Ljóðormur - 01.07.1988, Side 12

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 12
10 ísak Harðarson Hafinu veröur ekki breytt í forrit Hafinu verður ekki breytt í forrit. Það mun verða reynt en það mun ekki takast. Þess vegna munu þeir þurrka það upp. Þeir munu þurrka allt upp og út sem ekki verð- ur hægt að breyta í forrit Hafið er of ruglingslegt. Of sleipt. Oljóst. Þeir munu þó ekki útrýma því gersamlega. Þetta verður praktísk kynslóð og það er ekki praktískt að gereyða hafinu. Þeir munu skilja eftir poll. Innhaf einsog t.d. Svartahaf- ið. Af hámákvæmri stærð: Nógu stórt til að líkjast raun- verulegu hafi en ekki of stórt til að vera ekki fyrir. Full- komna eftirlíkingu. Með öldum, flóði og fjöru, seltulykt og möguleika á brimi. Æ og öllu stýranlegu með tökk- um; tunglið valdalaust í þeirri veröld. Það verður mjög praktískt að hafa svona haf. Þangað verður farið í skoðunarferðir. Námsferðir. (Eining í heildaruppbyggingu fullþroska hópstaklings; 5 punktar). Þetta haf verður auðvitað einnig til á spólum. Asamt seltulyktinni. Því verður dreift um allan hnöttinn markvisst og skipulega. Til að rjúfa ekki tengslin við upprunann. Upprunafræði. í þessu hafi verður sérstakur eðalstofn menntaðra fiska sem geta lagt saman og dregið frá. Á meðferðarstofnuninni verð ég einsog heima hjá mér.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.