Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 24
Ventrlcular FlbrlllaUon/Pulseless VT Cordiac Dötlbrilbtor Arw»t Mh/«s ■ ó cycUoor 2 mbUt«6 OtCPH -CPR vrhH« dofibrllntcr charglng Asystole and Pulseless Electrlcal Actlvlty OofibriDator Glvo Vaioproooor. Idmtify Contributing Pactors For Adult Arr*»t consldor Atroplno - 5 oyde* or 2 mhuteo of CPR Mynd 4. Endurlífgunarferill í sérhæfðri endurlífgun út úr leiðbeíningunum. Mikilvægt er þó að leggja áherslu á að hjartahnoð og hjartarafstuð séu framkvæmd eins vel og hægt er og lyfin ekki gefin nema hægt sé að gera það án þess að hnoð og rafstuð tefjist. En hversu lengi á að halda áfram grunnendurlífgun og hversu oft á að gefa stuð áður en lyf eru gefin? Rannsóknir hafa ekki skorið úr um það enn þá en mælt er með að ef sleglatif (VF) eða púlslaus sleglahraðtakur (VT) er enn í gangi eftír tvö rafstuð skuli hefja lyfjagjöf. Helstu lyf, sem notuð eru við endurlífgun í dag eru: Adrenalín: Yfirleitt fyrsta lyf við endurlífgun. 1 mg er gefið á 3-5 mínútna fresti. Adrenalín eykur hjartsláttarhraða og samdráttarkraft hjartans. Amiodarone/Cordarone: Lyf við hjart- sláttartruflunum. Gefið 300 mg í æð við VF eða VT. Ef það ber ekki árangur má gefa aukalega 150 mg og í kjölfarið er sett upp dreypi. Atrópín: Notað í rafleysu (asystólu), rafvirkní án dæluvirkni (PEA) og hægtakti. Gefið er 1 mg á 3-5 mínútna fresti. Hámark 3 mg. Við rafleysu (asystólu) er mælt með að gefa öll 3 mg í einu. Önnur lyf, eins og magnesíum og bíkarbónat, eru stundum notuð 'við endurlífgun til að koma í veg fyrir hugsanlega orsök. Mynd 4 sýnir vel hvernig endurlífgunar- ferillinn er í sérhæfðri endurlífgun og hvenær lyfin skulu gefin. Börn Endurlífgun barna er sambærileg endurlífgun fullorðinna. Helstu breytingar, sem hafa verið gerðar, eru fyrst og fremst fólgnar í einföldun á framkvæmd og þá sérstaklega fyrir leikmenn. Skilgreiningum á aldri hefur verið breytt. Áður var skilgreíningin á milli barna og fullorðinna miðuð við átta ára en nú er miðað við kynþroska, það er að segja barn er frá 1 árs til kynþroska. Eins og áður miðast leiðbeiningar um ungbörn við yngri börn en eins árs. Leíkmönnum er ráðlagt að hnoða og blása í hlutföllunum 30 á móti 2 eins og hjá fullorðnum, bæði hjá börnum og ungbörnum. Ef um heílbrigðisstarfsfólk er að ræða er mælt með að tveir séu saman og noti hlutföllin 15 á móti 2 en þannig næst þetri öndunaraðstoð. Áfram er ráðlagt að blása fyrst 5 sinnum í börn áður en byrjað er að hnoða, og hnoða og blása í eina mínútu áður en kallað er á hjálp ef aðeins einn hjálparmaður er á vettvangi. Ef ekki er til staðar sérstakt rafstuðtæki fyrir börn er í lagi að nota tæki ætluð fullorðnum á börn eldri en eins árs. Sýnt hefur verið fram á að tækin geta greint rafvirkni hjartans á áreiðanlegan hátt. Önnur atriði sem hafa þarf í huga Oft eru margir viðstaddir þegar unnið er að endurlífgun á sjúkrahúsi. Fyrir utan þau atriði, sem fjallað er um hér að ofan er varða endurlífgunína beint, er ýmislegt annað sem huga þarf að. Mikilvægast er að finna allar tiltækar upplýsingar um sjúklingínn og þá sérstaklega hvort skráðar hafa verið endurlífgunartakmarkanír. Leggja mætti aukna áherslu á að bæta þá skráningu víða á heilbrigðisstofnunum. Einnig þarf að huga sérstaklega að aðdraganda hjartastopps, lyfjalista sjúklingsins, síðustu blóðprufum og hjartalínuritum. f þessum gögnurr) getur verið að finna mikilvægar vísbendingar um orsök atburðarins sem auðveldað geta vinnu endurlífgunarteymisins. Séu aðstandendur ekki á staðnum þarf að hafa samband við þá og tilkynna þeim að alvarlegur atburður hafi átt sér stað, að þeir þurfi að koma strax á sjúkrahúsið en ekki er rétt að gefa frekari upplýsingar um síma. Vei skal hlúð að aðstandendum sem eru á staðnum. Samantekt á breytingum Samantekt á helstu breytingum á endurlífgun barna og fullorðinna má sjá í töflul. Þjálfun í endurlífgun er mikilvæg Hér höfum við stiklað á stóru yfir helstu breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd endurlífgunar. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á heimasíðu Evrópska endurlífgunarráðsins (www.erc.edu) og heimasíðu landlæknisembættisins(www.landlaeknir. is). Einnig viljum við ítreka að þjálfun er mikilvæg og hjúkrunarfræðíngar ættu að fá verklega kennslu í endurlífgun á að minnsta kosti tveggja ára fresti hvort sem þeir vinna á sjúkrahúsi eða annars staðar. Einnig er mikilvægt að hafa góða 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.