Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 H Helgarblaö DV FRÁ SVEITA- DRENGTIL VERKALYÐS- ) TOGA í byrjun vikunnar lauk erilsömum samningaviðræðum. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, er einn þeirra sem var þar i fremstu víglínu. Hann hefur margoft tekið þátt löngum og erfiðum samningaviðræðum en að þessu sinni voru þær ólíkar öðrum fyrir Grétari að því leyti að hann varð fyrir því gríðarlega áfalli að missa son sinn, Jón Gunnar Grjetarsson. í samtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir Grétar frá nýju kjarasamningunum, æskuárunum í sveitinni, íþróttaferlinum, hvernig bann leiddist út í verkalýðsbaráttuna og hinum erfiðu tímum frá andláti Jóns Gunnars. Grétar Þorsteinsson hefur lengi ver- ið í eldlínunni á vettvangi verkalýðs- baráttunnar. Hann var fyrst kosinn í stjórn Trésmiðafélags Reykjavík- ur fýrir tæpum fjórum áratugum og varð formaður þess árið 1978. Grét- ar gegndi því starfi í nítján ár, var um tíma í forsvari fyrir Samtök bygginga- manna og fyrir Samiðn fyrstu árin eft- ir að þau samtök voru stofnuð. Grétar varð loks forseti ASÍ fyrir tólf árum og gegnir því starfi enn. Hann hefur því margsinnis tekið þátt í löngum og erf- iðum samningaviðræðum og í byrj- un vikunnar lauk enn einni lotunni í þeirri baráttu þegar nýir kjarasamn- ingar voru undirritaðir. „Það er auðvitað alltaf góð tilfinn- ing og visst spennufall þegar maður lýkur kjarasamningi," segir Grétar eft- ir að við höfum náð okkur í kaffibolla og fengið okkur sæti á skrifstofu hans í höfuðstöðvum ASf við Sætún. Grétar segist nota sykur í kaffið eins og marg- ir á hans aldri, en svo óheppilega vill til að sykurinn á kaffistofunni er bú- inn í bili. Verkalýðsleiðtoginn læt- ur það ekki á sig fá og segist þá bara drekka það svart og sykurlaust að þessu sinni. „Tilfinningin er óvenjugóð eftir að hafa lokið þessum samningi, einfald- lega vegna þess að það tókst sem við lögðum upp með og var góð samstaða um á vettvangi Alþýðusambandsins," heldur Grétar áfram. „Það var að meg- ináherslan við þessa samningsgerð yrði að hækka sérstaklega laun þeirra sem eru á lægstu töxtunum og þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs á síð- asta samningstímabili. Það kom í ljós strax þegar við hófum samningsvið- ræður við Samtök atvinnulífsins að þeirra upplegg var með sama hætti og því vorum við strax í upphafi á sömu vegferð. Það tókst að lenda málinu með þessum hætti og ég dreg það stórlega í efa að tekist hafi að ná jafn- miklum árangri varðandi þá sem eru á lægstu laununum, að minnsta kosti á síðustu áratugum." Villandi umræða Grétar telur að þegar litið sé heilt yfir þær kröfur sem lagt var upp með í byrjun sé árangurinn góður. „Það er auðvitað alltaf þannig að í tiltekn- um tilvikum hefði maður kosið að ná lengra. En ég verð að segja - ekki síst núna þegar ég hef fengið nokkra daga til að melta þetta - að ég hef sí- fellt meiri sannfæringu fýrir því að við vorum að gera mjög góða samninga. Varðandi hækkun lægstu launanna hefur mönnum verið afskaplega tíð- rætt síðustu daga, ekki síst í fjölmiðl- um, um átján þúsund krónurnar sem eru upphafshækkun þessara launa- taxta," segir Grétar og finnst það vill- andi umræða að einblína á þá til- teknu hækkun. „Það hefur lítið farið fýrir þeirri umræðu að á einu ári og tíu mán- uðum er þessi samningur að tryggja hækkun upp á þrjátíu og átta þúsund krónur. Lágmarksdagvinnutrygging var fyrir þessa samninga hundrað tuttugu og fimm þúsund krónur. Eftir tæp tvö ár verður lágmarksdagvinnu- trygging hundrað sextíu og fimm þús- und. Lægstu laun voru fyrir þessa samninga rösklega hundrað og nítján þúsund en verða hundrað fimmtíu og sjö þúsund eftir eitt ár og tíu mánuði. Það er þetta sem ég er að tala um þeg- ar ég segi að þetta sé einhver mesti ár- angur sem ég man eftír." Tímamótasamningur Myndir þú segja að þetta sé tíma- mótasamningur? „Ég myndi segja það. Okkur er auðvitað ljósara en vel flestum að við vorum ekki að klára þetta verk. Við vorum ekki að ná ein- hverjum endanlegum árangri. Þetta er auðvitað viðvarandi viðfangsefni. Maður getur auðvitað spurt - og er þá með sjálfsgagnrýni líka - hvers vegna voru lægstu taxtar árið 2008, áður en við gengum frá þessu samningi, rösk- lega hundrað og nítján þúsund krón- ur eftir rúmlega hundrað ára bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar?" segir Grétar og hækkar raustina lítið eitt. Meðal þess sem náðist fram í samningunum var hækkun persónu- afsláttarins um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum, hækkun skerð- ingarmarka barnabóta, hækkun ör- orkubóta, lenging á orlofi launafólks og heimild til að fá hluta launa greidd- an í erlendum gjaldmiðli. „í samningunum árið 2006 um endurskoðun á launalið samninga náðum við því fram að eftirleiðis myndu skattleysismörk fylgja verð- þróun, fýrir utan það að þau voru hækkuð um ellefu þúsund krónur," segir Grétar. „Það er nokkuð sem hef- ur verið gagnrýnt allt frá því skattkerf- ið var tekið upp árið 1988 og allar rík- isstjórnir síðan hafa verið að kroppa í. I þessum samningum erum við síð- an að tryggja tuttugu þúsund króna hækkun á skattíeysismörkum til við- bótar þegar samningnum lýkur, það er að segja í byrjun árs 2011. Á þessu fimm ára tímabili hefur Alþýðusam- bandið átt drýgstan þátt í því að skatt- leysismörk hafa hækkað um þrjátíu þúsund krónur, auk þess sem þau fýlgja verðlagi. Einhvern tímann hefði þetta þótt æði góður árangur en mér heyrist á umræðunni í fjölmiðlum að þetta sé allt heldur léttvægt. Auðvitað hefðum við kosið að hækkun persónuafsláttar núna hefði verið dreift á tvö ár en ekki þrjú, og ég gæti tínt fleira til sem ríkisstjórnin lagði til í þessu sem maður hefði kos- ið að væri með öðrum hætti. En það er alveg eins með þetta og með kjara- samningana, að maður metur heild- armyndina. Og þegar við metum heildina sem ríkisstjómin var með í sinni yfirlýsingu emm við bara ágæt- lega sátt. Eitt í sambandi við kjarasamning- inn sem er auðvitað afar mikilvægt líka er að við náðum mjög góðum ár- angri með það sem við köllum sér- kröfur. Það vom mjög margar slíkar kröfur á vettvangi Alþýðusambands- ins sem var farið sameiginlega með og svo vom einstök landssambönd líka með eitthvað af sérkröfum. Ég þori að fullyrða það hér og nú að all- ir vom tiltölulega sáttir við þær mála- iyktir sem urðu í þeim hluta samn- ingsins. Það er ekkert léttvægt. Það er ekki hægt að setja verðmiða á það allt, þó sumt, en annað er mjög mikilvægt félagslega sem við náðum fram." Ekki blóðugir upp að öxlum Haft var eftir Grétari í Morgun- blaðinu strax eftir undirritunina að í samningaviðræðunum hefði „reynt á samskiptin inn á við" hjá ASf. „Það sem ég var að fara þar er að strax í upphafi samningsgerðarinnar sam- mæltust menn um þetta yfirbragð sem ég var að fara yfir. Að leggja höf- uðáhersluna á kjör hinna verst settu og þeirra sem ekíd hefðu notið launa- skriðs. Það hélt allar götur og mér liggur við að segja að það sé félags- legt afrek. Það er þetta sem ég áttí við, en ekki að við hefðum verið blóðugir upp að öxlum," segir Grétar og hlær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, sagði þegar samningarnir voru í höfn að þeir væru góðra gjalda verðir, svo langt sem þeir næðu. Það væri því miður allt of skammt og samið hefði verið um mjög lág laun. „Ég er bara ósammála Steingrími um þetta, eins og ég hef farið hér yfir," segir Grétar. „Mér er til efs að á síðustu áratugum hafi verið gerðir samningar með jafn- ríka áherslu á að bæ ta launakj ör þ eirra sem eru lægst launaðir. Og þá er ég að tala um samninginn allan, ekki bara hvað gerðist við undirskrift." Og Grétar kveðst allánægður með aðkomu ríkisstjórnarinnar að samn- ingunum. „Ég, og að ég tel vel flestir minna félaga, erum sáttír við aðkomu hennar. Það er líka hægt að velta fyr- ir sér aðkomu allra ríkisstjóma fýrr og síðar að kjarasamningum, og það er auðvitað einnig í því samhengi sem maður skoðar þetta, og ég sé ekki annað en þetta sé vel sambærilegt við það." Ríkisstjórnin neitaði Grétar hefur margsinnis teldð þátt í samningaumleitunum sem þessum, enda staðið í eldlínu verkalýðsbarátt- unnar um áraraðir. Hvað ætíi sé erfið- ast við svona samningaviðræður? „Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta hafa ekki verið erfiðir samningar í þeim skilningi að við höfum verið í bullandi ágreiningi við atvinnurek- endur. Það urðu ákveðin þáttaskil í byrjun janúar þar sem menn höfðu verið að reyna lausn sem byggði á mjög ríkri aðkomu ríkisstjórnarinn- ar með sérstakan persónuafslátt fyr- ir þá sem em í neðri hluta launastig- ans. Það varð uppstytta um viku af janúar þegar ríkisstjórnin neitaði því alfarið og þannig gekkþað dæmi ekki upp. Það hafði auðvitað það í för með sér að í tvær, þrjár vikur var ekkert að gerast. Þegar menn fóru af stað aftur var þetta gríðarlega mikil vinna eins og kjarasamningar til þriggja ára em eðli málsins samkvæmt. Yfirbragðið á samskiptunum við atvinnurekendur var með ágætum, en auðvitað koma upp mál sem menn deila um. Hvað annað? Engu að síður verð ég að segja að þetta samsldptayfirbragð hefur sjaldan verið betra." Fylgja þessu langar andvökunæt- ur? „Kannski ekki andvökunætur en síðustu vikuna vom menn að fram á kvöld og allra síðustu sólarhringana fram undir miðnætti. Það er ekkert til að býsnast yfir." Drekkið þið þá mik- ið kaffi? „Já, við drekkum alltof mikið kaffi," svarar Grétar hlæjandi um leið og hann fær sér sopa af enn einum kaffibollanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.