Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 11
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 11 RÓBERT HLYNUR BALDURSSON bladamadur skrifar: roberthb&dv.is Ólafur Þormar, fertugur starfsmað- ur Plastprents, hefur upplifað mis- jafna tíma í málefnum fatlaðra á fs- landi. Á uppvaxtarárum hans voru stofnanir fyrir þroskahamlaða kall- aðar fávitastofnanir í daglegu tali. Sú stimplun var meira að segja skjalfest í lögum, þar sem lög um fávitastofnanir tóku gildi árið 1967. Þeim lögum var ekki breytt fyrr en við gildistöku nýrra laga um aðstoð við þroskahefta árið 1980. I eldri lögunum var gert ráð fyr- ir að ríkið ræki „eitt aðalhæli fyrir fávita", þar sem gert var ráð fyrir að bæði börn og fullorðnir yrðu vistuð. Samfélagið sem Ólafur ólst upp í var afar fordómafullt í garð fatlaðra en síðan þá hafa gríðarlegar úrbæt- ur átt sér stað. Nú er boðið upp á fjölþætta þjónustu fyrir fatlaða, en meginbreytingin er hugsanlega sú að þeim var komið út af stofnunum og inn í samfélagið. Með opið hólf í hjartanu Gunnar Þormar og Sveinbjörg Sigurðardóttir eignuðust Ólaf árið 1967. Hann var þriðja barn þeirra af fjórum. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu. Samt sem áður þorðu læknar ekki að segja þeim tveimur neitt nánar um ástand Ólafs. „Það er fátt auð- veldara en að greina eitthvað eins og Downs-heilkennið en samt sem áður fóru þeir líkt og kettir í kringum heitan graut. Við fórum heim með Ólaf og vissum aldrei almennilega hvað var að honum. Svo kom í ljós að hann var heldur seinn að læra að ganga og slappur líkamlega. Svo komst á hreint að hann væri með Downs-heilkennið. Hann var þá fenginn í skoðun á Landspítalann þar sem læknar komust að því að hann væri með opið hólf í hjartanu, sem varð til að blóðið hreinsaðist ekki almennilega," segir Gunnar. Gunnar segir að læknar hafi sagt honum að ekki væri hægt að lækna Ólaf með skurðaðgerð og var hann fremur úthaldslítill í kjölfarið. Svo fór að gallinn lagaðist af sjálfum sér. „Við vissum ekkert hvernig við átt- um að standa í þessu máli. Lækn- ar sögðu okkur ekkert. Ég reyndi að finna mér læknisbækur um málið til að lesa mértil, en þær sögðu mér samt sem áður lítið," segir Gunnar. „Við vissum ekkert hvernig við áttum að standa í þessu máli. Læknarsögðu okkur ekkert." Kópavogshælið var stofnun af verstu sort Þegar Ólafur var tveggja ára skildu Gunnar og Sveinbjörg. Gunnar fékk forræðið yfir honum og hefúr verið Ólafi til halds og trausts síðan. „Fyrst um sinn virt- ist sem í engin hús væri að venda. Ég reyndi að koma honum fyrir á Kópavogshælinu, en þar gátu menn ekki tekið við honum. Ég er reyndar mjög glaður að svo fór ekki. Það var stofnun af verstu sort þar sem fólk var ætlað til geymslu," segir Gunn- ar. Gunnar hugsaði sér á tímabili Frá Sjanghæ Ólafur hefur keppt tvisvar fyrir (slands hönd á ólympíuleik- um fatlaðra. Þarna sést hann i góðra vina hópi i Sjanghæ síðasta haust. að flytja til Noregs þar sem stuðn- ingur við fatlaða væri mun meiri. Fljótlega varð þó ljóst að Ólafur kæmist inn á Thorvaldsen-barna- heimilið, þar sem börn voru vistuð af heimilisástæðum. „Það var mik- ið happ fyrir hann að komast þang- að þar sem hann var innan um eðli- leg talandi böm. Fyrir vikið tel ég að hann hafi lært fyrr að tala held- ur en þau börn sem vom innan um aðra þroskahefta. Innan skamms var hann farinn að syngja heilu vís- urnar," segir Gtrnnar. Ólafur var á Thorvaldsen-bama- heimilinu fram til sex ára aldurs, en fór síðan á Skálatún í Mosfells- sveit, heimili fyrir þroskahefta sem templarar höfðu reist. Hann hef- ur búið þar síðan og lifir nú góðu lífi. „Fyrst um sinn var það yfirfullt og frumstætt, oft um þrjú til fjögur börn á hveiju herbergi. Honum leið ekki vel þar, en svo batnaði ástand- ið. Maður að nafni Einar Hólm kom þangað inn, þá nýkominn úr kenn- aranámi þar sem hann hafði lært að fást við börn með þroskahöml- un og þar með einn af fýrstu mönn- unum á íslandi með þá mennt- un. Hann fann fljótlega út að hægt var að kenna Ólafi hina ýmsu hluti sem höfðu ekki áður verið taldir mögulegir af heilbrigðisfólki," seg- irGunnar. Vildu ekki taka við fólki með Downs Ólafur var fýrsti einstaklingur- inn með Downs sem fékk að ganga í skóla fyrir fadaða, það er Höfða- skóla. Á þeim tíma var ekki tekið við slíkum börnum. „Fyrst um sinn tóku stjórnendurnir það ekki í mál. Enginn barnaskóli vildi í raun taka við krökkum með Downs og létu þá eiga sig. Einar vissi betur og tók það ekki gilt. Hann vildi prófa hvort skólinn gæti haft hann til reynslu og ef hann stæðist prófið fengi hann að vera, sem hann stóðst svo," segir Gunnar. Þegar Ólafur var á unglingsár- um voru erlendir straumar farnir að berast til íslands og tóku miklar breytingar við í málefnum fatlaðra. Gekk Ólafur í Öskjuhlíðarskóla eft- ir að hann var byggður, en hann var þá sérhannaður fyrir fötluð böm. Eftir það tók hann miklum fram- fömm. Gríðarlega fordóma í samfélag- inu þurfti að yfirstíga þegar Ólafur var að alast upp. „Allt hefur þetta tekið sinn tíma og þrátt fýrir að mikill árangur hafi náðst eigum við enn töluvert langt í land á mörg- um sviðum. Þegar Ólafur ólst upp vom í gildi lög um fávitastofnanir á fslandi. Á þeim tíma var einung- is hugsað um að hrúga fólki með þroskahömlun inn á stofnanir. Það var kallað ýmsum nöfnum og sást sjaldan meðal almennings. Svo fór þessi hópur að blandast samfélag- inu meira og fór þá jafnt og þétt að vekja minni athygli. Fyrir um 20 ámm var samfélagið svo farið að þróast í þá átt að koma fötluðum af stofnunum yfir í sambýli. Þar var breytingin sú að fólk var ekki hvert ofan í öðm heldur hafði sitt eigið herbergi, en svo kannski sameig- inlegan matsal og félagsrými. Þró- unin er komin langt á íslandi en samt sem áður er enn fjöldi fólks sem bíður eftir plássi á slíkum heimilum. Mér finnst sem Reykja- víkurborg hafi orðið eftir í þróun- ÆTTARVELD Ferðast mikið Ólafur hefur flakkað heimshorna á milli, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Þessi mynd var tekin þegar þeir Gunnar fóru til Noregs. Þá var Ólafur um tvítugt. inni. Bestum árangri hafa þeir náð á Akureyri og á Austurlandi," segir Gunnar. Tvisvar farið á ólympíuleikana Þrátt fyrir mildar umbætur á þessum tímum stóð Ólafur á enda- stöð um tvítugt hvað möguleika til náms varðar. Hann hóf fljótlega störf sem aðstoðarmaður á tré- smíðaverkstæði og vann þar í um fimm ár. Eftir það gekk hann til liðs við Plastprent og hefur verið þar síðan. Þar hefur hann eignast frá- bæra félaga og hann leggur mikið upp úr vinnunni. Hún hefúr gjör- breytt lífi hans og gert hann að sjálf- stæðari einstaklingi. Ólafur hefur keppt tvisvar sinn- um fýrir íslands hönd á ólympíu- leikum fatlaðra í boccia, annars vegar í Atlanta í Bandaríkjunum og hins vegar í Sjanghæ nú í haust. Auk þess stundar hann aðrar íþrótt- ir af kappi, er flugsyndur og fer í lyftingasalinn tvisvar í viku. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fýr- ir árangur sinn í íþróttum og er með verðlaunapeningana uppi á vegg í herberginu sínu. Ólafur hefur mjög góð tengsl við fjölskyldu sína og fer í bæinn um hverja helgi þar sem hann dvelur DV 15. FEBRÚAR hjá móður sinni og föður til skipt- is. Ólafur segist fýlgjast vel með af- mælum sinna nánustu og lætur sig aldrei vanta í þau. Þróun í fóstureyðingum vekur ugg Sú þróun sem hefur átt sér stað í eyðingum fóstra á íslandi sem greinast með Downs kemur illa við Gunnar, en hann var fyrsti formað- ur Landssamtaka Þroskahjálpar sem sett voru á laggirnar árið 1976. Hann segir stóra muninn á því að ala upp fatlað barn á íslandi nú og fýrir 40 árum vera þann að í dag sé í auknum mæli hægt að nýta hæfi- leika þessa fólks og kenna því. Áður fýrr var því haldið fram að þess- ir einstaklingar væru þjóðfélaginu einskis virði. Mun minna mál er nú að hafa börnin heima fýrir en áður og er fjölskyldum veittur meiri stuðningur. í ljósi þess að aldrei hefur verið auðveldara að ala upp börn með Downs-heilkennið þykir Gunnari þessi þróun ógnvænleg. Gunnar tekur undir viðhorf for- eldra barna með Downs að bæta mætti upplýsingagjöf hvað þetta varðar til verðandi foreldra í fóst- urskimun. „Fólkið sem veitir ráð- gjöf til mæðra þekkir ekki þessi mál af eigin reynslu. Enginn veit bet- ur um þetta en sá sem hefur kom- ið að uppeldi þessara einstaklinga. Ég vildi að fólki yrði gefinn kostur á að hitta foreldra og hlýtur einungis að vera tímaspursmál hvenær svo verður," segir Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.