Peningamál - 01.12.2005, Page 21

Peningamál - 01.12.2005, Page 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 21 Könnun Gallup sýnir að forsvarsmenn fyrirtækja telja almennt að núverandi aðstæður í efnahagslífinu séu mjög góðar. Hins vegar eru þeir mun svartsýnni en í febrúar þegar spurt er um stöðu efnahags- mála eftir sex og tólf mánuði. Fjármunamyndun hins opinbera dregst heldur meira saman í ár og á næsta ári en áður var talið Eins og kom fram í umfjölluninni um samneyslu hér að framan, hafa ýmsar upplýsingar er lúta að hinu opinbera litið dagsins ljós frá því að Seðlabankinn birti síðustu þjóðhagsspá. Nokkur breyting hefur því orðið á spá bankans af þessum sökum. Í september spáði bankinn þó nokkrum samdrætti í fjárfestingu hins opinbera á þessu og næsta ári en verulegri aukningu árið 2007. Spáin hljóðaði upp á um 7% samdrátt á yfirstandandi ári, 9% á næsta ári og um 23% aukningu árið 2007. Nú er gert ráð fyrir enn meiri sam - drætti fjármunamyndunar hins opinbera í ár og árið 2006 og nokkru meiri vexti árið 2007. Hér er þó rétt að árétta að fjárfesting hins opinbera vegur ekki mjög þungt í heildarfjármunamyndun. Breyt ing í opinberri fjárfestingu um nokkrar prósentur felur því ekki í sér mikla breytingu á heildarfjárfestingu. Í spánni er byggt á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006, en í því er gert ráð fyrir tæplega 20% samdrætti fjárfestingar ríkisins, bæði í ár og árið 2006. Einnig er spáð 5% samdrætti fjármunamyndunar sveit- ar félaga á yfirstandandi ári og tæplega 12% samdrætti á því næsta. Þótt heldur óvanalegt sé að fjárfesting dragist verulega saman á því ári sem sveitarstjórnarkosningar fara fram er vöxturinn gjarnan mestur árið fyrir kosningar. Spá Seðlabankans fyrir árið 2007 byggist að nokkru leyti á nýrri langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins. Í henni er gert ráð fyrir að fjár- festing ríkisins árið 2007 aukist um u.þ.b. 90%. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að fjárfesting sveitarfélaga dragist saman um 21% á ár - inu 2007. Samkvæmt því yrði fjárfesting sveitarfélaga hin lægsta í 25 ár miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Spá Seðlabankans gerir hins veg ar ráð fyrir um 13% samdrætti. Misvísandi vísbendingar um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði Í september spáði Seðlabankinn að fjárfesting í íbúðarhúsnæði ykist um 12% í ár og um 10% á því næsta. Á árinu 2007 gerir bankinn ráð fyrir að fjárfesting í íbúð arhúsnæði standi u.þ.b. í stað frá fyrra ári. Vextir íbúðaveðlána hafa hækkað frá því að lokið var við endur- skoðaða spá en það hefur þó ekki teljandi áhrif þar sem hækkunin er í takt við þróun verðtryggðra vaxta í spánni. Aðrar vísbendingar um íbúðarfjárfestingu hafa í raun lítið breyst frá því í september og því eru litlar breytingar á spá bankans um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Þessar vísbendingar eru hins vegar, eins og í sept ember, nokkuð misvísandi. Áætla má út frá fjölda byggingarleyfa að magnaukningin hafi verið 16% á síðasta ári og verði 22% á þessu ári. Tölur frá Fasteignamati ríkisins segja svipaða sögu fyrir árið 2004 en samkvæmt þeim voru tæplega 18-20% fleiri fasteignir byggðar á árinu 2004 en á árinu 2003. Tölur frá Hagstofunni gefa aðeins aðra mynd en samkvæmt -40 -20 0 20 40 60 2007200620052004200320022001200019991998 Hið opinbera Íbúðarhúsnæði Atvinnuvegir Fjármunamyndun í heild Mynd IV-6 Vöxtur fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1998-20071 Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.