Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAfilö
Sunnudagnr 30. mars 1947
ih * * i
Utg.. H.l. ArvaKur, Reykjavin
FYamkv.stj.: Sigfús Jónsson
ftitsyorar  Jón Kjartansson,
- Valtýr Stefánsson (ábyreft«rrr>
Frjettantstjon  Ivar Guðmundsson
Auglýsingar:  Árni Garðar Kristinsson
Riistjórn,  auglýsingar og afgreiðsla
Austurstræti 8. — Sími 1600
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlaxida
kr. 12,00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbólc.
HEKLUGOSID
HEKLA er tekin að gjósa, eftir að hafa legrð niðri í ná-
lega 102 ár. Voru menn farnir að gera sjer vonir um, að
Hekla væri búin að ljúka sjer af fyrir fullt og alt — hún
væri útkulnuð. En þetta*Var aðeins tilgáta, eða máske
öllu heldur von manna, sem studdist við það, að svo langt
var um liðið frá síðasta stórgosi.
Það er nú svo, að Hekla hefir á liðnum öldum meira en
nokkuð annað vakið athygli á okkar landi í umheiminum.
Hún er langfrægasta eldfjall á íslandi. Um hana spunnust
hinar furðulegustu kynjasagnir, einkum í svartnætti mið-
aldanna. Þessi einkennilega landkynning dró athygli að
okkar landi, á sinn sjerkennilega hátt. En íslensk alþýða
hafði önnur kynni af Heklu. Sú kynning var bundin við
raunveruleikann. Heklugosin fluttu venjulega með sjer
ógn óg eyðingu yfir bygð og ból. Þessvegna hafa íslending-
ar verið að vona, að Hekla hefði lokið sjer af. Hún væri
útkulnuð.
*
En Hekla gerði ekki boð á undan sjer nú fremur en
endranær. Nú er Hekla tekin að gjósa. Og hún fer þannig
af stað, að svo virðist sem hjer sje á ferðinni stórfenglegt
gos.
Þótt okkur þyki þetta rríikil tíðindi og ill, er þetta stað-
reynd sem við verðum að horfast í augu við. Og svo mikil
eru þessi tíðindi, að allur heimurinn mænir til okkar með-
&n Heklugosið stendur yfir.
•
Nú reynir á íslensku náttúrufræðingana og jarðfræð-
ingana. Aldrei hafa þeir fengið upp í hendurnar annað
eins tækifæri. Sómi íslands er í veði, að þessum mönnum
takist að vinna vel það verk, sem nú bíður þeirra.
,Það er ómetanlegt happ fyrir okkur íslendinga, að við
eigum marga unga og efnilega vísindamenn á þessu sviði.
Menn, sem hafa ætíð verið boðnir og búnir að leggja á
sig erfitt og áhættusamt starf, til þess að kanna og rann-
saka náttúruundur okkar lands. Þessir áhugasömu menn
munu áreiðanlega ekki láta á sjer standa nú. Þeír eru
boðnir og búnir til starfa.
Að sjálfsögðu verður hið opinbera að láta vísindamönn-
unum í tje alla þá aðstoð, sem þeir þarfnast. Hjer má engu
til spara. Sæmd íslands er hjer í húfi.
Hjer bíður vísindamannanna mikið og vandasamt starf.
Sjálfsagt er að skipuleggja starfið strax í upphafi, svo að
ekkert farist fyrir. Vísindamennirnir sjálfir eru færastir
til að skipuleggja starfið. Virðist sjálfsagt að hið opinbera
skipi ákveðna menn til að hafa á hendi stjórn og forystu
rannsóknanna.
En þótt aðalátarfið í sambandi við þetta Heklugos komi
að sjálfsögðu til að hvíla á vísindamönnunum, getur al-
menningur orðið hjer að miklu liði, ef hann vinnur vel og
skipulega. Og það er mjög áríðandi, að almenningur, hvar-
vetna á landinu, sje ekki aðgerðalaus.
Hjer skal geta nokkurra atriða, almenningi til leiðbein-
ingar:
Æskilegt er, að sem flestir haldi nákvæmar dagbækur
meðan gosið stendur yfir, og skrái þar alt, sem þeir verða
vísari. Afar áríðandi er, að slíkar dagbækur sjeu nákvæm-
ar. Staður og stund nákvæmlega skráð og hvað fyrir augu
eða eyra ber. Skrá skal jarðhræringar, ef þeirra verður
vart, dunur, dynki eða bresti.
Eitt atriði er ákaflega þýðingarmikið, en það er að sem
flestir taki sýnishorn af öskufalli. Best að taka þau sýnis-
horn á snjó, t. d. þannig að, hvolfa dós yfir snjóinn og
senda dósina með öllu saman. Aldrei má gleyma stað og
stund. Sjeu ljósmyndir teknar sem æskilegt er að sem
fiestir geri, þarf nákvæmlega að tilgreina stað og stund.
Gleymum ekki, að sæmd íslands er í húfi, .að vel takist
þetta þýðingafmikla starf.
UCkverjL  ókrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ömurleg aðkoma á
flugvöllunum.
ÞAÐ mun óvíða í heiminum
vera ömurlegri aðkoma á
nokk.rum alþjóðaflugvöllum,
en hjer á landi. Fyrir nærri
tveimur árum, skömmu eftir að
styrjöldinni lauk, var á það
bent hjer í þessum dálkum, ag
við svo búið mætti ekki standa,
ef við vildum teljast menn með
mönnum og nú sje jeg það að |
starfsbræðurnir sem hafa kymt'
af eigin raun og sjón aðbún-
aði á flugvöllum erlendis eru j
farnir að sjá þetta líka og
dæma braggabyggingarnar á
flugvöllunum okkar algjörlega
óhæfar, eins og þær eru og
hafa altaf verið.
Það hefir kanski einhverjum
þótt fengur í að fá þessa
kofa á flugvöllunum, sem
bygðir voru til bráðabirgða í
styrjcldinni, en það mun koma
á daginn, að þeir verða okktir
dýrir í rekstri og kanski ennþá
dýrari, en þó ráðist hefði vorið
í að byggja sæmilega manna-
bústaði og skrifstofubygging-
ar, sem nauðsynlegt er á hverj
um flugvelli.
•
10 þús. kr. kola-
reikningur á mán.
NORÐURLANDABLAÐA-
MENNIRNIR, sem bjuggu að
Hótel Winston á Reykjavíkur-
flugvellinum á dögunum kvört
uðu sáran er heim kom yfir
kulda og vosbúð. Það lak inn
á þá í rúmunum og þeir hríð-
skulfu þótt þeir klæddu sig í
yfirhafnir sínar áður en þeir
gengu til sængur á kvöldin. —
Og þeir, sem þekkja Winston
og aðbúnaðinn þar vita að þetta
eru engar ýkjur.
Það eru 68 herbergí í þessu
gistihúsi, ef svo skyldi kalla og
hvert og eitt einasta hriplekur.
En ekki vantar að reynt sje
að hita upp gistihúsið, því und
anfarna tvo mánuði hefir kola-
reikningurinn í Winston verið
10—11 þús. kr. á hverjum
mánuði. Og það er ekki nóg,
að reynt sje að hita upp með
kolakyndingu, því stöðugt eru
30—40 rafmagnsofnar í notk-
un, en ekkert dugar samt.
ÞpJJ er ráðalag að tarna.
Margfaldur kostn-
aður.
FLESTAR raflagnir í Winst
on hóteli munu vera ólöglegar
að okkar reglugerðum. Hefir
hópur rafmagrrsmanna unnið
þar undanfarið til að kippa
lögnunum í lag og má geta
nærri hvað það kostar. En raf-
magnsfræðingur, sem átti er-
indi út á flugvöll og sá vinnu-
brögðin, undraðist stórum og
spurði hvort ekki hefði verið
heppilegra. að nota straum-
breyta til að lækka spennuna
þannig að hægt hefði verið að
notast við gömlu leiðslurnar,
eins og þær voru í þessu hrófa
tildri.
En þannig er stjórnin á þessu
öllu saman.
Það er fullyrt af sjerfróðum
mönnum, að vegna þess hve
öllu er óhaganlega fyrir komið
hjer á Reykjavíkurflugvellin-
um bá sje kostnaður við völlin
stórum dýrart, en hann þyrfti
að vera og með því að byggja
upp á nýtt samkvæmt reynslu
á öðrum flugvöllum, þá mætti
lækka reksturskostnaðinn um
einn þriðja. Það gæti hugsast,
að einhver vakni við. þegar
reikningurinn verður lagður
fram eftir árið og það kemur
kanski í ljós að það kostar um
4 miljónir króna, að reka þenna
blessaða flugvöll okkar. Ætli
það reki að minsta kosti ekki
einhver upp stór augu.
Nei, í flugvallnrekstri okkar
er visulega hönk nokkur á. Og
nú má ekki lengur láta danka,
heldur þegar taka til að bæta
úr þ_eim mistökum, sem þegar
hafa átt sjer stað og girða fyr-
ir, að fleiri komi fyrir í fram-
tíðinni.
•
Þagað á stálþráð.
ÞAÐ er vissulega góð hug-
mynd, að taka upp á stálþráð
lýsingar á íþróttakepnum hjer
og þar, hvort sem er austur á
Hellisheiði, eða í Sundhöllinni,
eða á glímukepni. En það
er sannast sagna hörmung að
hlusta á þessar lýsingar
á íþróttakeppnum, að minsta
kosti sumar hverjar. Ráðnir
eru menn, sem aldrei hafa kom
ið nálægt hljóðnema  og  eru
ekki dús við það verkfæri. —
Menn, sem hafa enga æfingu í
að tala og velja því oft þann
betri kostinn að þegja. Þess-
vegna verður það oft svo í þess
um í_tálþráoslýsingum, að þeir,
sem eiga að lýsa fyrir áheyr-
endum, steinþegja, eða þeir
stama út úr sjer hálfar setn-
ingar, sem enginn botnar í.
Það er rjett, að erfitt er að
lýsa ,vel í útvarp því, sem fyr-
ir augun ber, en það er hægt
að læra það og æfa. ¦— Það
þurfa þeir að gera, sejn fengn-
ir eru til að lýsa íþróttamót-
um. Geri þeir það ekki eiga
þeir á hættu að verða skoðað-
ir eins og hverjir aðrir aular
og bað er slæmt, því margir
eru þeir prýðisvel greindir
menn og bestu piltar.
Fjörugar kvöld-
skemtanir.
ÞAÐ eru f jörugar og skemti-
lígar kvöldskemtanir, sem
fram hafa farið í Sjálfstæðis-
húsinu núna í vikunni. Þau
Lársu Ingólfsson leikari, Sig-
ríður Armann listdansari og
Pjetur Pjetursson þulur hafa
skemt fyrir fullu húsi í fjögur
kvöld.
Það er eitthvað ljett og
hressilegt yfir þessum skemti-
kvöldum. Græskulaust gaman,
fallr___.ir dansar, gamanvísur um
stjórnmálamenn og aðra skrítna
náunga.
Hláturinn lengir lífið, segir
sagan. Það þurfti að gera meira
að því að koma hjer upp skemti
kvöldum sem þessum. Þær
lyfta mönnum upp úr drunga
daelco'a líf^ins.
Lárus Ingólfsson þekkja allir
bæjarbúar, en ungfrú Ármann
er tiltölulega nýr kraftur á
leiksviði hjer í bænum. En þar
er á. ferðinni listakona, sem
við eigum eftir að verða hreyk
in af. Það s.iest ekki betri dans,
í höfuðborenm álfunnar, en
hún sýnir okkur.
Revýjurnar hafa löngum ver
ið Reykvíkingum skemtileg
upplvfting, en nú virðast grín
istar dauðir úr öllum æðum og
þá koma ,,hraðpressukvöldin"
að góðum notum.
MEDAL ANNARA ORÐA
•    •    •    •     !
altf iskur f rá Hong Kong fil Bandaríkjanna
Eftir James Whittaker London.
í ÚTVARPSFYRIRLESTRI
var nýlega skýrt frá hinni stór-
merkilegu þróun, sem nú á sjer
stað jmeðal fiskimanna í Hong
Kong.
Eftir að Japanir náðu eyj-
unni á sitt vald, urðu tekjur
fiskimanna þessara svo litlar,
að þeir gátu með naumindum
fleytt fram lífinu. Meðan á her
námj. Japana stóð, var illa með
þessa sjómenn farið og marg-
ir þeirra ljetu lífið. Fiskveið-
ar þeirra og aðalatvinna lagð-
ist alveg niður, en er banda-
menn sigruðu Japani, var það
eitt af því fyrsta. sem heryfir-
völdin gerðu, að reyna að kom.a
fótunum á ný undir þessa at-
hafnasömu fiskimenn. Nú er
svo kómið, vegna sameiginlegra'
átaka allra þeirra, sem hlut (
eiga að máli, að þeir haf a meir.
en nóg að gera, vinna sjer inn |
peninga og verslun þeirra er
að verða víðtækari en noklriu
sinni áður í sÖgu Hong Kong.
Fengu lán.
Eitt af því fyrsta, sem her-
yfirvöldin gerðu, var að skifta
100,000 dollurum milli allra
þeirra, e^- lifðu á fiskveiðum.
Hver stjórnandi fiskifleytu
hefði hann tíu menn á skipi
sínu.. gat fengið 40 dollara að
láni. Að þessu loknu var sjó-
mönnunum boðið til kaups salt
og olía við hagkvæmu verði.
Er þetta hafði verið gert,
voru samþykt lög, sem kváðu
svo á, að komið skyldi upp
heildsölumarkaði, þar sem all-
ir fiskimenn áttu að selja vöru
sína á uppboði.
Það, sem mestu máli skifti
og kom skriðu á fiskveiðarnar,
voru enn önnur lög, sem gerðu
fiskimönnum mögulegt, að fá
afla _sinn greiddan í peningum
48 klukustundum eftir að hann
var veiddur. Heryfirvöldin
lánuðu peninga til að koma
fótunum undir þessa nýlundu
Aukin viðskifti.
Sjö djgum eftir að fyrir-
komulagi þessu hafði verið
komið á, var svo komið. að
byrjað var að senda saltfisk
til kínverska meginlandsins, en
þaðan barst í staðinn svínakjöt,
egg, alifuglar og landbúnaðar-
vörur.
Upphaf þessara framkvæmda
hefur. nú haft það í för með
sjer, að samvinnufjelag fiski-
manna er orðið eitt af megin
atvinnugreinum    eyjarinnar
Hong Kong. Saltfiskur hefur
þegar verið sendur til Ameríku
og Ástralíu. Salt, en það fram-
leiða s.iómennirnir í Hong
Kong einnig er flutt út til Kína,
Malaya, Honolulu og jafnvel
Californíu.
í dag er svo komið, að fiski-
menn Hong Kong hafia meira
að gera en nokkru sinni áður
og vinna sjer inn meiri pen-
inga með bættum vinnuskilyrð
um.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16