflutnings frá Japan til Íslands numið tæpum 9 milljörð- um króna. Tölurnar sýni svo ekki verður um villst að mikill ávinn- ingur yrði af því að gera fríversl- unarsamning við Japan á svipuð- um nótum og aðra samninga sem gerðir hafa verið. Hætta flugi til Íslands Forsvarsmenn Greenland Express hafa ákveðið að hætta að fljúga til Íslands, en síðustu mánuði hef- ur flugfélagið boðið upp á ferðir á milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu á Íslandi. Starfsemi Greenland Express gekk brösug- lega í byrjun sumars og voru fyrstu ferðirnar felldar niður. Þá voru gerðar breytingar á leiða- kerfinu og ekkert varð úr flugi til Akureyrar eins og til stóð. Þetta kemur fram á vef Túrista.is. Í júlí og ágúst bauð félagið hins vegar upp á tvær ferðir í viku frá Álaborg í Danmörku til Narsarsuaq á Grænlandi með millilendingu í Kaupmannahöfn og Keflavík. Nú verður hins vegar gert hlé á starfseminni og ætla forsvarsmenn félagsins að leita leiða til að bjóða upp á beint flug milli Danmerkur og Grænlands með stærri vélum og hætta við- komu á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.