Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV PIRAMIDAOÐIR ÍSLENDINGAR íslendingar, líkt og svo fjölmargir aðrir, hafa lent í klónum á píramídasvindlurum og tapað milljónum. Talið er að fórnarlömb píramídasvindlara á íslandi nemi tugum þúsunda. Sumir hafa tapað litlu, sumir aleigunni. Klækirnir eru Qölbreyttir, allt frá því að leysa út milljarð til að aðstoða afríska prinsinn til loforða um einstaka Qölföldun á peningum. Allt eru þetta leiðir sem geta ekki klikkað. Eða hvað? íslendingar vilja verða ríkir. Það endurspeglast helst í þeim fjöl- mörgu píramídasvindlum sem hafa komið upp hér á íslandi en píramíd- afyrirtældn hafa blekkt tugþúsundir íslendinga sem var lofað eða gefið vilyrði fyrir skjótfengnum gróða. Talið er að fyrsta vel heppn- aða píramídasvindlið hafi bitn- að á sárafátækum íbúum Albaníu árið 1996. Hin rúmenska Maksude Kademi bauð þá upp á svokallað Ponzi-svindl þar sem fólki var lof- að helmingsgróða á örskömmum tíma. Albaníubúar bitu á agnið, stuttu síðar voru tvær og hálf millj- ón manna búnar að leggja allt sitt fé f hugmyndina. f kjölfarið hófu þrjú önnur píramídafyrirtæki göngu sína og öilum gekk þeim vel. Hinu nýja viðskiptatækifæri, sem var loksins á færi hins venjulega manns, var tekið fegins hendi. Talið er að um 70 prósent þjóðarinnar hafi lagt fé sitt í píramídasvindlið. Flestir töp- uðu öllu. f kjölfarið hrundi hið veik- byggða efnahagskerfi Albaníu. Eftir sat venjulegt fólk með sárt ennið. Aðeins ári síðar var píramída- svindlið búið að sigra heiminn. Á fslandi fór hver húsmóðirin á eftir annarri að halda kynningarfundi í stofunni heima. Meðal þeirra fyrstu var Herbaiife. Herbalife-óðar húsmæður Árið 1997 var Herbalife búið að slá í gegn á íslandi. Enn þann dag í dag verslar fólk með Herbalife og lofar því að kílóin hrynji af líkamanum sé þess neytt. Uppbygging Herbalifes er fjölþrepa. Fólk fær þá tekjur af næsta einstaklingi fyrir neðan og svo framvegis. Séu menn nógu snöggir að stökkva á Herba- life geta þeir haft ansi vel upp úr viðskiptunum. Mánaðartekjur þeirra söluhæstu í upphafi gátu numið allt að þremur milljónum króna. Þeir sem seldu íaukavinnu þénuðu nokkur þúsund krónur. Einn af upphafsmönnum Her- balife á íslandi var næringarfræð- ingurinn Jón Óttar Ragnarsson sem sagði f viðtali við DV árið 2003 að hann yrði fyrir áfalii í hvert sinn sem hann sæi þann aukna fjölda fólks sem væri orðið of feitt á íslandi. Þar af leiðandi væru vinsældir Herbalife miklar og stöðugar en ennþá heyr- ist af fólki að sýsla með megrunar- lyfið góða. Gullæði heltekur Ari eftir að Herba- life-æðið greip sig hjá húsmæðr- unum kom nýtt og ferskt fýrirtælö á markaðinn. Núna voru það ekki heilsuvörurnar sem heiliuðu, held- ur gull. Fyrirtækið GoldQuest lof- aði áhugasömum gullgröfurum 350 þúsund krónum í laun á dag innan fimm ára. Gallinn var þó að fyrst þurfti að punga út 50 til 80 þúsund krónum. Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu og sölu á 24 karata gull- munum sem og úrum og ýmsu öðru skarti. Einn af forsprökkum fyrirtækis- ins, Sigurður örn Leósson, sagði í viðtali á sínum tíma að honum þætti það ákaflega dapurt að GoldQuest væri nefnt í sömu andrá og píram- ídafýrirtæki. Þá vildi hann meina að GoldQuest væri ekkert annað eða meira en hvert annað sölufýrirtæki. Hann stendur nú fyrir Finanza For- ex sem DV fjallaði um í gær. Öllum viðskiptavinum GoldQu- est bauðst engu að sfður að aðstoða GoldQuest að afla nýrra viðskipta- vina eftir ákveðnu kerfi og hljóta þóknun fyrir eftir flóknu kerfi. Það er álitamál hvort líta beri á fýrirtæk- ið sem fjölþrepa- eða píramídafyr- irtæki. Löglærðir menn hafa gert úttekt á GoldQuest bæði hér og er- lendis án þess að finna neitt athuga- vert. Undraverður Waves-úði Sama ár og gullmerkið skein úr augum bjartsýnna einstaklinga kom nýtt lyf á markaðinn. Það var bæti- efnaúðinn Waves. Þeir sem kynntu efnið sögðu það jaðra við að vera nokkurs konar töfraúði sem gæti læknað höfuðverk, tannpínu, háls- bólgu og slæman hósta - og ekki bara það, heldur átti sársaukinn að hverfa á tveimur mínútum slétt- um. Einn af þeim sem kynntu hinn undraverða Waves-úða á sínum tíma var útvarpsmaðurinn Heim- ir Karlsson en sjálfur sagðist hann geta staðfest persónulega að úðinn virkaði sem skyldi. Ahuginn reyndist það mikill að selt var inn á kynningarfund sem haldinn var vegna undraúð- ans. Rúmlega 500 manns greiddu aðgangseyrinn. Skömmu síðar höfðu yfir eitt þúsund ís- lendingar keypt sig inn í Wa- ves-sölu- kerfið fyrir samtals 100 milljónir króna. Þeir bjartsýnustu fyrir allt að 200 þús- und. Nokkrum mánuðum síðar bannaði Lyfjaeftirlitið allar sex teg- undirnar af úðanum. Fimm vegna þess að þær innihéldu óleyfileg efni og eina vegna lélega merkinga. Einar Vilhjálmsson, fyrrverandi spjótkastari, hafði lengst manna trú á Waves og stofnaði nýtt félag, fs- öldur, þegar það fýrra gaf upp önd- ina. Allt kom þó fyrir ekki og yfir þúsund íslendingar sáu aldrei pen- ingana sína aftur. Nígeríumenn netvæðast Það var einnig árið 1998, sem virðist hafa verið nokkurs konar gullöld píramídasvindlanna, sem grandalausir íslendingar fóru að fá heldur ffamandi pósta á netföngin sín. Oftar en ekki voru þetta persónuleg bréf frá hershöfðingjum og konungbornum einstaklingum inni í myrkviðum Afríku. f þessum bréfum voru viðtakendur beðnir um að koma háum fjárhæðum undan valdagráðugum konungum eða einræðisherrum. Um var að ræða millifærslur, þeir sem hjálpuðu máttu búast við tugum milljóna fyrir greiðann. Þessir einstaklingar, sem börðust við þessi undarlegu vandræði, reyndust vera Nígeríumenn. Þeir báðu um bankaupplýsingar viðkomandi og tæmdu svo reikningana. f eitt skipti komu Nígeríusvindlararnir til íslands en þeir voru allir handteknir og dæmdir fýrir tilraun til fjársvika. Þá sem orðið hafa ríkir vegna þessa má telja á fingr- um handalauss manns. Banka- upplýsing- arnar sem fórnar- lömbin senda áleiðis eru notaðar til að tæma reikninginn en þó ekki fyrr en búið er að óska eftir smávægi- legu peningaframlagi til að koma lagi á viðskiptin. Fleiri þúsund manns víðs vegar á Vesturlöndum hafa misst aleiguna vegna þátttöku sinnar, þar á meðal einhverjir tugir íslendinga. A hverju ári fær efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra til sín kærur og kvartanir vegna bréfanna. Mark Ashley Wells Einhver frægasti píramída- svindlarinn sem hingað hefur kom- ið er án efa Mark Ashley Wells. Sióð- in eftir hann er sviðin en talið er að hann hafi komist af landi brott með hundrað milljónir króna. Hann virðist vera svo mikill svindlari að hann borgaði ekki einu sinni lög- fræðingnum sínum sem varði hann í einkamáli sem höfðað var á hend- ur Wells hér á landi. Fyrsta æðið sem Mark kom á var píramídabólan Sprinkle Network. Árið 2003 voru það frændur okk- ar í Noregi sem lögðu allt sitt fé í gróðabrallið með þeim afleiðingum að Mark flúði land. Eftir sátu hinir norsku með sárt ennið og enn var smugan fjölnýtt af ailra þjóða kvik- indum. f kjölfarið kemur Mark til fslands þar sem hann sannfærði íslendinga um að fjárfesta í Aquanetwork. Að sjálfsögðu gátu menn hagnast gríð- arlega á örstuttum tíma. Úr varð að íslendingar töpuðu um hundrað milljónum króna. Ein kona, Lesley Patricia Ágústsdóttir, fór í einka- mál við Mark í Héraðsdómi Reykja- víkur. Hún vann málið og átti að fá 2,7 milljónir króna til baka. Þær fékk hún aldrei. Mark var farinn af landi brott áður. Jafnvel verjandi Marks sat uppi með lögfræði- kostnað- Píramídar verða flóknir í dag eru einstaklingar orðnir nokkuð sjóaðir í píramídasvindlun- um. f kjölfarið hafa fjárglæframenn hannað flóknari, og enn meira sannfærandi píramídafléttur. Nú eru Forex-gjaldeyrisviðskiptafyrir- tækin vinsælust. Þá er sýslað með gjaldeyri og mönnum gefið vilyrði um gríðarlega ávöxtun á fé sínu á örstuttum tíma. Um er að ræða allt að 20 prósenta ávöxtun á mánuði. Til gamans má geta að einn rík- asti maður veraldar, og sá færasti í gjaldeyrisviðskiptum, Warren Buffet, sem stundar slfk viðskipti er með meðalávöxtunina 22 pró- sent á ári. Þá ávaxtar galdeyrisdeild Glitnis pund sitt um ríflega þrjátíu prósent á ári. Þó ekkert sé ólöglegt við viðskiptin má finna fjölmargar heimasíðu á netinu þar sem varað er við Forex og vilyrðum um skjótan gróða. Þeir sem hafa lengsta reynslu af fjármálum segja ekkert slíkt til sem heitir skjótur gróði. Fjármála- eftirlitið hefur á sínu borði viðvar- anir vegna slíks fyrirtækis. Ponzi-svindlið Píramídafyrirtæki eru ekki ólög- leg á íslandi. Þau eru það aftur á móti í fjölmörgum löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Malas- íu, Noregi, fran og svo framvegis. Enginn hefur beinlínis verið dæmdur fyrir píramídasvindl hér á landi, ef undanskildir eru Nígeríu- búarnir sem voru handteknir árið 2006. En skaðinn er ljós. Fjölmarg- ir fslendingar sem og milljónir aðrir hafa tapað gífurlegum upphæðum á slíkum ævintýrum. Sumir oftar en einu sinni í fleiri en einu píramída- svindli. Samkvæmt lýsingu á píramída- fyrirtækjum er ávallt lofað ótrúlegri ávöxtun. Það er oftar en ekki kennt við einhvern ffægasta svindlara allra tíma'i Bandaríkjunum, Charl- es Ponzi. Hann var ítalskur innflytj- andi en hann lést árið 1949. Hann varð frægastur fyrir að lofa fólki ótrúlegri ávöxtun fyrir lítinn pening. Svo virðist sem heimsbúar falli enn fyrir ríflega fimmtíu ára gömlum brellum hans. mn wzm um Vilt þu leysa ut milljarð? Oll píramidasvindl eiga það sameiginlegt að einstaklingum er lofað ríkidæmi á örstuttum tíma. Þó píramídasvindlin séu ný af nálinni er engu að síður búið að stunda þau í yfirfimmtiu ár. rsrnmuœ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.