Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 52

Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 52
50 Eysteinn Þorvaldsson: út á lognsævi þessarar eilífðar róandi stólum, og hægindum um rökkvaðar stofur hugfangnir af þeim möguleika að breytast sjálfir í skugga (bls. 100-101) Hér er enn hamrað á því sama, líkt og mælandinn sé að reyna að sannfæra sjálfan sig um að tjáningarmáti sinn sé óhæfur og að nú sé tímabært að tíðka hin breiðu spjót. En það gekk illa að koma þessari kenningu og sköpunargáfu skáldsins saman í eitt. Um það vitna skýrast ljóð Hannesar Sigfússonar í Sprekum á eldinn og enn í Jarteiknum 1966 en þau eru langflest laus við einkenni einfalds baráttuskáld- skapar. Ljóðabálkurinn Vetrarmyndir úr lífi skálda, ortur veturinn 1957-58, snertir einnig þetta sjónarmið. “Þar er lýst flóttaleið skálda burt frá ísöldinni til rómantískrar fortíðar þar sem fegurðin ríkir ein“.1 í bálkinum er hvert ljóðið öðru fegurra og óvíða rís myndvísi skáldsins hærra. En svo má á Hannesi skilja í endurminningunum að hann hafi haft nokk- urt samviskubit yfir því að hafa í ljóðunum vikið sér undan átökum við veruleikann og gefið rómantískri draumhygli lausan taum. Eitt erindi Vetrarmynda skal hér tilfært: Æ okkur varð starsýnt á leiftrið sem lífæð þverrandi ljóss og bugðóttan farveg undan blárri nögl hinnar frostbitnu stundar streymdi von okkar blinduð tárum og tíbrá kynlegra töfra - inn í víðan goðheim lokkandi sagnar um sokkin lönd er hófust úr gleymsku og þögn í grænan sólgullinn veruleika (bls. 92) Hannes Sigfússon lét ekki sitja við yfirlýsinguna í Birtingi um nauðsyn hins skorinorða ljóðs. Hann segist hafa verið gripinn þörf til að yrkja kvæði er styngi í stúf við Sovétníð borgarapressunnar, og jafnframt „einsetti ég mér að reka loks af mér slyðruorðið og yrkja í þeim gagnorða stíl sem ég hafði fjölyrt um í Birtingi en mér hafði enn ekki tekist að ná valdi á.“2 Eftirtekjan var ljóðaflokkurinn Landnám í nýj- 1 1985, bls. 149. 2 1985, bls. 177.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.