Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 57
H FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 57 PV Helgarblað * Sveitadrengur og andsliðsmaður Við vendum okkar kvæði í kross og leiðum talið að Grétari sjálfum. „Ég er nú bara sveitadrengur að upplagi," segirverkalýðsleiðtoginnþegarblaða- maður spyr hver Grétar Þorsteinsson sé. Grétar er sextíu og sjö ára, fæddur 20. október árið 1940 í Fróðholtshjá- leigu á Rangárvöllum, elstur þriggja sona hjónanna Jónínu Arnadóttur og Þorsteins Sigmundssonar. „Ég er fæddur á heimili móðurfor- eldra minna þar sem einmitt um þetta leyti voru foreldrar mínir að koma sér hrir á nýbýli sem hét Vestra-Fróðholt. Ég var að verða eins árs þegar þau hófu búskap þar og þar bjó ég fram til sextán ára aldurs þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Auðvitað var ég æði mik- ið í sveitinni íýrstu árin á eftír og eft- ir að ég varð fjölskyldumaður. Ég hef því mjög sterkar taugar til sveitarinn- ar og er afar þakklátur fýrir að vera al- inn upp í sveit. Það er ómetanlegt að alast upp við þetta frjálsræði og víð- áttu. Þetta er á miðri sléttunni á Suð- urlandi þannig að það var hátt tíl lofts og vítt til veggja eins og þar stendur. Og að upplifa samskiptín við dýrin og sveitalífið er hreinlega ómetanlegt," segir Grétar og hlýnar greinilega um hjartaræmrnar við það að láta hugann reika aftur tíl æskuáranna. Samt segir hann aldrei hafa komið til greina að gerast bóndi. „Svo merkilegt sem það er í ljósi þess hve ég naut þess að alast upp við þessar aðstæður, þá einhvern veginn hvarflaði það aldrei að mér." Grétar á íþróttaferil að baki en hann var um tíma landsliðsmaður í ffjálsum íþróttum. „Auðvitað var maður eitthvað að hlaupa og stökkva í sveitínni eins og allir jafnaldrar manns. Ég held að skýringin á því að ég fór að æfa hafi hins vegar ver- ið sú að nánast um leið og ég kom tíl Reykjavíkur kynntíst ég jafnöldrum mínum sem voru í íþróttum, bæði knattspyrnu og frjálsum. Af einhverj- um ástæðum hafði ég takmarkaðan áhuga fyrir knattspyrnu en fór að æfa frjálsar," segir Grétar og einbeitti hann sér þar að spretthlaupunum - 100 metrunum, 200 og 400. Brauðstrit í stað íþróttaferils Grétar kveðst hafa sett hlaupa- skóna alltof fljótt á hilluna. „Ég var rösklega tvítugur þegar ég hættí. Það var einfaldleg þannig að ég var búinn að stofna fjölskyldu, farinn að eignast börn og lífsbaráttan bauð bara ekki upp á það að sinna þessu áffam. Síð- ustu tvö árin náði ég kannski að skila dagvinnunni en á þeim árum, og svo sem hjá mörgum enn í dag, nægði það manni ekki tíl þess að lifa. Ég varð því að gera þessa hlutí upp við mig, og það var einfalt. Auðvitað valdi ég að reyna að sjá með sómasam- legum hætti fyrir minni fjölskyldu. En vissulega hefði ég kosið að eiga þarna nokkur ár til viðbótar. Ef mað- ur hefði ekki orðið fyrir neinu áfalli hefðu þetta væntanlega orðið bestu árin." Aðspurður hvort hann hafi ver- ið efnilegur svarar Grétar af hógværð að sumir hafi haldið þvf fram. Lands- liðssætíð hlýtur þó að segja meira en mörg orð í því sambandi. Frá því Grétar flutti á mölina hefur hann búið alla tíð í Reykjavík. Húsa- smíði varð svo fýrir valinu þegar kom að því að velja sér starfsvettvang, hann lauk prófi í þeirri iðn árið 1961 og starfaði um árabil við húsa- og húsgagnasmíðar. „Ég hafði áhuga fyrir smíðum. Kari faðir minn var sveitasmiður og það kann að hafa haft einhver áhrif. Ég man líka að afi minn var mildll snill- ingur í höndunum. Ég er því ekki frá því að þetta sé í genunum. Hins vegar stóð alltaf til að þetta yrði fyrsta skref- ið í áttína að því að verða arkitekt. Það er kannski eitthvað svipað með það og íþróttaferilinn - manni fannst að maður þyrftí bara að puða til að fjöl- skyldan kæmist sæmilega af. En auð- vitað var mér svo sem engin meiri vorkunn en mörgum öðrum jafnöldr- um mínum sem fóru í framhaldsnám, en mitt val var svona og ég sé ekkert eftír því." Hættiaðvinna 1978 Grétar kunni mjög vel við sig í smiðshlutverkinu. En hann hóf snemma afskiptí af verkalýðsmálum, var kjörinn í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur árið 1971 og varð síðan formaður þess sjö árum seinna. Hann ^ gegndi því starfi næstu tvo áratugina. „Ég segi við félaga mína í þessu umhverfi að ég hafi hætt að vinna 78," segir Grétar og brosir í kampinn. „Síðan þá hef ég verið í fullu starfi á vettvangi verkalýðshreyfingarinn- ar. Ég held að samhugur með þeim sem minna máttu sín hafi verið eitt- hvað sem ég tileinkaði mér í uppeld- inu. Það er auðvitað grundvallaratriði í verkalýðsbaráttunni. Þegar ég kom í bæinn fór ég reyndar líka að starfa mikið með bindindishreyfingunni. Þar var rík áhersla, fyrir utan bindind- ið, á að huga að hlutskiptí lítílmagn- ans. Þetta fór því allt saman," segir Grétar sem hefur verið bindindismað- ur alla tíð. Hann hefur ekki hafa starf- að á þessum vettvangi í á annan ára- tug vegna tímaskorts. „Hann er ekki til skiptanna þessi tími sem maður hefur þegar maður er kominn í svona starf. Það breytir þó engu um grund- vallarviðhorf." Um aðdragandann að því að hann varð forsetí ASÍ fyrir tólf árum segir Grétar að fljótlega eftír að hann lauk ;» námi hafi hann farið að mæta á fundi hjá Trésmiðafélaginu. „Nokkrum árum eftir að ég lauk sveinsprófi var ég - mér liggur við að segja plataður - til að gefa kost á mér sem varamaður í trúnaðarráð. Síðan varð ég aðalmað- ur í ráðinu, svo varamaður í stjórn, síðan aðalmaður í stjórn, svo varafor- maður félagsins og loks formaður. Á •. þessum árum var ég líka kominn á kaf í störf fyrir Samband byggingamanna. Síðustu árin sem það starfaði var ég kominn í stöðu formanns þar en það sameinaðist síðan Félagi málmiðn- aðarmanna. Ég var síðan fyrstí for- maður Samiðnar eftir stofnun þess sambands árið 1993. Þá var ég kom- inn í hóp sem menn kalla forystulið- ið á vettvangi Alþýðusambandsins. Árið 1992 var þjarmað svolítið að mér með að sækjast eftír embættí forseta sambandsins en félagi minn, Bene- dikt Davíðsson, var þá kosinn forsetí. Hanngafsíðanekkikostásérl996og ;• þá var lagt mjög hart að mér af félög- um mínum sem endaði með því að ég lét tilleiðast. Og hér er ég.“ Tíminn læknar ekki öll sár Á þeim tólf árum sem liðin eru segist Grétar aðspurður ekki vera bú- inn að fá leið á starfinu. „En auðvitað eru skin og skúrir í þessu eins og öllu. Það er bara þannig. Stundum verður maður fyrir miklum vonbrigðum, en svo koma augnablik sem halda manni á flotí í þessu. Eitt þannig augnablik er núna. Eftír samninga sem tak- ast vel líður manni afskaplega vel og þeir fleyta manni nokkra mánuði inn í ffamtíðina. Þetta er heillandi starf í eðli sínu, felur í sér mikil samskiptí við Qölda fólks og það er kannski það sem gefur þessu mest gildi." Grétar hefúr einnig upplifað skin og skúrir í einkalífinu. Hann lagðist inn á geðdeild í tvo mánuði árið 2000 eins og Grétar hefur talað opinskátt um í viðtölum. Hann eignaðist fjögur böm, Jón Gunnar, Nínu Karen, Hjört Þór og Selmu Björk, með konu sinni, Söndm Jóhannsdóttur, auk einnar uppeldisdóttur, Jódísar Jóhannsdótt- ur. Eldri sonur Grétars, Jón Gunnar, féll frá í desember síðastliðnum eftír að hafa háð harða baráttu við krabba- mein. Jón Gunnar, sem var tæplega fjörutíu og sjö ára, starfaði mestall- an starfsferilinn í fjölmiðlum, þar af síðustu ellefu árin á fréttastofu Sjón- varpsins. Hugur hans stóð einnig til hagsmunabaráttu líkt og foður hans og var Jón í stjórn Félags fréttamanna 1999 tíl 2005 og formaður frá 2001. Jón gegndi einnig ýmsum trúnaðar- störfum innan íþróttahreyfingarinn- ar, sat meðal annars í stjórn Tennis- sambands Islands og var formaður fþróttabandalags Hafnarfjarðat' frá 2003. Hann lætur eftír sig eiginkonu og þrjú börn. Grétar segir að vikurnar sem liðn- ar em frá andlátí Jóns Gunnars hafi verið mjög erfiðar. „Þetta hefur ver- ið skelfileg martröð. Og hún stendur yfir enn." Grétar gerir hlé á máli sfnu. Augun verða rök. Lítur þú lífið öðrum » augum eftir þessa erfiðu lífsreynslu? „Auðvitað er það þannig. Og auðvit- að mun svona áfall fylgja manni allt lífið. Það sem sagt er, að tfminn lækni öll sár, er því ihiður ekki rétt. Tíminn hjálpar manni bara að lifa með sorg- inni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.