Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 53

Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 53
Eysleinn Þorvaldsson: 51 um heimi sem birtist í Sprekum á eldinn 1961. Af sama toga er ljóðaflokkurinn Fréttaskeyti í Jarteiknum 1966. Báðir sýna þessir pólitísku áróðursbálkar dapurlegan af- rakstur kenningarinnar um hið skorinorða ljóð. Þeir stað- festa að ljóð í slíkum stíl eru illa rætt í ljóðsköpun skáldsins. Þau minna á ótalmargar aðrar rímaðar ræður annarra brags- miða og í samræmi við það yrkir skáldið rammhefðbundið þegar hann bregður sér í þennan ham. En þetta eru eiginlega undantekningar eða tilraunir. Jafnframt hélt Hannes áfram að koma pólitískum hugðarefnum sínum á ffamfæri í fjöl- mörgum öðrum ljóðum með sínum sérstæða hætti, með sín- um myndsækna ljóðstíl og sérkennilega magnaða tungutaki sem gefa ljóðum hans oft á tíðum rismikið og heillandi svip- mót og laðar lesandann að inntaki þeirra. A skáldferli Hannesar Sigfússonar eru átökin milli hug- myndafræði og listrænnar ljóðtjáningar auðsæjust á um það bil 10 ára tímabili. I ljóðagerð hans endurspeglast þau í ljóðabókunum Imbrudögum, 1951, og Sprekum á eldinn, 1961, og hefur það verið rakið hér að framan. Stíll ljóðanna í Jarteiknum, 1966, og raunar líka í örvamæli, 1978, er svipaður og í Sprekum á eldinn en vandamál skáldskapar eru ekki lengur fyrirferðarmikið umfjöllunarefni. Heims- málin fá hinsvegar ríflega umræðu í miðhluta Jarteikna sem heitir Ndvígi. Tjáningin í Jarteiknum er nokkru ein- faldari en í fyrri pólitískum ljóðum Hannesar, ádeilutónnin auðheyranlegri en ljóðin einkennast enn sem fyrr af ríkri myndvísi og frumlegu táknsæi. I síðustu ljóðabók Hannesar, örvamæli, eru flest ljóðin með einfaldari framsetningu en áður og myndvísin auðskildari en þó meginstyrkur ljóðanna sem fyrr. Þjóðfélags- og heimsmálaádeila er að mestu horf- in. Flest ljóðin fjalla um tilvistarvanda nútímamannsins, af- stöðu hans til náttúrunnar og samskiptin við hana. I Örvamæli eru skáldskaparvandamálin ekki til umræðu en Ijóðið Lausnir er þó freistandi að skoða sem lýsingu á því skáldlega áhlaupi sem yrking ljóðanna í þessari bók var og lesa má um í Framhaldslifl förumanns. í Jarteiknum er samt öllu eftirminnilegra ljóð um ljóðlist, Fallhlífar Ijóðs míns, en þar eru álitamálin ekki lengur á döfinni heldur einskonar greinargerð sem túlka má sem sættir skáldsins við hlutverk ljóða sinna. Hannes hefur sennilega yfirunnið efa- semdir og togstreitu sem hafði verið athyglisverður þáttur í skáldskap hans um alllanga hríð. Nú eru honum hugstæðari þau sannindi að ljóðin megi lifa þótt maðurinn sé hrömun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.