Ljóðormur - 01.07.1988, Side 53

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 53
Eysleinn Þorvaldsson: 51 um heimi sem birtist í Sprekum á eldinn 1961. Af sama toga er ljóðaflokkurinn Fréttaskeyti í Jarteiknum 1966. Báðir sýna þessir pólitísku áróðursbálkar dapurlegan af- rakstur kenningarinnar um hið skorinorða ljóð. Þeir stað- festa að ljóð í slíkum stíl eru illa rætt í ljóðsköpun skáldsins. Þau minna á ótalmargar aðrar rímaðar ræður annarra brags- miða og í samræmi við það yrkir skáldið rammhefðbundið þegar hann bregður sér í þennan ham. En þetta eru eiginlega undantekningar eða tilraunir. Jafnframt hélt Hannes áfram að koma pólitískum hugðarefnum sínum á ffamfæri í fjöl- mörgum öðrum ljóðum með sínum sérstæða hætti, með sín- um myndsækna ljóðstíl og sérkennilega magnaða tungutaki sem gefa ljóðum hans oft á tíðum rismikið og heillandi svip- mót og laðar lesandann að inntaki þeirra. A skáldferli Hannesar Sigfússonar eru átökin milli hug- myndafræði og listrænnar ljóðtjáningar auðsæjust á um það bil 10 ára tímabili. I ljóðagerð hans endurspeglast þau í ljóðabókunum Imbrudögum, 1951, og Sprekum á eldinn, 1961, og hefur það verið rakið hér að framan. Stíll ljóðanna í Jarteiknum, 1966, og raunar líka í örvamæli, 1978, er svipaður og í Sprekum á eldinn en vandamál skáldskapar eru ekki lengur fyrirferðarmikið umfjöllunarefni. Heims- málin fá hinsvegar ríflega umræðu í miðhluta Jarteikna sem heitir Ndvígi. Tjáningin í Jarteiknum er nokkru ein- faldari en í fyrri pólitískum ljóðum Hannesar, ádeilutónnin auðheyranlegri en ljóðin einkennast enn sem fyrr af ríkri myndvísi og frumlegu táknsæi. I síðustu ljóðabók Hannesar, örvamæli, eru flest ljóðin með einfaldari framsetningu en áður og myndvísin auðskildari en þó meginstyrkur ljóðanna sem fyrr. Þjóðfélags- og heimsmálaádeila er að mestu horf- in. Flest ljóðin fjalla um tilvistarvanda nútímamannsins, af- stöðu hans til náttúrunnar og samskiptin við hana. I Örvamæli eru skáldskaparvandamálin ekki til umræðu en Ijóðið Lausnir er þó freistandi að skoða sem lýsingu á því skáldlega áhlaupi sem yrking ljóðanna í þessari bók var og lesa má um í Framhaldslifl förumanns. í Jarteiknum er samt öllu eftirminnilegra ljóð um ljóðlist, Fallhlífar Ijóðs míns, en þar eru álitamálin ekki lengur á döfinni heldur einskonar greinargerð sem túlka má sem sættir skáldsins við hlutverk ljóða sinna. Hannes hefur sennilega yfirunnið efa- semdir og togstreitu sem hafði verið athyglisverður þáttur í skáldskap hans um alllanga hríð. Nú eru honum hugstæðari þau sannindi að ljóðin megi lifa þótt maðurinn sé hrömun

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.