Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 23.–25. september 2014 Hrósa embættinu en skera niður n Skattrannsóknarstjóri þarf að fækka starfsfólki n 224 mál til sérstaks E mbætti skattrannsóknar­ stjóra þarf að öllu óbreyttu að draga saman seglin, verði það samþykkt á Alþingi að draga úr fjárveitingu til emb­ ættisins. Í fjárlögum ársins 2011 var samþykkt að veita embættinu tæp­ lega 108 milljóna króna fjárveitingu aukalega vegna tveggja ára átaks sem ráðist var í. Vegna þess jókst geta embættisins talsvert og það gat rannsakað betur stór mál sem tengd­ ust fjármálahruninu og uppgjöri þess. Verkefnið var framlengt í fjár­ lögum þessa árs, en nú ber svo við að aðeins hluti þess verður framlengd­ ur í fjárlögum fyrir árið 2015. Óhjákvæmilega þýðir þetta að til niðurskurðar og uppsagna kemur á þessum tæplega 30 manna vinnu­ stað, sem samanstendur að mestu af rannsóknarfólki. Alls eru rann­ sóknarteymin fimm í dag, sem heyra beint undir skattrannsóknarstjór­ ann, Bryndísi Kristjánsdóttur. Færri mál verða skoðuð „Þetta mun hafa þá þýðingu að hér þarf að fækka fólki. Ekkert svigrúm er til annars en að bregðast þannig við. Eðli málsins samkvæmt verð­ ur þá farið í færri mál eða ekki eins alvarleg mál, að einhverju leyti til. Þannig verður minni árangur af okk­ ar störfum,“ segir Bryndís. Hún segir þó erfitt að segja til um hvenær tala megi um þakklæti vegna fjáraukn­ ingar og hvenær ekki. „Árið 2010 var bætt við og það gerði embættinu kleift að fara í flóknari mál en ella hefði verið kostur á. Það liggur alveg klárt hvað varðar bæði málafjöldann og eðli mála sem hér eru að það er þörf fyrir þennan mannskap og jafn­ vel meira til. Þetta er bara pólitísk ákvörðun,“ segir Bryndís. Hrósað en skorið niður Í fjárlagafrumvarpinu segir að mik­ ill árangur hafi orðið af hinu aukna eftirliti. Það hafi meðal annars sést í aukinni vitundarvakningu, bætt­ um skattrannsóknum og auknum tekjum ríkissjóðs. Þá segir orðrétt: „Vegna umfangs og alvarleika brota sem til skoðunar hafa verið og er fyrirséð að verði er gert ráð fyrir að framlengja hluta heimildarinnar.“ Það hlýtur að skjóta skökku við að um leið og embættinu er hrósað fyrir gott starf, sem hafi skilað sér í aukn­ um tekjum til ríkissjóðs, sé skor­ ið niður um 40 milljónir króna? „Ég held að menn séu sammála um það að þetta hafi skilað miklu. Okkar af­ staða er sú að við myndum gjarn­ an vilja, og teljum þörf á, halda því starfsfólki sem er hérna. En eins og ég segi, þá átta ég mig líka á því að það er annarra að taka ákvörðun um þetta. Mín skoðun er samt sú að það sé þörf fyrir þennan mannskap allan og þetta mun hafa áhrif á hvaða mál eru tekin hér til rannsóknar,“ segir Bryndís. Svigrúmið minnkar Hún segir jafnframt að rannsóknir embættisins hafi á síðustu árum ekki aðeins snúið að þessum „hefð­ bundnu,“ málum, í iðnaði eða versl­ un og þjónustu. Embættið hafi breyst. „Umhverfið er orðið miklu flóknara og ég held að rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar eftir hrunið hafi sýnt þörf á að beina sjón­ um okkar að öðru líka. Til dæmis að skattaskjólum og flóknari fjármála­ færslum af ýmsu tagi. Það er það sama og hefur sýnt sig í öðrum lönd­ um,“ segir Bryndís. Lítur hún þannig á að verið sé að gera embættið bitlausara? „Í það minnsta þá þrengist okkar svigrúm. Auðvitað reynum við alltaf að bera niður þar sem helst er þörf, en það segir sig sjálft að ef það eru aðeins 20 rannsóknarmenn þá getum við ekki haft marga bundna í stórum, eins­ tökum málum. Við þurfum líka að gæta að framlegð,“ segir Bryndís. Lítið dregið úr stórum málum Samtals hafa 543 mál endað með sektum frá skattrannsóknar­ stjóra, þau verið send áfram til yfir­ skattanefndar eða til sérstaks sak­ sóknara. Þar af hafa 224 mál verið send til sérstaks saksóknara frá árinu 2009. Á því ári voru 55 mál send til sérstaks saksóknara, þeim fækkaði næstu tvö ár á eftir en árið 2012 voru þau 53 og í fyrra voru þau 54. Því hef­ ur lítið dregið úr stórum málum sem embættið hefur haft til skoðunar, en í fyrra voru málin 112 og því endaði helmingur mála hjá sérstökum sak­ sóknara. Nú er hins vegar viðbúið að þessi fjöldi mála verði ekki jafn mik­ ill áður, vegna niðurskurðarins sem embættið stendur frammi fyrir. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Það segir sig sjálft að ef það eru að- eins 20 rannsóknarmenn þá getum við ekki haft marga bundna í stórum, einstökum málum. Skattrannsóknarstjóri „Eðli málsins samkvæmt verður þá farið í færri mál eða ekki eins alvarleg mál, að einhverju leyti til. Þannig verður minni árangur af okkar störfum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir. Mynd SigtRygguR ARi Vinnan í ásætt- anlegum farvegi Stjórnvöld vinna að því að bregð­ ast við ábendingum Ríkisendur­ skoðunar frá árinu 2010 um þjónustu við fatlað fólk. Að mati stofnunarinnar er þessi vinna í ásættanlegum farvegi. Þetta kem­ ur fram í frétt sem birtist á vef Ríkis endurskoðunar á mánudag. Þar kemur fram að árið 2010 hafi Ríkisendurskoðun birt skýrslu þar sem bent var á ýmis atriði sem betur mættu fara í skipulagi og stjórnun mála­ flokksins. Ekki lægi fyrir form­ lega samþykkt heildarstefna um málaflokkinn og fjárveitingar til þjón ustu aðila tækju ekki mið af lögbundnu mati á þjónustu­ þörf. Þá væri kostnaður vegna þjónustunnar ekki bókaður með sam bæri legum hætti hjá þjón­ ustuaðilum, sem meðal annars hamlaði raun hæf um sam an burði einstakra út gjalda liða. Enn frem­ ur fylgdu megin þættir í fag legri starf semi þjón ustu aðila ekki sam­ ræmdum verk lags reglum og því væri óvíst að þjón usta þeirra væri jöfn að gæðum. Loks væri eftirlit ráðuneytisins (sem þá hét félags­ og tryggingamálaráðuneyti) með starf semi þjón ustu aðila ófull­ nægj andi. Það hefði til dæmis ekki safnað samræmdum upp lýs ing­ um um starfsemi þeirra frá árinu 2004 og því væri óljóst hvort jafn­ ræði ríkti meðal þjónustuþega. Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkis­ endurskoðunar kemur fram að stjórnvöld vinna nú að því að bregðast við átta af þessum níu ábendingum. Að mati Ríkis­ endurskoðunar er þessi vinna í ásættanlegum farvegi og því eru ábendingarnar ekki ítrekað­ ar. Stofnunin fellur hins vegar frá einni ábendingu, þ.e. um upplýs­ ingakerfið Grósku. Ráðuneytið hafði forgöngu um hönnun þessa kerfis árið 2004 en það átti m.a. að tryggja samræmdar upplýsingar um þjónustu við fatlaða á lands­ vísu. Hins vegar hafa fæst sveitar­ félög kosið að nýta það, m.a. vegna þess að þau höfðu þegar tekið önnur kerfi í notkun þegar þjónustan var færð til þeirra árið 2011. Ríkisendurskoðun gagnrýn­ ir hvernig staðið var að kaupum á kerfinu og innleiðingu þess. Kerfið var ekki boðið út þrátt fyrir skýrar reglur þar að lútandi. Þá fór það langt fram úr kostnaðar áætlun enda fjölmargir við aukar við upp­ haflegan samning sem bendir til þess að þarfa greiningu hafi verið ábóta vant. Göngin lokuð vegna malbikunar Ótrúlegt þykir að slitlag hafi enst í 16 ár H valfjarðargöngin verða lok­ uð vegna malbikunar frá klukkan átta föstudagskvöldið 17. október og þangað til klukkan sex mánudagsmorguninn 20. október. Er þetta lengsta sam­ fellda lokun ganganna frá upphafi og jafnframt í fyrsta skipti sem slitlag er endurnýjað. Í tilkynningu á heimasíðu Spalar, rekstraraðila Hvalfjarðarganganna, er sérstaklega vakin athygli á ótrú­ legri endingu slitlags í göngunum, en gert var ráð fyrir því að það þyrfti að endurnýja eftir fimm til sjö ár. Hvalfjarðargöngin voru opnuð í júlí 1998 og er endingin því orðin sext­ án ár. „Malbikið í Hvalfjarðargöngum er vissulega í „vernduðu umhverfi“. Þar er svipaður hiti, raki og veðurlag yfir leitt árið um kring en hafa verð­ ur jafnframt í huga að umferð undir Hvalfirði er miklu, miklu meiri en gert var ráð fyrir upphaflega. Álagið á slitlagið er í samræmi við það,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Reglulega hefur verið lokað fyrir umferð í göngunum nokkrar nætur á ári vegna viðhalds og hreingern­ inga, og einu sinni hefur verið lok­ að að degi til vegna almannavarnar­ æfingar. Nú er óhjákvæmilegt að loka samfellt í lengri tíma. Ákveðið var að tilkynna um lokunina með mánaðar­ fyrirvara til að vegfarendur gætu gert ráðstafanir í tæka tíð. n solrun@dv.is Lokuð heila helgi Óhjákvæmi- legt er að loka Hvalfjarðar- göngunum samfellt frá föstudegi til mánudags vegna mal- bikunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.