Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 14

Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 14
2 Orð og tungn Thomason (2001:9) telur jafnvel þátt málstöðlunar í því að íslenska hafi breyst fremur lítið ekki síður veigamikinn en meinta einangrun málsins, sem hún dregur í efa. Sjaldnast búa þó ítarlegar rannsóknir á málnotkun að baki slíkum staðhæfingum. I þessari grein verður sjónum beint að setningafræðilegu atriði sem fyrst er nefnt í ritdómi Konráðs Gíslasonar í 7. árg. Fjölnis og felst í afstöðu sagnar í persónuhætti til neitunar í aukasetningum. Þar amast Konráð við neitun á undan persónubeygðri sögn (í aukasetningu með sýnilegu frumlagi) og telur það til danskra áhrifa (1844:85, lítillega aðlagað): (1) a. allt það, er vér áttum ekki von á (málviðmið Fjölnis) b. allt það, er vér ekki áttum von á (dönskuleg orðaskipun) Venja er að tala um afstöðu sagnar til neitunar í (la) sem S2 og í (lb) sem S3 til marks um að sögnin sé í öðru/þriðja sæti setningar (sjá t.d. Þórhall Eyþórsson 1997-98 og Höskuld Þráinsson 2010 um sagnfærslu). Þetta verður einnig gert hér þrátt fyrir ágreining um hvort hliðstæð tilbrigði í nútímamáli felist í breytilegri stöðu sagnar eða neitunar (sbr. Höskuld Þráinsson 2010 og tilv. þar). Fyrri rannsóknir á S3 í íslensku hafa bent til þess að sú orðaröð færist í aukana eftir 1600 en að hún virðist víkja á síðari helmingi 19. aldar og finnist vart í útgefnum ritum á 20. öld (t.d. Heycock & Wallenberg 2013). Tilgáta flestra sem hafa skrifað um orðaröðina er sú að S3 hafi verið stílfræðilegt ritmálsfyrirbrigði sniðið eftir erlendum málum, einkum dönsku, og hafi því aldrei verið hluti af daglegu máli. Þetta er þó sérkennilegt í ljósi þess að máltengsl hafa almennt verið takmörkuð og ekki síður af því að tilbrigðin finnast (takmarkað) í nútímamáli (sbr. Asgrím Angantýsson 2011) þar sem S3 er talmálsleg ef eitthvað er. Fyrir liggur að Fjölnismenn gerðu tilraun til þess að brennimerkja S3 fyrir miðja öldina og ljóst er að breyting varð á útbreiðslu orðaraðarinnar í útgefnum textum. Eftir er hins vegar að gera fullnægjandi grein fyrir breytingunni og að leggja mat á það hvort meðvitund um þetta brennimerkta afbrigði í orðaröð hafi verið nægjanleg til þess að ný málviðmið næðu almennt eyrum málnotenda. Inn í þessa umræðu fléttast einnig meintur munur á lærðum stíl og alþýðustíl, þar sem mál „alþýðu" á að hafa verið svo að segja ósnortið af erlendum áhrifum á mál og stíl (sjá t.d. Jakob Jóh. Smára 1920:9- 15). Slíkar hugmyndir er nauðsynlegt að setja í sögulegt samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.