Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV SWDIvOIÍV ■ Nokkuð hefur borið á því á árinu að lögregla hefur lýst eftir týndu fólki. Sá fáheyrði atburður átti sér hins vegar stað í vikunni að lýst var á opinberum vettvangi eftir pólitík- usum. Það gerði afþrey- ingarvefur- inn visir.is og lýsti hann eftir þremur nafiigreind- um borgar- fulltrúum nýs meirihluta borgarstjórnar. Vefurinn saknaði þeirra Hönnu Blmu Kristjánsdóttur, Ólafs F, Magnússonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að loknum borgarráðsfundi og var fullyrt að fulltrúamir þrír hafi læðst út bak- dyra megin til að forðast spum- ingar fjölmiðla. Visir.is lofaði fundarlaunum öllum þeim sem geta gefið upplýsingar um hina horfnu borgarfulltrúa sem leitt gætutilviðtals. ■ Ríkisendurskoðun hefur svar- að bréfi fjárlaganefndar Alþingis vegna sölu ríkiseigna á varnar- liðssvæðinu á Keflavíkurflug- velli. Bréfið sendi nefiidin eftir að í ljós kom að í ríkiskassann vantaði fullt af aurum sem gert var ráð fyrir í fjárlögum að kæmu í hann vegna sölu eign- anna. f raun vantaði í ríkissjóð einhverja milljarða króna. Arni Mathiesen fjármálaráðherra á ekki von á góðu í svarbréfi Ríkis- endurskoðunar því ef marka má heimildir DV er svarið nokk- ur áfellisdómur yfir starfsemi fjármálaráðuneytisins. Fjárlaga- nefndin mun ræða svörin á fúndi sínum eftir helgi. ■ FleiratengtArnaogvam- arliðseignunum verður rætt á næstunni. Ríkissendurskoðun kappkostar við að ljúka stjóm- sýsluúttekt sinni á sölu ríkiseign- anna og vinnubrögðum Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar við söluna. Forsvarsmenn Þróunar- ■■■ félagsins og bæjarfulltrú- ar Reykja- ^ nesbæjar Mh hafaverið I sagðirvan- Wf hæfir í mál- *nu °8 bent I hefurverið á rík tengsl kaupenda við Sjálfstæðisflokk- inn. f úttekt Ríkisendurskoðunar verður tekin afstaða til þessa van- hæfis og heimildir DV herma að ríkisendurskoðandi felli harðan dóm vegna vanhæfis seljenda og áðurnefndra póliu'skra tengsla kaupendanna. ■ Kristinn Bjömsson, fyrrver- andi Skeljungsforstjóri, hefur verið færður niður úr stóli hæst- ráðanda hjá fjárfestingafélaginu Gnúpi. Lárentsínus Kristjánsson hæstarétt- arlögmaður hefúr tekið við stjórn- artaumum fjárfest- ingafélags- ins Gnúps afKristni, einum af að- aleigendum félagsins. Hlutverk lögfræðingsins er að vinna úr afar erfiðri fjárhagsstöðu félagsins. Fjárhagsstaða Gnúps hefur verið afleit síðustu mánuði og stór hluti eigna félagsins hefur nú þegar verið seldur. Rekstur fyrirtækisins er sama og enginn í dag og höf- uðstöðvarnar hafa verið fluttar inn á skrifstofu lögfræðingsins. Sveinn Magnússon fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, hvetur ríki og borg til þess að vinna betur saman að úrræð- um fyrir heimilislausa. Fjöldi manna er á götunni vegna úrræðaleysis en til stóð að koma á laggirnar heimili fyrir tuttugu manns. Það strandar á ósamkomu- lagi borgar og ríkis. Á meðan reika andlega veikir um göturnar illa haldnir. AÐSTÆÐU R HEIMILISLAUSRA FARAVERSNANDI VALUR GRETTISSON blodomadur skrifor: valun&dvjs „Staðan er óbreytt síðan sfðasti slagur var tekinn," segir Sveinn Magnússon, ffamkvæmdastjóri Geðhjálpar, en hann fór á fund Jór- unnar Frímannsdóttur á fimmtu- dag þar sem hann ræddi um úr- ræðaleysi í málum heimifislausra. Hann segir ekkert hafa breyst í langan tíma og margir heimilis- lausir einstaklingar séu á götunni sökum geðrænna vandamála. Til stóð að koma á fót heimili fyrir um tuttugu heimilislausa einstakl- inga en Reykjavíkurborg og félags- málaráðuneytið rífast um kostnað og hvort ráðuneytið eigi að bera straum af rekstrarkostnaði. Sjálfur segir Sveinn að lögum samkvæmt eigi ráðuneytið að borga rekstur- inn. „Samráð og samskipti rekast á og það bitnar á hinum heimil- islausu," segir Sveinn sem þykir óeðlilegt að heimilislausir þurfi að líða fyrir málið. Sveinn segir að fé- iagsmálaráðuneytið hafi verið búið að eymamerkja ákveðið fjármagn sem átti að renna til Reykjavíkur- borgar og það fé átti að nýtast til uppbyggingar fyrir þá sem dvöldu í Byrginu. Ekkert bólar á úrræðinu og því er fjöldi einstaklinga á göt- unni. Að sögn Sveins kastaðist í kekki á milli borgarinnar og ráðu- neytisins, en hann skilur ekki að það skuli stranda á slíku samráðs- leysi að enginn veit hver ábyrgð hans er. Félagsmálaráðuneytið lít- ur nefhilega þannig á að sveitar- félagið eigi að standa straum af rekstrinum. Aftur í neyslu „Astandið fer versnandi með hverjum deginum," segir Sveinn um stöðu heimilislausra. Hann segir fólk leita til Geðhjálpar sem er sérstaklega illa haldið. Þetta er fólk sem fær enga aðstoð ffá geðsvið- Sveinn Magnússon Hvetur ríki og borg til þess að vinna saman að málefnum heimilislausra. um, né Vogi. Á geðsviði er litið á þessa einstaklinga sem fyllibyttur, á Vogi er litið á þá sem geðsjúklinga. íllPÍF- Þetta fólk á í engin hús að venda. Að auki vill Sveinn meina að heim- ilislausir fíklar með geðræn vanda- mál, sem eru lagðir inn á geðdeild Landspítalans, séu útskrifaðir áður en þeir fara í eftirmeðferð. Þrátt fyrir að þeir séu heimilislausir. Þeir fara þá aftur í neyslu og þurfa að byrja upp á nýtt. Skortir samvinnu „Það sorglega er að við getum hjálpað þeim. Við höfum greining- una en skortir hæfnina til þess að vinna saman," segir Sveinn og vill fá úrræði og það sem fyrst. Hann segir neyslu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða aðeins afleiðingu ástandsins. Þetta er fólk sem vill deyfa sársaukann og fylgir oft sjúkdómnum, að sögn Sveins. Sveinn hvetur lögreglu, félags- máfaráðuneyti og sveitarfélög til þess að vinna betur saman að þessum málaflokki. Eins og staðan er í dag stefiiir í óefríi. SKÁLDIÐ SKRIFAR Milljónir tonna af misjöfnu fólki ; „ m n-iii II I.I1HI1IIIII1I KRISTJÁN HREINSSON SKÁLD SKRIFAR. ^ gætur maður sem gjarnan situr, að Akveldi dags, í heita pottinum hjá okk- ur í Vesturbænum hefur stundum nefnt það að fslendingar séu ekki annað en milljónir tonna af heimsk- ingjum. Og það merkilega er að hann er allt- af að fá fleiri og fleiri stuðningsmenn við full- yrðinguna. Ég vil leyfa mér hér að tína til fjögur atriði sem hljóta að gefa tilgátunni byr undir báðavængi. Eitt er að trúa því að kvótakerfið hafi bjarg- að þjóðinni, annað er að viðurkenna að gírug- ir einstaklingar vilja - í skjóli sannfæringa vís- indamanna - fá því framgengt að þeim leyfist að soga hvetja þá bröndu úr hafi sem hægt er að nálgast. Við leyfum gráðugum mönnum að veiða fæðu frá þeim stofríum í hafinu sem gefa okkur mest í aðra hönd. Uppsjávarfiskur, sem er æti fyrir til dæmis þorsk, er að hverfa og vís- „Uppsjávarfiskur, scm erœtifyrir tildœmisþorsk, eradhverfa ogvísindamennfágreittfyriraöyppa öxlum" indamenn fá greitt fyrir að yppa öxlum. Eitt er að trúa því að stjómmálamenn séu heiðarlegir, annað er að hlusta - þótt ekki væri nema eitt augnablik - á grey einsog gamla, góða Villa og yfirleitt alla þá hjörð sem lofar einu og gerir annað. En Villi er vinsælasti skot- spónninn um þessar mundir. Eitt er að vilja virkja, annað að leyfa virkjun jökulfljóta. En áður en að þeim sálmi kemur verður að geta þess að hinn dásamlegi andans maður, Guðni Ágústsson, sem stýrir sökkvandi skútu framsóknarmafíunnar, er glöggt dæmi um stjómmálamenn sem okkur ber að var- ast að taka mark á. Rétt fyrir síðustu kosning- ar veitti hann - í skjófi nætur - Landsvirkjun leyfi til að virkja neðri hluta Þjórsár. En þegar þetta atriði er skoðað þá verður að geta þess að merkilegar hrygningarstöðvar em sagðar vera þar sem jökulsár koma í sjó ffam. Þessir ósar em sagðir nauðsynlegir fyrir vöxt og viðgang fiskistofría. Og ef slíkar ár em virkjaðar þá eyði- leggjast hrygningarstöðvamar. Og svo er það hið fjórða atriði: Nú fagnar flöldi manns kjarasamningum. En sá galfi er á, að ekki náðist að hækka skattleysismark til samræmis við það sem menn hafa verið að lofa síðustu árin. í stað þess að hækka markið var farið út í það að veita fyrirtækjunum í landinu ívilnun. Já, við viljum láta veiða æti þorsksins, viljum trúa stjómmálamönnum, viljum virkja jökul- sár og við viljum fóma í þágu þeirra sem rík- astir em. Loönuna vitaskuld verðurað styrkja, Villi má gjamanfá sparkið. Jökulfljót hættum við héma að virkja svo hcekkum við skattleysismarkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.