Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 23.–25. september 2014 Óhollur vani eða athyglisbrestur? n Fólk eyðir miklum tíma á samfélagsmiðlum n Áunninn athyglisbrestur ekki til M ikið hefur verið rætt undanfarið að börn jafnt sem fullorðnir haldi engri athygli lengur. Það er ekki talið óeðlilegt lengur ef fólk er í símanum þegar það er úti að borða með vinum sínum eða í tölv- unni þegar það horfir á sjónvarpið. Fyrir tilkomu GSM-símans fyrir um tuttugu árum var fólk annaðhvort heima eða ekki þegar reynt var að ná í það. Í dag er það hins vegar svo að nær allir eru með GSM-síma og ef fólk svarar ekki þegar hringt er, get- ur sá sem hringir orðið pirraður. Eins hefur aukið og bætt aðgengi að upp- lýsingum með hjálp internetsins gert það að verkum að fólk þarf að hafa mjög lítið fyrir því að finna það sem verið er að leita að. Tæknin hefur klárlega auðveldað fólki lífið en í dag er það orðið vant því að lesa tíst sem eru 140 stafa löng, horfa á stutt YouTube-mynd- bönd eða Facebook-færslur. Fréttir og fréttaskýringar eru orðnar langt- um styttri en þær voru, jafnvel aug- lýsingar eru styttri í dag en þær voru. Það er ekki nóg með að fólk sé að fylgjast með Facebook, SnapChat, fréttasíðum og YouTube á sama tíma, heldur er mikið áreiti á hverri síðu fyrir sig. Þessi vani hefur verið kallaður „áunninn athyglisbrestur“ og virðist hafa þau áhrif að fólk á erfiðara með að einbeita sér að einum hlut í einu en áður fyrr. Tækninni hefur meðal annars verið kennt um lakari árangur nemenda í skólum og hefur því ver- ið fleygt að tölvuleikjanotkun sé að stórum hluta um að kenna um slæm útkoma íslenskra drengja í lesskiln- ingskönnun PISA. Er áunninn athyglisbrestur til? Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri Samtaka ADHD, segir að ekki sé til neitt sem heitir „áunninn athyglis- brestur“. Til að vera greindur með athyglisbrest þarf að uppfylla nokk- uð nákvæm skilyrði. „Vissulega líkist þessi hegðun athyglisbresti að ein- hverju leyti en það er ekki þar með sagt að það sé athyglisbrestur. ADHD er taugaþroskaröskun og er líkamleg. Það sem fólk er að lýsa sem áunn- um athyglisbresti líkist frekar fíkn. En það er hægt að losna við fíkn, það er ekki hægt að losna við athyglisbrest. Það er hins vegar hægt að læra að lifa með honum.“ Notkun spjaldtölva, smartsíma og tölva er að mestu leyti vani, sem getur orðið að hálfgerðri fíkn þar sem fólk nærist á upplýsingaflæði, til dæm- is þegar það bíður eftir viðbrögðum við einhverju sem það hefur sent frá sér. „Fólk fær ákveðna umbun fyrir að vera í tölvunni eða símanum,“ seg- ir Gunnar Páll Leifsson, sálfræðingur hjá BUGL. „Okkur finnst við verða að fylgjast með því sem vinirnir eru að gera á Facebook eða verða að kíkja á SnapChat-ið. Við viljum ekki missa af neinu. Þó svo að ekkert gerist í marga klukkutíma, þá fáum við umbunina þegar það kemur skemmtileg Face- book-færsla, skilaboð eða frétt sem fáir aðrir hafa séð. Þessi hegðun getur farið út í öfgar eins og með svo margt og þá verður að finna út hvernig hægt sé að laga þá hegðun.“ Samfélagsmiðlar hafa breytt hegðun fólks Það fer ekki á milli mála að samfélags- miðlar hafa breytt hegðun fólks en ekki er þar með sagt að það sé slæm þróun. Fólk er nú í mun meiri tengsl- um við vini og vandamenn en áður og er sambandið orðið myndrænna. Sigrún Eva Rúnarsdóttir félags- fræðingur er um þessar mundir að skrifa mastersritgerð sína í félagsvís- indum þar sem hún skoðar hegðun Íslendinga á Facebook. „Það hefur ekki verið gerð svona rannsókn áður á Íslandi en Facebook sker „small talk“ niður þar sem algengt er að fólk sé að fylgjast með því sem aðrir eru að gera. Það er hægt að fylgjast með sínum nánustu þar sem myndmál er notað við flest tækifæri, en fólk upp- lifir sig líka nánara öðrum sem það hefði annars litla sem enga tengingu við. Svo sem gamla bekkjarfélaga, kunningja og jafnvel þekkt fólk sem það hefur sem vini á Facebook.“ Eins eru margir kennarar sam- mála um að tæknin hafi yfirleitt betri áhrif á námshæfileika barna en verri, þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt fram á að þau eigi erfiðara með að einbeita sér en áður. Nemendur eru alla jafna fljótari að finna þær heim- ildir og upplýsingar sem þá vant- ar og þeir eiga líka auðveldara með að skipta á milli verkefna. Mætti því segja að vandamálið sé í raun ekki vandamál heldur sé umfjöllunin uppblásin og svipi til þeirrar sem átti sér stað þegar síminn, útvarpið eða sjónvarpið kom fram. Margir þeirra sem eru með athyglisbrest nota sím- ana til þess að skipuleggja sig, á með- an þeir sem eiga erfitt með að kynn- ast fólki almennilega geta notað samfélagsmiðla til þess. „Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef kynnt mér, þá hafa samfélagsmiðlar og önnur tækninotkun ekki sérleg áhrif á hæfni fólks til að tjá sig í persónu,“ segir Sigrún Eva. „Extróvert persónur sem höfðu fyrir mikil samskipti nýta miðilinn til að styrkja þau samskipti enn frekar, intróvert manneskjur halda áfram að vera intróvert. Mögu- lega verða samskipti persónulegri og dýpri fyrr, þar sem mikið af persónu- upplýsingum er gefið sem að öðrum kosti væri dýpra á.“ Gunnar Páll tekur í sama streng og segir að ekki sé hægt að tengja saman til dæmis tölvunotkun stráka og lesskilning þeirra, sem PISA-könnun- in sýnir vera ansi slakan. „Vandamál- ið við þá könnun er aðallega að það var misjafnt milli skóla hvort inn- flytjendur og börn innflytjenda tóku þátt í könnuninni eða ekki. Það er ekkert skrítið að sjö ára barn sem hef- ur búið hér einungis í tvö ár sé ekki með lesskilning á við samnemend- ur sína sem hafa búið hér alla sína ævi. Fellaskóli kom illa út úr könnun- inni en þar tóku allir nemendur þátt í henni, þrátt fyrir hátt hlutfall innflytj- enda. En svarhlutfall hjá Austurbæj- arskóla var svo til að mynda einung- is 50%. Í öllum löndum sem tóku þátt í PISA-könnuninni, þá hafa stelp- ur komið sterkar út í lesskilningi en strákar. Það segir mér að munurinn sé kynjabundinn en ekki menningar- bundinn.“ Draugagangur í símanum Fyrir utan að áreitið frá nútíma- tækni hafi haft áhrif á samskipti fólks sem og athygli þeirra, þá hefur orðið til fyrir bæri sem á ensku kallast „phantom vibrating syndrome“ sem mætti þýða sem ímyndaða-titrings- heilkennið, en það lýsir sér þannig að þér finnst síminn þinn hafa titrað þegar hann hefur alls ekki gert það. Þetta fyrirbæri er sálfræðilegt og hefur ætíð verið til. Hins vegar er líklegra í dag að síminn sé að titra í vasanum þínum frekar en að hjörð af kúm sé að hlaupa fram hjá. Því er ekki ólíklegt að þegar þú finnur fyrir titringi að þú hugsir að síminn sé að hringja. Langflestir hafa lent í þessu en fólk er ekki að verða geðveikt af tækninotkun. Hins vegar getur verið tenging á milli þess hversu mikið þú notar símann og hversu oft þú lend- ir í þessu. Tæknin er samt komin til að vera og ómögulegt er að fara aft- ur á bak. Það er hægt að kjósa að nota ekki smartsíma eða spjaldtölv- ur, en auðveldast væri að sætta sig við tæknina og nota það sem upp á er boðið. Tæknin hefur vissulega haft áhrif á einbeitingu fólks, en það er ekki þar með sagt að það sé slæm breyting. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Áunninn athyglisbrestur? Tækninotkun er ávani sem hægt er að venja sig af. MynD MicHaEl DElEon Sigrún Eva Rúnarsdóttir Sigrún er að skrifa mastersritgerð um samskipti fólks á samfélagsmiðlum. Fíkn? Gunnar Páll Leifsson, sálfræðingur hjá BUGL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.