Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 17

Skírnir - 01.01.1967, Page 17
Skírnir H. C. Andersen og Cliarles Dickens 15 yðar. Ég met það mjög mikils og er stoltur af því og tek það sem mikinn heiður, og varla fæ ég með orðum lýst, hvers virði mér er svo göfugt mark um hugulsemi frá snillingi eins og yður.“ Af sögunum fannst Dickens mest til um „Det gamle Huus“. „Ég las þá sögu aftur og aftur, með óumræði- legum fögnuði.“ Og Dickens heldur áfram: „Komið til Eng- lands aftur, sem fyrst! En hvað sem þér annars gerið, þá hættið ekki að skrifa, því að við höfum ekki efni á að missa af neinni hugsun yðar. Þær eru of fagrar í hreinleik sínum og einfaldleik til þess að vera lokaðar inni í yðar eigin höfði.“ Kunningsskapur H. C. Andersens og Charles Dickens hafði mjög bráðlega þróazt í vináttu, sem studdist við gagnkvæma bókmenntalega aðdáun. En fullt jafnræði var ekki í þeirri vináttu. Bréf Dickens eru elskuleg og full af góðvild, en ef til vill vottar fyrir yfirlæti í tóninum. Andersen var heitur og hrifinn, það hafði gerzt úrslitaviðburður í lífi hans. * Næstu tíu árin hittust þeir ekki aftur, H. C. Andersen og Dickens, en mér hefur tekizt að hafa upp á næstum því öll- um bréfum, sem á milli þeirra fóru þessi tíu ár. I september 1848 birtist skáldsaga Andersens, „De to Bar- onesser“, á ensku, tveimur mánuðum áður en hún kom út á dönsku, og Andersen hafði séð til þess, að eintak af bókinni yrði sent Dickens sem gjöf. Þegar Andersen fékk ekkert þakk- arbréf, skrifaði hann Dickens í apríl 1849 til þess að spyrja hann, hvort hann hefði fengið bókina, og í eftirmála tjáði hann Dickens, að hann hygðist hráðlega fara til Stokkhólms og þaðan til Finnlands. Dickens svaraði hinn 4. júní 1849: „Kæri, dáði Andersen minn. — Ég sendi þetta skyndibréf yfir hafið til yðar til þess að þakka þá gleði, sem yðar góða bréf hjó mér, og ég full- vissa yður um, að þér lifið, alltaf nýr, í huga mínum. Kona mín og börn biðja mig að skila kveðju sinni til yðar, og við viljum öll fá að vita, hvenær þér ætlið að gera okkur ham- ingjusamari og betri með því að skrifa nýja bók. Við öfund- um Stokkhólm og öfundum Finnland, og við segjum hvert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.