Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 12

Ljóðormur - 01.07.1988, Blaðsíða 12
10 ísak Harðarson Hafinu veröur ekki breytt í forrit Hafinu verður ekki breytt í forrit. Það mun verða reynt en það mun ekki takast. Þess vegna munu þeir þurrka það upp. Þeir munu þurrka allt upp og út sem ekki verð- ur hægt að breyta í forrit Hafið er of ruglingslegt. Of sleipt. Oljóst. Þeir munu þó ekki útrýma því gersamlega. Þetta verður praktísk kynslóð og það er ekki praktískt að gereyða hafinu. Þeir munu skilja eftir poll. Innhaf einsog t.d. Svartahaf- ið. Af hámákvæmri stærð: Nógu stórt til að líkjast raun- verulegu hafi en ekki of stórt til að vera ekki fyrir. Full- komna eftirlíkingu. Með öldum, flóði og fjöru, seltulykt og möguleika á brimi. Æ og öllu stýranlegu með tökk- um; tunglið valdalaust í þeirri veröld. Það verður mjög praktískt að hafa svona haf. Þangað verður farið í skoðunarferðir. Námsferðir. (Eining í heildaruppbyggingu fullþroska hópstaklings; 5 punktar). Þetta haf verður auðvitað einnig til á spólum. Asamt seltulyktinni. Því verður dreift um allan hnöttinn markvisst og skipulega. Til að rjúfa ekki tengslin við upprunann. Upprunafræði. í þessu hafi verður sérstakur eðalstofn menntaðra fiska sem geta lagt saman og dregið frá. Á meðferðarstofnuninni verð ég einsog heima hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.