Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Ferðir DV gA FERÐINNI Fyrsta leðurblakan Vissir þú að árið árið 1817 þvældist leðurþlaka til íslands? Siðan þá hafa fjórtán leðurblökur flækst hingað ýmist með háloftavindum eða með skipum, samkvæmt skrám Náttúrufræðistofnunar Islands. Litlar líkur eru þó á því að leðurblökur geti sest að á Islandi þar sem framboð á fæðu fyrir þær er takmarkað. Sófar ókunn- ugra Það er ekki allra að kúra isófum á ferðalögum og margir reyndar sem líta á sófann sem hálfgerðan nauðlendingarpall ef í harðbakk- ann slær, hótelið bregst eða sjóðurinn tæmist. Þó hafa þúsundir ferðalanga sameinast um eins konarferðaþjónustu þarsem menn spara sér hótel með því að fá að leggja sig á sófum ókunnugra. Sófinn er þá skráður í sérstakan gagnagrunn á heimasíðunni couchsurfing.com þangað sem blankar flökkukindur geta leitað ef þær vantar gistingu í flarlægu landi. Hátt í fjögur hundruð og fimmtíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum tilheyra nú sófasamfélaginu sem fer hratt vaxandi. íslenskir rabbabara- bændur Villta rabbabararunna er að finna í bakgörðum úti um allt land og sígilt sport að ræna sér stöngli og dýfa í sykurkrús. Nú hafa hjónin á Löngumýri á Skeiðum hins vegar tekið upp á því að rækta þetta tignarlega grænmeti skipulega og eru víst einu rabbabarabændurnir á Islandi. Á fyrirlestri í Norræna húsinuídag klukkan 13.15 fjalla hönnuðirnir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir meðal annars um rabbabararækt og nýtingu rabbabara, en þær stýra nú námskeiðinu„Stefnumót hönnuða og bænda" í Listaháskóla Islands. Dorgað í Isa- fjarðardjúpi Á Heydal í Isafjarðardjúpi er boðið upp á spennandi hestaferðir allt árið um kring. Þar er auk þess hægt að fara í silungsveiði í fjallavötnum sem eru í um tveggja tíma göngufjarlægð frá Heydal. Fyrir neðan bæinn er svo heit, náttúruleg laug þarsem huggu- legt er að hvíla lúin bein að göngu lokinni. Á veturna er einnig boðið upp á hressandi óvissuferðir, dorgveiðiferð og þriggja tíma vélsleðarúnta. Þess má geta að á bænum býrtalandi páfagaukur. 30BJH Flestir tónlistarmenn geta sameinast um nokkur falleg grunnelement sem teikna upp allar góöar tónleikaferðir og þar er millibilsástandiö um borð í hljómsveitarrútunni efst á lista. Þú svafst í tvær klukkustundir. Rútan bíður fyrir utan og með smá heppni finnurðu sæmilegt kaffisull í pappamáli á leiðinni frá hótelher- berginu og út á tröppur með hljóð- færið þitt í annarri, ferðatöskuna í hinni. Ef allt er með felldu slefar taskan fötunum svo sokkar oglepp- ar lafa í kjaftinum á henni. Þetta er klassískt, ferðatöskur bólgna alltaf út dag frá degi jafnvel þótt við bæt- um engu í þær. Vísindamenn hafa lagst yfir þetta útbreiddasta vanda- mál ferðalanga, en botna ekkert í þessu. Mr. Bean hefur hannað magnað pökkunarkerfi til þess að ná hámarksnýtingu á ferðatösku- plássinu, en fáum hefur tekist að ná tökum á þeirri stórkostlegu tækni og því lifir þessi vandi góðu lífi í ferðatöskum hvarvetna. Með gríðarlegri útsjónarsemi tekst að púsla öllum farangrin- um í rútuna, hljómsveitin kuðlar sér saman inni í rútunni og ball- ið byrjar aftur. Bensínið í botn og svo vonast allir til þess að kom- ast á næsta tónleikastað í tæka tíð. Sumir eru reyndar ekki svo lánsamir að fá hótelherbergi og verja því nóttunni í rútugarmin- um baðaðir í uppsöfnuðum fnyk ferðafélaganna. En það eru nokk- ur kósí grunnelement sem fylgja öllum tónleikaferðum, hvert sem ferðinni er heitið, óháð því hvaða mannskapur á í hlut og eitt þeirra er ákveðið tíma- og staðleysi. Rút- an verður að eins konar hvarfi þar sem allt fyrir utan gleymist og hversdagslegar skuldbinding- ar leysast upp. Þetta er ákaflega huggulegt ástand og nokkrir túr- andi tónlistarmenn hafa sagt að þetta rútufrelsi geti jafnvel orðið ávanabindandi. Stemningin er hæfilega krump- uð fyrstu klukkustundina á meðan sálin skakklappast af koddanum og sameinast kroppunum sem eru löngu lagðir af stað. Við finnum eitthvað gott í útvarpinu eða vasadiskóinu svo bílstjórinn sofni ekki og keyri á tré eins og í gær. Nú er rútan eineygð og skríður um hraðbrautina eins og harmonikka, beygluð í stíl við nátthrafnana um borð. Fyrr en varði er þó einhver búinnaðdragaframukulele-garm- inn sem laumar sér um borð í allar góðar tónleikaferðir og farinn að glamra eitthvað gott. Fyrsta bensínstöðvarstopp dagsins er það besta. Við finnum okkur pönnukökuhaug með beikoni og sýrópi og með myndarlegan kaffifant fyrir framan okkur erum við ósigrandi. Við stígum um borð í hvergitilveruna á ný og fljótum með henni á heimsenda, eða þar til við komum að búllunni sem við skemmtum í áður en notalega hringavitleysan hefst á ný. Spila, róta, hlæja, sofa, róta, rúta, spila... Um borð í rútunni Leysast allar hversdagslegar skuldbindingar upp. Bensinstoðvar og baksviðsher- bergi eru helstu dvalarstaðir túrandi tónlistarmanna fyrir utan rútuna. Rútan veröurað eins konarhvarfi þar sem allt fyrir utan gleymist og hvers- dagslegar skuldbindingar leysast upp. RUTUASTAND Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit lúrir Smámunasafnið, stórmerkilegt safn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara, um 27 kílómetra sunnan við Akureyri. Þar stendur nú yfir sýning á forláta dúkkulísusafni annars vegar og á munum úr horni, beini og ull hins vegar en safnið hefur þá sérstöðu að hlúa að hinu smáa og að vera ekki safn fyrir eitthvað eitt ákveðið heldur allt mögulegt. Þetta eru hlutir sem ef til vill eru ekki merkilegir einir og sér en margir saman mynda þeir oft magnað samhengi sem skemmtilegt getur verið að grúska í. Sverrir hefur í hálfa öld safnað um þúsund smáum gripum á ári samhliða störfum sínum við að gera upp gömul hús og kirkjur og er því safnið orðið býsna sællegt. Þar er meðal annars myndarlegt safn nagla, hurðarhúna og rafmagnsklóa, fallegt dúkkusafn og ýmislegt fleira spennandi. Þeir sem gera sér ferð í Smá- munasafnið geta fengið sér kaffi- sopa og meðlæti í veitingasölu þess, en þar ku Holtssels-Hnoss- ið vera vinsælasta gúmmelaðið. Hnossið er sumsé ljúffengur ís sem búinn er til í Holtsseli í Eyjafjarð- arsveit og hreiðrar gjarnan um sig ofan á heitum vöfflum sem born- ar eru fram í Smámunasafninu. Á veturna er safnið opið í samráði við Guðrúnu Steingrímsdóttur safnvörð og geta þá hópar tekið sig saman, heimsótt safnið og gætt sér á vöffluhnossi. Smámunasafnið var opnað sumarið 2003, en það voru mynd- listarmennirnir Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Axnarsson sem settu safnið upp á sínum tíma. é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.