Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 44
42 Eysteinn Þorvaldsson: hér hafi mýtan um innblástur fengið staðfestingu. Sjálfum þykir Hannesi að vinnubrögð sín við Dymbilvöku hafi fremur líkst útblæstri en innblæstri, - ljóðin hafi lengi búið með honum uns þau fengu útrás. Annars er engu Iíkara en að Hannes hafi í æsku gert þá gamalkunnu hugmynd að sinni að innblástur væri aðal og upphaf skáldskapar. I endurminningunum bregður hann al- loft upp mynd af sjálfum sér þar sem hann situr einn yfir auðri pappírsörk, horfist í augu við borðlampann og bíður eftir andagift sem ekki kemur. Hann skortir einbeitingu og verkkunnáttu en innifyrir ólgar tjáningarþörfm sem á erfitt með að brjótast fram og það eykur óeirðina. Þetta haust í Stafangri temur Hannes sér nýja vinnuaðferð og hún er fyrir tvennt athyglisverð. í fyrsta lagi beitir hann vísvitandi gamalkunnu verklagi súrrealista og í ööru lagi ætlar hann sér að nýta ljóðagerðina til sjálfskönnunar. Hann lætur óvægna vekjaraklukku hringja eldsnemma hvem morgun og tekur síðan að hlera eftir eftir orðum í kyrrðinni. „Það var trú mín að eitthvað myndi kvisast ef ég hleraði nógu lengi."1 Hann leitast við að virkja undirvitundina, fanga það sem í hugann kemur og festa það ómengað í ljóð- form. „Veruleikinn var þrátt fyrir allt ekki annað en úrval skilningarvitanna úr glundroða efnis og lífs, og þessvegna lá í augum uppi að orð gátu verið margræð. Það reið á að grandgæfa þau eins og fjölstrendan sannleika. Að öðru leyti treysti ég skáldlegri leiðsögn undirvitundarinnar eins og súrrealistar11.2 Hann ætlar ekki að endurtaka skáldskaparað- ferð Dymbilvöku þótt hún hafi í raun ekki verið ólík þeirri sem hann beitti hér. En nú hefur skáldið ákveðið áform: „. . . nú vildi ég njósna um sjálfan mig, um orðin sem yrðu mér á munni, og komast til boms í hvað fyrir mér vekti.“3 Hann einsetur sér semsagt að kanna eigin hugar- heim og forvitnast um „fjölstrendan sannleika“ orðanna í ljóömáli sjálfs sín. Forvitnilegt er að sjá hvað þessi sérkennilega ratsjártækni leiðir í ljós um það sem í huga skáldsins býr. Það reynist vera skáldskapurinn sjálfur og vandamál hans sem koma fyrst á skerminn: 1 1985, bls. 57. 2 1985, bls. 58. 3 1985, bls. 58.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.