Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 25
DV Menning FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 25 Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Efnt verður til Tómasarmessu i Breiðholtskirkju sunnudaqskvöidír * Efnt verður til Tómasarmessu i Breiðholtskirkju sunnudagskvöidið 24, febrúar klukkan 20.00. Það er Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyf- ingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna sem standa á bak við hana. Tómasarmessan hefur skipað sér sess í kirkjulifi borgarinnar síðustu tíu árin og leggur mesta áherslu á fyrirbæna- þjónustu og söng. Myndir ársins, hin árlega sýning blaðaljósmyndara, verður opnuð laugar- daginn 23. febrúar næstkomandi í Gerðarsafni í Kópavogi. Geir H. Haarde forsætisráðherra mun opna sýninguna. Verðlaun fyrir mynd ársins verða veitt stuttu síðar. Opnunin hefst klukkan 15.00. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sýningin mun standa til 16. mars 2008. Verðlaunahafar Listamennirnirsem hlutu Menningar- verðlaun DV fyrir árið 2005 stilia sér upp eftir afhending- una á Hótel Borg fyrirtveimurárum. --i_iJ Myndlist blindra og sjónskertra Syningin Að horfa með flngrum verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafni íslands um helgina. Á sýningunni eru verk eftir blind og sjónskert böm sem unnin vom í Myndlistaskólanum í Reykjavík veturinn 2007-2008. Einkunnarorð sýningarinn- ar em fjölbreytileg áferð, lykt og hljóð og má finna allt ffá skringilegum skartgripum yfir í leiktæki og landsvæði. Opnun sýningarinnar verð- ur á laugardaginn klukkan 14 og stendur hún til 9. mars 2008. Menningarverðlaun DV verða endurvakin 5. mars næstkomandi eftir að hafa legið í dvala frá afhendingunni fyrir tveimur árum. Verðlaun eru veitt í sjö flokkum auk heiðursverðlauna sem byrjað var að veita á tuttugu ára afmæli verðlaunanna. Þrjátíu ár eru síðan Menningar- verðlaunum DV var komið á fót en þau voru fyrst afhent árið 1978. 5. mars næstkomandi verða þau af- hent í tuttugasta og níunda sinn en afhending þeirra féll niður í fyrsta sinn á síðasta ári í kjölfar eigenda- skipta á DV skömmu fyrir þar- síðustu áramót. Verðlaun eru veitt í sjö flokkum - bókmenntum, bygg- ingarlist, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist - fyrir framúrskarandi árangur á listasvið- inu á síðasta ári. Auk þess verða heiðursverðlaunin veitt í sjötta sinn. Engin listaverðlaun í nokkur ár Stofnað var til menningarverð- launanna þegar svokölluð gagn- rýnendaverðlaun lögðust af, Silf- urlampinn og Silfurhesturinn. f nokkur ár fram að fyrstu afhend- ingu lágu öll listaverðlaun niðri hér á landi en það var fyrst og fremst fyr- ir áhuga og atbeina Ólafs Jónssonar gagnrýnanda sem Menningarverð- laun DV urðu að veruleika. Upphaf- lega voru verðlaunin veitt fyrir leik- list og bókmenntir en flokkunum fjölgaði hratt. Flestir urðu flokkarnir átta, árið 2006, þegar veitt voru verðlaun í svokölluðum fræðaflokki í fyrsta sinn. Ákveðið var í kringum síðustu áramót að blása lífi í verðlaunin að nýju og nokkru eftir að nefndir sjö eldri flokkanna höfðu verið mann- aðar og teknar til starfa uppgötvað- ist að fræðaflokkurinn var ekki þar á meðal. Þar sem skammur tími var til stefnu var ákveðið að leyfa þessu nýjasta afkvæmi menningarverð- launanna að liggja í dvala í eitt ár til, í stað þess að kasta til höndum sem þykir ekki beint til eftirbreytni innan fræðanna. Heiðursverðlaunum komið á Heiðursverðlaunin voru fyrst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur að til- lögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr tónlistarsjóði fyrir fyrri helming þessa árs. Alls bárust sjóðnum hundrað mttugu og sex umsóknir frá hundrað og sextán aðilum. Heildarfjárhæð sem veitt er að þessu sinni nemur rúmum þrjátíu og átta milljónum. Lægsti styrkur sem veittur er, er fjörtíu þúsund krónur en sá hæsti fimm milljónir. Styrkþegar koma úr ýmsum áttum tónlistarheimins; klassík, blús, poppi, rokki og áfram má lengi telja. Styrkveitingarnar eru auk þess veittar í misjöfnum tilgangi en þar vega útgáfustyrkir, verkefnastyrkir og útrásarstyrkir hvað mest. Helstu verkefnastyrki fá Útón, sem er útrásarverkefni íslenskrar tónlistar, og Kammersveit Reykja- víkur og hljóta þessi verkefni fimm milljónir hvort. Tónskáldafélag íslands fær þrjár milljónir fýrir Myrka músíkdaga 2008. íslensku tónlistarverðlaunin fá átta hundruð þúsund í verkefnastyrk. Af útrásarmálum er það helst að frétta að hljómsveitin Mínus fær flögur hundruð þúsund til markaðssetningar á nýjustu plötu sinni í Evrópu. Hljómsveitin Sign fær sömuupphæðfýrirmarkaðssetningu á nýjum diski sínum í Bretlandi. Nix Noltes fær þrjú hundruð þúsund í styrk fyrir útgáfu og kynningu á annari breiðskífu sinni á erlendri grundu og Margrét Kristín eða Fabúla fær tvö hundruð þúsund til tónleikahalds í útlöndum. Útgáfustyrkir hljóða flestir veitt á tuttugu ára afmæli verðlaun- anna árið 1998 og féllu þau í skaut Jónasar Ingimundarsonar tónlistar- manns. Á aldarfjórðungsafmælinu voru þau veitt að nýju, þá Matthíasi Johannessen skáldi, og síðan árlega fram til ársins 2006. Síðustu skiptin sem verðlaunin hafa verið veitt var verðlaunagrip- urinn stytta úr gúmmíi, hönnuð af Huldu Hákon, sem gárungarnir nefndu Jónasinn í höfuðið á Jónasi Kristjánssyni, fýrrverandi ritstjóra DV. Nýr verðlaunagripur verður nú afhentur í fyrsta sinn, hannaður af Hrafnhildi Árnardóttur. Fimm tilnefningar í hverj- um flokki verða gerðar opinberar í næstu viku. Auk þess verður al- menningi gefinn kostur á að kjósa á dv.is það sem þeim fannst bera hæst eða þann listamann sem þeim fannst skara fram úr á síðasta ári. kristjanh@dv.is Menntamálaráðherra útlhutar styrkjum úr tónlistarsjóði: ÚTÓN OG KAMMERSVEITIN FÁ MEST Úthlutað úr tónlistarsjóði Hljómsveitin Minus fær fjögur hundruð þúsund fyrir kynningu á nýjustu plötu upp á hundrað þúsund krónur; Ingveldur Ýr Jónsdóttir fær hundrað þúsund krónur fyrir Sönginn minn. Sömu upphæð í sama tilgangi fá til dæmis Kristjana Stefánsdóttir, djasssöngkona, fyrir diskinn Tregi og Kvennakórinn Norðurljós. Frumsýning hjá dansflokknum Febrúar verður tileinkaður norrænum verkum hjá íslenska dansflokknum. Föstudags- kvöldið 22. febrúar verður frumsýning á tveimur norræn- um verkum. Annars vegar Kvart eftir norska danshöfundinn Jo Strömgren við tónlist Kimmos Pohjonen. Hins vegarverkið Endastöð eftir sænska danshöf- undinn Alexander Ekman. Árið 2001 samdi Strömberg einnig fýrir flokldnn verkið Kvaart auk Ræðismannsskrifstofunn- ar fýrir Leikfélag Reykjavíkur fýrir stuttu. Sýningin er á Stóra sviði Borgarleikhússins og hefst klukkan 20.00 stundvíslega. Horfinn kom- in út í kilju Komin er út kiljuútgáfa á spennusögunni Horfinn eftir Robert Goddard. Bókin kom úthjáBjarti bókaforlagi síðasta haust innbund- in í þýðingu Ugga Jóns- sonar. Bókin fjallar um mann, Lance Bradley ,sem lendir í flóknu máli vegna gamals vinar. Vinurinn, Rupert Alder, er horfinn og leitar systir hans aðstoðar Bradleys. Svo virðist sem Adler hafi átt sök- ótt við marga vegna fjársvika. Málið verður flóknara og kemst Bradley brátt að því að lausnin r nær honum en hann grunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.