Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 10
Vigdís Hallgrímsdóttir, vigdis@hjukrun.is ÖRYGGI SJÚKLINGA í TÆKNIVÆDDRI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU í þessari grein verður fjallað um kennslu og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna á þau tæki sem þeir vinna daglega með í störfum sínum. Þekking heilbrigðisstarfsmanna á þessi tæki er mikilvægur liður í að tryggja öryggi sjúklinga og stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks við vinnu sína. Sagt er frá tækjadögum sem haldnir voru á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala-háskólasjúkrahúss í mars síðastliðnum. Frá tækjadögum ©Þórdís Ágústsdóttir Öryggi sjúklinga Á undanförnum árum hefur umræða um öryggi sjúkiinga á heilbrigðis- stofnunum verið mikil. Á sama tíma og heilbrigðisþjónusta hefur orðið árangursríkari hefur hún einnig orðið flóknari með aukinni notkun á nýrri tækni, lyfjum og meðferð. Rannsóknir á sjúkrahúsum í Evrópu hafa sýnt að tíundi hversjúklingur, semleggstinnásjúkrahús, verður fyrir atviki sem hefði mátt koma í veg fyrir (European Commission, 2007). Hluti þessara atvika er tilkomin vegna tækni- og tækjanotkunar. Atvik hefur verið skilgreint sem „eitthvað óvænt sem sjúklingur verður fyrir við meðferð eða umönnun á sjúkrahúsinu eða á vegum þess án tillits til þess hvort það hefur áhrif á ástand hans og eða meðferð" (LSH, 2007). Þegar heilbrigðisþjónusta er borin saman við flugþjónustu kemur í Ijós að líkurnar á því að sjúklingur deyi af völdum atviks eru 1 á móti 200 innan heilbrigðisþjónustunnar en 1 á móti 2.000.000 af völdum svonefnds flugatviks í flugþjónustunni (McFadden, Towel og Stock, 2004). Kennsla og þjálfun heilbrigðis- starfsfólks - öryggi og vellíðan í starfi Sýnt hefur verið fram á að framleiðni heilbrigðisstarfsmanna fer ekki eingöngu eftir því hve sterka áhugahvöt (e. motivation) þeir hafa til starfsins heldur einnig hve vel þjálfaðir og undibúnir þeir eru til þess að sinna starfinu (Baumann, 2007). Menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks er mikilvægur liður í að auka öryggi sjúklinga (European Commission, 2007). McFadden, Towel og Stock (2004) skoðuðu rannsóknir á öryggi sjúklinga og settu fram lista með sjö mikilvægum þáttum sem þær telja að hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Einn þeirra er símenntun og þjálfun starfsmanna. í stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010 er fjallað um hvað felst í gæðamenningu. Þar er meðal annars komið inn á mikilvægi þess að stjórnendur og starfsmenn tileinki sér nýjustu þekkingu á sórsviðum starfseminnar og að nægilegur sveigjanleiki sé í skipulagi og starfsemi til þess að tryggja að ný þekking sé nýtt (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið, 2007). World Alliance for Patient Safety leggur í stefnumótun sinni áherslu á að efla tækniþróun sem stuðlar að öryggi sjúklinga. Liður í því er að tryggja starfsfólki viðeigandi þjálfun á tæki sem unnið er með (WHO, 2006). Meginviðfangsefni heilbrigðisstarfsfólks er að veita skjól- stæðingum sínum örugga hágæða heil- brigðisþjónustu. Þar af leiðandi verður mannauðsstjórnun heilbrigðisstofnana að fela í sér stefnumótun um símenntun og þjálfun starfsfólks sem tryggir því þekkingu, færni og hæfni til að veita örugga heilbrigðisþjónustu (Rechel, Dubois og McKee, 2006). Nýjar leiðir í þjálfun heilbrigðisstarfsmanna Aukin hætta er á að atvik eigi sér stað þegar starfsfólk vinnur með ný tæki og tækni sem það hefur ekki nægilega þjálfun á. Líklegra er að alvarlega veikir sjúklingar verði fyrir atviki þar sem þeir þurfa flókna lyfjagjöf, eru með línur og leggi tengda í æð og eru með skerta meðvitund (Lovísa Baldursdóttir, 2003). Reynsluþekking heilbrigðisstarfsmanna skapast þegar þeir vinna með sjúklingum og mikið af 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.