Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 22. FEBÚAR 2008 HelgarblaB PV Við höfum drukkið bjor jafnlengi og við höfum borðað brauð. Allt frá því mannkynið lagði af hjarðmennsku og söfn- un og hóf fasta búsetu hefur kunnáttan í að sá fræjum og brugga bjór haldist í hendur. V „Orðin bier (þýska), beer (enska) og Biére (franska) eru öll runn- in frá latneska orðinu bibere sem þýðir ein- faldlega„að drekkaT Elstu dæmi um bruggun bjórs eru um það bil 5000 ára, frá Súmerum í Mesópótamíu og Egyptalandi faraó- anna. Elstu uppskriftina af bjór er að finna í „Sálmi til gyðjunnar Nikasi" sem var ristur á súmerska leirtöflu um það bil 1800 fyrir Krist. í lögum Hammúrabís, konungs í Babýloníu, var meðal annars mælt fyrir um að sá sem seldi útþynntan bjór skyldi hljóta dauðadóm. Þegar Evrópumenn hættu hjarð- lífi og hófu að yrkja jörðina breiddist út sú kunnátta að brugga ffumstæð- an mjöð. Forngrikkir og Rómverjar kusu heldur að gera vín og svo virð- ist sem Rómverjar hafi talið bjór- inn lélegan staðgengil vínsins. Þrátt fyrir þennan hrokafulla þankagang var bjórinn algengasti drykkurinn í norðurhluta Rómaríkis, þar sem vínviður óx ekki. Orðin Bier (þýska), beer (enska) og biére (franska) eru öll runnin frá latneska orðinu bibere sem þýðir einfaldlega „að drekka". Slavneska orðið yfir bjór, pivo, hefur sömu merkingu. Humalinn vantaði Við upphaf miðalda var bjór bruggaður úr korni eða hveiti sem var látið geijast og oft bragðbætt með ýmsum ávöxtum eða kryddi. Það vantaði nefnilega efni, sem síð- ar varð mikilvægt, humalinn, en hann barst sfðar til Evrópu úr tveim- ur ólíkum áttum. Slavar höfðu með sér humal- græðlinga þegar þeir komu að aust- an á tímum þjóðflutninganna miklu og á sjöundu öld höfðu þeir komið sér fyrir á svæðinu þar sem nú eru Bæheimur og Bæjaraland. Arabar lögðu Spán undir sig á áttundu öld. Þeir voru góðir vís- indamenn og ræktuðu humal til lyfjagerðar vegna róandi áhrifa hans. I Ijós kom að humallinn bætti bjórinn. Ef humli var bætt í bjórinn varð hann bragðbetri og geymslu- þoliðjókst. Á níundu öld var fyrst farið að rækta humal sérstaklega til bjór- gerðar í núverandi Tékklandi sem allar götur síðan hefur hald- £ ið stöðu sinni sem eitt af helstu bjórffamleiðslusvæðum heims. 4-5 lítrar á dag Þegar borgir fóru að mynd- ast í Evrópu á Öl Hefur lengi verið vinsæll drykkur í Evrópu, enfyrstu dæmin um bjórgerð eru frá Mesópót- amíu ((rak) og Egiftalandi. Brugghús i London 1875. miðöldumvarðatvinnulífiðsérhæfð- ara. Víða var bændum bannað að brugga bjór heima á bæjum sínum og bjórframleiðsla varð að iðngrein með þeim fríðindum og höftum sem því fylgdi. Margar heimildir eru til um öldrykkju á miðöldum. Svo virðist sem neyslan hafi verið mikil, allt að 4-5 lítrum á dag á mann. Og það voru ekki bara karlamir sem drukku á kránum. Maturinn var mjög saltur á miðöldum og því þurfti fólk að fá mikinn vökva. Neysluvatnið var oft lélegt og því varð ölið sá drykkur sem fólk drakk dagsdaglega, einnig konurogbörn. En áfengismagnið var lítið í því öli sem þannig var drukkið. Oft var gerður greinarmunur á venjulegu öli sem líktist léttöli nútímans og sterk- ara öli sem bmggað var og dmkkið til hátíðabrigða. Um aldamótin 1300 uppgötv- uðu ölgerðarmenn í Bæjaralandi að ölið varð bragðbetra ef það var geymt lengur við lágt hitastíg. Þar sem öl var geymt lengi í köldum kjöllurum fékk það nafnið geymslu- öl eða lageröl. Þessi aðferð var við- höfð í Bæjaralandi og Bæheimi, en varð ekki algeng annars staðar fyrr en fjögur hundmð ámm síðar. Porteröl og pilsner Sautjánda öldin var krepputími í Evrópu og þýsku og bæheimsku landsvæðin urðu sérlega illa úti þar sem allt athafnalíf hafði staðnað í þrjátíu ára stríðinu. Á Bretlands- eyjum stigu menn á hinn bóginn fyrstu skrefin í þá átt að gera landið að fyrsta iðnvædda ríki heims. Þar hófu menn að brugga dökkt öl með sérlega miklum humli og geyma það í viðarámum. Það þurfti fjármagn til að geyma öl og því spmttu ffam stórar ölgerðir. Nýja breska HVAR ER DRUKKIÐ MEST Allt frá timum Rómaveldis hafa verið skýr skil á milli öldrykkjuþjóða og víndrykkjuþjóða. Eftirfarandi tölur frá árinu 2004 sýna að skilin eru enn við lýði: ftalir og Frakkar eru hófsamir og drekka 30 og 35 lítra á mann á ári. Ekki kemur á óvart að Danir drekka mest Norðurlandaþjóða, eða 96 lítra, en Svíar, Norðmenn og (slendingar lepja um 50 lítra á ári hver þjóð. Þjóðverjar, (rar og Englendingar drekka rúmlega 100 lítra en Tékkar tróna á toppnum og drekka 160 lítra á ári.Tékkar hafa allt frá því þeir hófu humalrækt á 9. öld varið bjórmenningu sína með einkennisorðunum„því meira - þeim mun skemmtilegra". ölið var kallað porteröl og á átjándu öld varð það að tískudrykk um alla Norður-Evrópu. Alfred Guinness stofnaði hina ffægu ölgerð sína í Dublin á írlandi árið 1759. Iðnvæðingin og framfarir í tækni og vísindum leiddu til þróunar í öl- gerð. Lagerölið náði miklum vin- sældum á fimmta áratug nítjándu aldar og þegar menn í tékknesku borginni Pilsen tóku einmitt þá að brugga ljóst rafgulleitt öl sló það í gegn svo um munaði. Ljósa ölið varð víðast hvar vinsælla en hið dökka. æfr MILLJÓNIR LÍTRA Á . . HEiMSINS STÆRSTU HATIÐ I Á sextán dögum drekka (búar Bæjaralands ásamt gestum, sem koma gagngert alls staðar að úr heiminum, yfir sex milljónir Ktra af bjór við undirleik líflegrar umpabumpa-tónlistar. Og Októberhátíðin hefst þegar ( september. Uppruna hátiðarinnar, sem hefur verið kölluð stærsta hátíð heimsins, má rekja til brúðkaups Lúðvíks prins af Bæjaralandi og Theresu prinsessu af Sachen- Hilburghausen áriö 1810. Brúðkaupinu varfagnað með því aö halda mik- ið veðhlaup 17. október. Veðhlaupið varð að árlegum viðburðl en breyttist fljótlega i skemmtihátið með keiluspili, hringekjum og dansi. Þótt við tengjum hátíðina nú til dags freyðandi bjórog mikilli drykkju var það í raun ekki fyrr en árið 1880 að sala á öli var leyfðá hátlðinni. Októberhátiðinni hefur verið aflýst nokkrum sinnum/meðal annars vegna kólerufaraldra og styrjalda. Þó hefur verið hægt að halda hina rniklu hátíö (Bæjaralandi á hverju ári frá 1950. (ár verður hátiðin haldin frá 22. september til 7. október. -_ www.oktoberfest.de Egypsk leirstytta Frá 2450-2290 f.Kr, sýnir konu sem bruggaröl. m Lítil ölgerðarhús hverfa Á tuttugustu öldinni varð þróunin lengi vel sú að stór ölgerðarfyrirtæki báru hærri hlut í samkeppni við litlu öl- gerðarhúsin og öltegundirnar urðu hver annarri líkar. En undir lok aldarinnar tók fólk að snúast gegn þessari þróun. Þá varð það tíska hjá upplýstu fólki í stórborg- ■ . um að prófa mismunandi bjórteg- undir og mörg lítil og staðbundin "i ölgerðarhús hófu aftur að brugga , gamla bjórinn. Mestallt öl er þó , ennbruggaðístórumverksmiðjum um allan heim. Sumar af stærstu ölgerðum heims er nú að finna í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku --y ogAsíu. EFTIRSÖRUGriberg Brit með leyfí tímaritsins Sagan öll. Málverkið Síðasti dropinn Eftir Jan Havicksz Steen frá 17. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.