Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 66

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 66
Jón Sveinbjömsson atvikssetningar á íslensku. Setningatengsl eru einnig önnur. Á grísku fer illa á því að hafa setningar án tenginga, en á íslensku getur farið vel á því og oft annkannalegt að sjá t.d. margar setningar hefjast á samtengingunni »og“.51 Hinn þýddi texti er verk þess sem þýðir, þar sem ein túlkun eða þýðingarlausn er tekin fram yfír aðrar, sem ef til vill kæmu eins til greina. Nokkur þekking á grísku máli er því nauðsynleg til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir „nákvæmni“ þýðingar. Athyglisvert er að bera saman þýðingar eins og Revised Standard Version (RSV), sem stendur gríska textanum nokkuð nærri að ytri gerð, og Today's English Version (TEV), þar sem gríski textinn hefur verið greindur í „kjamasetningar“ og síðan færður yfir á nútíma ensku. Nánar er fjallað um biblíuþýðingar í bókinni The Theory and Practice of Translation eftir Eugene Á. Nida og Charles R. Taber.52 Þegar biblíuþýðing er lesin getur verið ástæða til að athuga hvort þýða megi orð og orðasambönd á annan hátt en gert hefur verið, eða hvort segja megi einhverjar setningar á skýrari hátt, hvort íslenskt orð sem notað er til að þýða grískt orð nái merkingarþætti gríska orðsins, hvort tíðarmerking grískunnar komi nógu glögglega fram, hvort nauðsynlegt sé að leysa upp eignarfallsliði, hvort ástæða væri að þýða nafnorð í grísku sem felur í sér verknaðarmerkingu með sagnorði á íslensku, og svo mætti lengi telja. Auk orðabóka hafa menn fyrst og fremst notað orðstöðulykla til þess að kanna málnotkun og merkingarþætti grískra orða og orðasambanda, en nú er hægt að nota tölvur og leita að orðum og talsháttum á miklu fljótvirkari hátt en áður hefur þekkst53 (b). í þessum þætti reynum við að afla okkur sem gleggstrar myndar af kaflanum sem við emm að ritskýra, og í því skyni skoðum við m.a. eftirtalin atriði til glöggvunar og til greiningar á innihaldi: Upphaf og lok textans sem ritskýra á, innri skiptingu hans, og þrengra og víðara samhengi innan ritsins (c). Tíma- og staðarákvarðanir í textanum (d). 51 Sjá nánar: Jón Sveinbjömsson „í tilefni nýrrar Biblíuþýðingar," Orðið, 14-16. árg. 1979-1982, bls. 3-16. 52 E.A. Nida & Ch. R. Taber, The Theory and Practice of Translation, (Leiden: Brill, 1969); J. de Waard & E. A. Nida, From One Language toAnother. Functional Equivalence in Bible Translating, (Nashville: Thomas Nelson, 1986); Jón Sveinbjömsson, „Eugene Albert Nida,“ Orðið, 21. árg. l.tbl. 1987, bls. 48-49. 53 Nú er mögulegt að fá allar grískar bókmenntir á geisladiskum frá TLG (Thesaums Linguae Graecae) við University of Califomia, Irvine. Miklir möguleikar felast í notkun tölva við ritskýringu, og em menn smám saman að gera sér það ljóst. Sjá t.d. M. D. Langston, „The Old Paradigm in Computer Aids to Invention: A Critical Review,“ Rhetorical Society Quarteriy, XVI,4 (1986) bls. 261-284; T.E. Boomershine, „Biblical Megatrends: Towards a Paradigm for the Interpretation of the Bible in Electronic Media,“ Seminar Papers, Society of Biblical Literature, Annual Meeting 1987 (Atlanta: Scholars Press, 1987) bls. 144 - 157. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.