Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 32
32 lagðir sem frásögn, hvort sem það er skáldsaga, ljóð, leikrit, kvikmynd, samræða, sagnfræði, myndasaga eða tölvuleikur. Aðferðirnar eru nú líka miklu fjölbreyttari en í strúktúralismanum. Undir lok síðustu aldar var farið að tala um samtímafrásagnarfræði í fleirtölu (e. narratologies) og þar með sett á oddinn að ekki væri um eitt og samstætt fræðasvið að ræða.76 Hvorttveggja, víkkun rannsóknarsviðsins – ekki síst frásögnin í ólíkum miðl um og bókmenntagreinum (e. transgeneric narratology) – og breyttar aðferðir, hefur orðið til þess að allrasíðustu ár hafa menn fengist við að skilgreina frásagnarfræðina upp á nýtt miðað við breytta menningu og breytta sýn.77 Enn nota þeir þó orðið frásagnarfræði – í eintölu! – ýmist í þröngri eða víðri merkingu. Enska nafnið yfir „hugræna frásagnarfræði“ mun Manfred Jahn hafa sett fram fyrstur manna árið 1997.78 Árinu fyrr birtist verk Moniku Fludernik Towards a Natural Narratology sem hefur líklega að geyma heilsteyptustu kenninguna innan hugrænnar frásagnarfræði. Í bókinni sækir Fludernik m.a. til orðræðugreiningar og umfjöllunar Jonathans Culler um að gera texta náttúrulegan (e. naturalization), þ.e. ferlið þegar lesendur samþætta það sem orkar framandi eða sem frávik í texta, orðræðugerðum eða menn- ingar- og bókmenntalíkönum sem eru í einhverjum skilningi náttúruleg og auðlesin.79 Fludernik leggur fram aðferð sem á að hrökkva til að lýsa frásögnum af öllu tagi. Því ræðir hún um munnlegar frásagnir jafnt sem 76 david Herman, „Introduction“ Narratologies: New Perspectives on Narrative Analysis, ritstj. david Herman, Columbus: Ohio State University Press, 1999, bls. 1–30. 77 Sjá t.d. david Herman, „Introduction“, The Cambridge Companion to Narrative, ritstj. david Herman, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 3–21; Marie-Laure Ryan, „Toward a definition of Narrative“, The Cambridge Comp- anion to Narrative, bls. 22–35 ; sama, „Narration in Various Media“, Handbook of Narratology, ritstj. Peter Hühn o.fl., Narratologia 19, Berlin: Walter de Gruyter, 2009, bls. 263–81 og „From Narrative Games to Playable Stories: Towards a Poetics of Interactive Narrative“, Storyworlds: A Journal of Narrative Studies 1/2009, bls. 433–60; sjá einnig: Ansgar Nünning, „What is Narratology: Taking Stock of Recent developments, Critique and Modest Proposals for Future Usages of the Term“, What Is Narratology?, Questions and Answers Regarding the Status of a Theory, Narratologia 1, ritstj. Tom Kindt og Hans-Harald Müller, Berlín og New York 2003: Walter de Gruyter, bls. 239–275. 78 Sjá Jens Eder, „Narratology and Cognitive Reception Theories“, What Is Nar- ratology?, bls. 282 og Manfred Jahn, „Frames, Preferences, and the Reading of Third-Person Narratives: Toward a Cognitive Narratology,“ Poetics Today 4/1997, bls. 441–68. 79 Sjá Jonathan Culler, Structuralist Poetics: Structuralism, Linguistics and the Study of Literature, London og Henley: Routledge & Kegan Paul, 1975, bls. 134–160. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.