Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 50

Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 50
48 Eysteinn Þorvaldsson: aðist til að taka afstöðu til efnisins, líkt og ég þjappaði því saman í lófa mínum í einhlíta merkingu, þótt enn væri dult kveðið.1*1 En það reyndist örðugt að samræma pólitísk við- horf og umbúðalitla eða beinskeytta túlkun þeirra í ljóðlisL „Vandi minn var sá að ljóðmál mitt var ekki fallið til að ná eyrum almennings. Því mátti fremur lfkja við eintal sálar- innar en beina ræðu til fróðleiks eða viðvörunar. Eg var eins og einangraður fangi í klefa sem fléttaði fingur um það sem máli skipti og kom því ekki áleiðis til réttra viðtakenda.“2 Hann hafði semsagt áhyggjur af því að hann kæmi ekki til skila til réttra viðtakenda þeim boðskap sem honum fannst skipta máli. En skáldlistin lét ekki að vilja og stjóm póli- tísks erindrekstrar í því formi sem hann hafði tíðkast í ljóða- gerð: „Eg hafði reynslu fyrir því, að jafnskjótt og ég reyndi að forma ræðu í skáldskap og ganga erinda markvissra skoðana, fór annaðhvort skáldskapurinn úr böndum eða sjö lásar voru hengdir fyrir kjaftinn á mér. Aftur á móti orti ég liðugt jafnskjótt og ég talaði líkt og upp úr svefni og lét hugmynd tengjast hugmynd af sjálfu sér og tákn ráða merk- ingum eins og í draumi.“3 Þama hefur Hannes lýst vanda módemista sem hefur þörf og fæmi til að fara nýjar leiðir í list sinni en stendur jafnffamt frammi fyrir þeirri staðreynd að hann hljóti ekki athygli þeirra sem hann vill ná til. Hann- es heldur fram réttinum til að túlka nýjan veruleika samtím- ans á annan hátt en gert var í hefðbundnum baráttuskáld- skap. I rökræðum um Imbrudaga segir hann: „Eg hélt því . . . fram að hreinn „skoðanaskáldskapur“ væri úreltur og nútímaskáld þyrftu að beita öðrum brögðum til að gegn- umlýsa flókinn vemleika og skapa lifandi skáldskap . . “4 Þessa skoðun skáldsins staðfesta vissulega mörg bestu ljóða hans. En lengi vel virðast efasemdimar samt skjóta upp kollinum, a.m.k. allan sjötta áratuginn og rækilegast í skáldasamræðunum í Birtingi, 3.-4. hefti 1958. Þar segir Hannes að nútímaljóðið sé statt í sjálfheldu, á því brenni þörfin til andófs og uppreisnar gegn ógnum kalda stríðsins og atómsprengjunnar, en nútímaskáldin vantreysti orðinu. Hannes setur þama fram svipaða kröfu og sósíalrealistar á 4. áratugnum: skáldin eigi nú að beita ljóðlistinni til aö hefja 1 1985, bls. 61. 2 1985, bls. 60-61 3 1985, bls. 61. 4 1985, bls. 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.