Peningamál - 01.12.2005, Side 63

Peningamál - 01.12.2005, Side 63
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 63 Viðskiptabankarnir þrír hafa nýtt sér aukna stærð og hagstæð skil- yrði til öfl unar lánsfjár á erlendum mörkuðum til fjárfestinga og útrásar. Er svo komið að um helmingur eigna þriggja stærstu viðskiptabank- anna er hjá erlendum dótturfélögum og sömuleiðis stafa um 50% af hreinum rekstrartekjum bankanna frá starfsemi þeirra erlendis.11 Loks ber að geta þess að á síðasta ári hófu bankarnir að bjóða fasteignaveðlán á mun lægri vöxtum en áður hafði þekkst og hefur það leitt til gífurlegrar útlánaaukningar, líkt og verður fjallað um hér á eftir. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum Mikið ójafnvægi einkennir núverandi ástand efnahagsmála þar sem sam an fer metviðskiptahalli, raungengi í sögulegum hæðum, mikil hækk un íbúðaverðs, vaxandi skuldsetning heimila, fyrirtækja og þjóð- ar búskaparins í heild sinni og verðbólga yfi r markmiði Seðlabankans. Vöxtur einkaneyslu hefur sömuleiðis verið afar mikill undanfarin tvö ár og hefur hann verið drifi nn áfram af aukinni skuldsetningu fremur en vexti ráðstöfunartekna, líkt og bent var á í síðustu útgáfu Peninga- mála. Fjármunamyndun hefur einnig aukist stórlega, einkum vegna mikilla stóriðjufjárfestinga, en horfur eru á að heldur dragi úr þeim vexti á næsta ári og enn frekar árið 2007. Stóriðjuframkvæmdir, uppstokkun á lánamarkaði og mikil bjart- sýni hafa leitt til gríðarlegs vaxtar í innlendri eftirspurn sem skilar sér í auknum verðbólguþrýstingi í hagkerfi nu. Ein meginbirtingarmynd þessa ástands er hömlulaus eftirspurn eftir lánsfé og sú feikimikla útlána aukning til heimila og fyrirtækja sem hún hefur leitt til. Hröð útlánaaukning Útlán innlánastofnana hafa aukist hröðum skrefum á síðustu árum og aukið peningalegt aðhald hefur ekki hamlað þeim vexti enn sem kom ið er, sjá mynd 4. Í september í ár nam tólf mánaða aukning inn- lendra útlána rúmlega 59% að áætluðum gengis- og vísitöluáhrifum frátöldum. Útlán til einstaklinga jukust um tæplega 118% og til inn- lendra fyrirtækja um rúmlega 42% (sjá Seðlabanka Íslands, 2005b). Útlánaaukning til innlendra aðila síðustu tólf mánaða skýrist að nokkru leyti af tilkomu nýju íbúðarlána viðskiptabankanna sem að stórum hluta fóru í uppgreiðslu eldri lána hjá Íbúðalánasjóði. Útlán til erlendra aðila hafa einnig aukist og hefur vægi þeirra aukist úr 7% af heildar- lánum innlánsstofnana m.v. móðurfélög í lok júní 2003 í 20% í lok júní 2005 (sjá Fjármálaeftirlitið, 2005). Þessi stórfellda útlánaaukning hefur skapað þrýsting á hækkun vaxta, bæði vegna aukins þrýstings á fjármögnun og með því að ýta undir verðbólgu sem hefur leitt til hækkunar nafnvaxta, ekki síst vegna aukins aðhalds peningayfi rvalda, þ.e. hækkana stýrivaxta. Vextir hafa hins vegar haldist lágir erlendis og vaxtamunurinn við útlönd hefur því farið hraðvaxandi. 11. Sjá nánari umfjöllun í Fjármálastöðugleika 2005, sérriti Seðlabanka Íslands sem var gefi ð út í fyrsta skipti á vormánuðum. -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 0504030201009998979695 Mynd 3 Viðskiptajöfnuður 1995-20051 1. Gildi fyrir árið 2005 er spá Seðlabankans. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af VLF 0 500 1.000 1.500 2.000 Útlán til heimila Útlán til fyrirtækja 04020098969492 Mynd 4 Útlán til heimila og fyrirtækja 1992-2005 Staða útlána lánakerfisins til heimila og fyrirtækja í lok árs 1 1. Lánaflokkun var breytt á árinu 2003. Tölur fyrir 2005 eru í lok júní. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.