Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 86

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 86
86 Ögrunin hefur tilhlýðileg áhrif og Kriemhild er minnt á að hún hefur ekki sinnt skyldu sinni, þ.e. að efna til hefnda eftir mann sinn og heiðra þannig minningu hans með harmgrát og hefndum. Notkun „blóðuga táknsins“ er hér gagnstætt notkun þess í Íslendingasögunum; Kriemhild notar ekki blóðugt sverðið til að hvetja aðstandendur sína til hefnda, heldur er það vígamaðurinn sjálfur sem nú ber sverð hins látna við borð hennar. Hún er því minnt á að Siegfried liggur enn óbættur og hans er óhefnt en morð- vopnið liggur nú á knjám morðingja hans undir borðum hennar. Textinn leggur áherslu á að það er sverð hins látna eiginmanns hennar, sem lagt er fyrir hana í húsum hins nýja eiginmanns, sem endurvekur sorgina og leiðir af sér harmgrátinn. Umræddur atburður er ekki síst táknþrunginn þar sem leiða má líkur að því að umrætt sverð verði notað til að afhöfða son hennar síðar í kviðunni. Það má því líta svo á að innan söguheimsins séu örlög Niflunga ráðin á þessu augnabliki og að harmgráturinn sem hér er vakinn boði dauða Niflunga og endalok kviðunnar. Hið tvíþætta hlutverk harmgrátsins sem lýst er hér að ofan beinir athygl- inni að merkingu tilfinninga á miðöldum og skilningi miðaldamanna á til- finningalífi. Í þeim hugmyndaheimi sem mótaður var af kristilegum skiln- ingi á manninum og jarðlegri tilvist hans, áttu tengsl mannsins við hinn veraldlega heim sér stað í gegnum líkamann, þ.e. líkaminn var nátengdur við upplifun og skynjun á hinum veraldlega heimi. Hugmyndir miðalda- manna um líkamann sem svið þar sem hinar ýmsu geðshræringar áttu sér stað á sér hins vegar uppruna í í læknisfræðikenningum Hippókratesar um líkamsvessana: Rétt eins og náttúran var samansett af fjórum frumefnum var mað- urinn einnig samansettur af fjórum lyndiseinkunnum (e. humours) eða líkamsvessum: gult gall, tengt við eld, bráðlyndi; blóð, tengt loftinu, glaðsinni; slím, tengt við vatn, dauflyndi; svart gall, tengt jörðinni, þunglyndi.50 50 Corinne J. Saunders, „The Affective Body: Love, Virtue and Vision in English Medieval Literature“, The Body and the Arts, ritstj. Corinne J. Saunders, Ulrika Maude og Jane Macnaughton, Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2009, bls. 87–102, sjá bls. 87. Á ensku segir: „Just as nature was made up of four elements, so man was constituted of four humours or bodily fluids: yellow bile, related to fire, the choleric humour; blood, related to air, the sanguine humour; phlegm, related to water, the phlegmatic humour; black bile, related to earth, the melancholic humour.“ Sif RíKhaRðSdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.