Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 145

Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 145
Kristín Bjarnadóttir: Beygingarlýsing íslensks nútímamáls 133 nota á gögnin í leiðréttingarhugbúnað. Lausnin í BÍN er að styðjast við tíðnitölur og málkenndina. Orðmyndum sem koma sárasjaldan fyrir, jafnvel í ótraustum heimildum, og þykja að auki verulega ankanna- legar er því sleppt. Þetta er of frjálslegt fyrir þá sem vilja að verkið sýni málið aðeins eins og það á að vera „að bestu manna vitund" en of íhaldssamt fyrir þá sem vilja fá allt með, ef það hefur á annað borð sést í málinu. Þar sem BIN er ætlað að þjóna tveimur herrum, máltækni og almennum notendum, verður að fara bil beggja. Sérstök ástæða er til að fara varlega vegna þess að notendur vefsíðunnar virðast oft gera ráð fyrir því að BIN sé vottunaraðili um það sem talið er rétt mál, þrátt fyrir að í athugasemdunum með beygingardæmunum sé oft tekið fram að tiltekin afbrigði séu ekki í samræmi við núgildandi stafsetningu eða stefnu stífustu málræktarmanna.17 Lýsingin á beygingarkerfinu í BÍN takmarkast af því að leitað er að einstökum beygingarmyndum eftir því sem ástæða þykir til en ekki viðhöfð allsherjar orðmyndaleit í ómörkuðum texta, enda er slík að- gerð óframkvæmanleg. Astæðan er m.a. sú að margræðni beyging- armynda í íslensku er gríðarleg, bæði innan beygingardæmis og á milli þeirra. Sem dæmi má nefna orðmyndina minni sem kemur fram í fjórum orðum, alls í 36 beygingarmyndum.18 Margræðnin er augljós af tölum um beygingarmyndir og orð- myndir í BIN. Þar eru 5,8 milljón beygingarmyndir (þ.e. orðmyndir með marki eða greiningarstreng) en orðmyndir eru 2,8 milljónir. Af þeim eru 1,8 milljón orðmyndir sem bara koma fyrir á einum stað, þ.e. ótvíræðar eða einræðar orðmyndir. Milljón orðmyndir eru því margræðar. I Töflu 4 eru tölur um tvíræðni beygingarmynda en þar eru tölurnar hærri þar sem beygingarmynd er orðmynd með marki eða greiningarstreng. 17 I BIN erætlast til þess aðnotendur myndi sér skoðun sjálfir. M.ö.o. er spumingunni um það hvað er gott og rétt ekki svarað í BIN. Til þess skortir einfaldlega rann- sóknir. 18 Orðmyndin minni: miðstig af lýsingarorðinu lítill (20 beygingarmyndir), sögnin minna (10 beygingarmyndir), hvorugkynsnafnorðið minni (5 beygingarmyndir) og svo þágufall eintölu, kvenkyn af eignarfornafninu minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.