Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 23.–25. september 201416 Fréttir Erlent Gætu líka reynt að fá sjálfstæði n Fjölmörg svæði í svipuðum sporum og Skotar n Gætu farið að fordæmi þeirra S kotar höfnuðu því í þjóðarat- kvæðagreiðslu á fimmtudag að öðlast sjálfstæði frá Bret- landi. Mjótt var á mununum; 55 prósent kusu gegn sjálf- stæði en 45 prósent voru því fylgjandi. Skotar eru langt því frá einir í Evrópu um að vera í sjálfstæðishug- leiðingum. Fjölmargar hreyfingar eru starfræktar í löndum Evrópu sem hafa sjálfstæði að markmiði. Oft- ar en ekki er um að ræða hreyfingar í héröðum í stórum ríkjum á borð við Þýskaland, Spán, Ítalíu og Frakk- land. Washington Post tók á dögun- um saman lista yfir átta svæði, héröð eða sjálfstjórnarríki, sem gætu farið að fordæmi Skota og kallað eftir sjálf- stæði á næstu árum. n  Katalónía Land: Spánn Katalóníumenn fengu takmarkað sjálfstæði og þing árið 1977, eða eftir að einræðisherr- ann Francisco Franco féll frá. Síðan þá hafa Katalóníumenn viljað taka stærra skref og fá algjört sjálfstæði frá Spáni. Katalóníu- hérað er sterkt í efnahagslegu tilliti og leggur meira til spænska ríkisins en það fær til baka. Ekki nóg með að efnahagslegar ástæður liggi að baki þá eru Katalóníumenn að mörgu leyti frábrugðnir öðrum íbúum Spánar. Nægir í því sambandi að nefna að þeir hafa eigið tungumál, katalónsku. Til stendur að halda kosningar um sjálfstæði Katalóníu í nóvember. Óvíst er hvort af þeim verður þar sem yfirvöld í höfuðborginni Madrid hafa fullyrt að slíkar kosningar myndu brjóta gegn ákvæðum spænsku stjórnarskrárinnar. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Færeyjar Land: Danmörk Nágrannar okkar Færeyingar hafa frá árinu 1948 haft sjálfstjórn innan Danmerkur. Færeyjar eru að mörgu leyti sjálfstæðar og hafa til að mynda eigið löggjafarþing. Nokkrir málaflokkar eru þó enn í höndum Dana og má þar nefna löggæslu og æðsta dómsvald. Sú skoðun að Færeyingar fái algjört sjálfstæði frá Danmörku nýtur töluverðs fylgis í Færeyjum þó að þjóðin skiptist vissulega í tvær fylkingar. Helstu rökin sem hníga gegn sjálfstæði eru þau að Færeyingar myndu missa styrki frá Dönum sem skipta Færeyinga miklu máli.  Venetó Land: Ítalía Venetó er hérað á Norðaustur-Ítalíu og eru íbúar þess tæpar fimm milljónir í það heila. Þó að lítið hafi farið fyrir sjálfstæðisbaráttu íbúa héraðsins á undanförnum árum virðast íbúar þess vera á þeirri skoðun að það sé héraðinu fyrir bestu að fá sjálfstæði frá Ítalíu. Þannig sögðust 89 prósent íbúa vilja fá sjálfstæði í skoðanakönnun sem framkvæmd var í mars á þessu ári. Þessar niðurstöður urðu til þess að stofnaður var stjórnmálaflokkur, Veneto Si, sem hefur það á stefnuskránni að bindandi kosningar fari fram um sjálfstæði héraðsins sem allra fyrst. Helstu rökin fyrir sjálfstæði eru þau að héröð á norðurhluta Ítalíu, Venetó þar á meðal, standi undir stórum hluta landsframleiðslu Ítalíu, eða tveimur þriðju hluta. Ef af sjálfstæði yrði ætti hagur íbúa því að vænkast til muna.  Baskaland Land: Spánn Baskaland er sjálfstjórnarhérað á norð- vesturhluta Spánar og hluta Frakklands við Biscay-flóa. Baskar hafa lengi barist fyrir sjálfstæði frá Spáni og eru þeir að hluta til í svipuðum sporum og Katalóníumenn sem ætla að halda atkvæðagreiðslu um sjálf- stæði frá Spáni í nóvember. Sjálfstæðisbar- átta Baska hefur verið lituð af hryðjuverk- um samtakanna ETA sem um langt skeið hafa barist gegn yfirvöldum í Madrid. Lítil hreyfing virðist þó vera í sjálfstæðisbaráttu Baska. Fyrr á þessu ári tilkynnti Þjóðernis- flokkur Baskalands að hann vildi sjálfstæði frá Spáni í áföngum.  Korsíka Land: Frakkland Korsíka hefur tilheyrt Frakklandi frá árinu 1769. Íbúar þessarar eyju undan suður- strönd Frakklands eru um þrjú hundruð þúsund og er hún nokkuð þéttbýl, enda stærð hennar ekki nema 1/10 af stærð Íslands. Tillögur um aukna sjálfstjórn voru felldar í atkvæðagreiðslu árið 2003. Í aðdraganda kosninganna höfðu aðskilnað- arhreyfingar haft sig mikið í frammi. Þannig hafði borið á hryðjuverkum með reglulegu millibili á seinni hluta 20. aldarinnar. Á undanförnum árum hafa aðskilnaðarsinnar haft hægar um sig.  Suður-Týról Land: Ítalía Áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út tilheyrði Suður-Týról Austurríki, en varð hluti af Ítalíu eftir að stríðinu lauk. Þó að héraðið tilheyri Ítalíu á það ekki mikla samleið með Ítalíu. Meirihluti íbúa, sem eru um milljón talsins, talar þýsku og telur sig einnig standa miklu nær Austurríki en Ítalíu í menningarlegu tilliti. Suður-Týról er sjálfstjórnarhérað og hefur efna- hagurinn blómstrað á undanförnum árum. Er það ekki síst að þakka öflugum landbúnaði og nálægð við vinsæl útivistarsvæði í Ölpunum sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir á hverju ári. Raddir um sjálfstæði frá Ítalíu hafa verið háværar um langt skeið í Suður-Týról.  Flandur Land: Belgía Flandur, eða Flæmingjaland, er sam- bandsland í Belgíu. Belgía skiptist í raun í tvo menningarheima; Flandur í norðri en Valloníu í suðri. Í Flæmingjalandi er töluð hollenska en í Valloníu er töluð franska. Þar sem norðurhluti Belgíu er ríkari í efnahags- legu tilliti en syðri hlutinn hafa þær raddir verið nokkuð háværar að eðlilegast væri að Flæmingjaland yrði sjálfstætt. Framleiðsla og framleiðni er miklu meiri en í Valloníu. Þá hafa sjálfstæðissinnar í Flandri lýst því yfir að fjármagnsstraumurinn sé bara í eina átt: frá Flandri til Valloníu. Óvíst er þó með öllu hvort eða hvenær meiri hreyfing kemst á sjálfstæðisbaráttu Flandurs. Önnur héröð: n Bæjaraland Ríki: Þýskaland n Wales og Norður-Írland Ríki: Bretland n Galisía og Aragon Ríki: Spánn n Sílesía Ríki: Pólland n Frisia Ríki: Holland og Þýskaland n Sardinía Ríki: Ítalía n Álandseyjar Ríki: Finnland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.