Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 90. tbl. 71. árg.____________________________________ÞRIÐJDDAGUR 17. APRÍL 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hollenzka stjórnin fliugar málamiðlun: Flaugarnar geymdar hjá grönnum á friÖartíma Haag, 16. apríl. AP. Hollandsstjórn íhugar að milda andstöðu landsmanna við nýjar kjarnadaugar Atlantshafsbandalags- ins með því að leggja til að flaugarn- ar, sem ætlaðar séu Hollendingum, verði geymdar í nágrannaríkjunum á friðartíma. Samkvæmt málamiðlunartil- lögu, sem tvær ráðherranefndir hafa unnið að, er gert ráð fyrir smíði geymslubyrgja í flugstöð við borgina Önsdrecht í suðurhluta landsins er tilbúin verða 1986, og að þangað verði flaugarnar fluttar frá nágrannaríkjunum, sem ekki eru tilgreind hver eru, ef viðsjár eru í alþjóðamálum. Blaðið Algemeen Dagblad skýr- ir í dag frá málamiðlunartillögun- um, sem stjórnin hefur til umfjöll- unar, en formælendur stjórnar- Lögreglumenn standa vörð fyrir utan húsið f Brooklyn, þar sem mesta fjöldamorð í sögu New York-borgar var framið. ap sfmamynd. Fjöldamorð í New New York, 16. aprfl. Al\ Mesta fjöldamorð til þessa í New York var framið í nótt, er tvær konur og átta börn voru myrt á heimili í Brooklyn, og er talið að eiturlyf séu í spilinu. Fórnarlömbin öll voru skotin í höfuðið og virðist ódæðið hafa verið framið mjög skyndilega og engin mótspyrna veitt í árásinni, því a.m.k. sex fórnarlambanna sátu i sætum sínum í stofu, þar sem enn var kveikt á sjónvarpi York er að var komið. Var aðkoman að þessu leyti eins og í vaxmynda- safni, að sögn lögreglu. Tveggja ára gamalt barn var á reiki innan um líkin er nágranni heyrði grát þess og gekk inn í húsið. Hinir myrtu eru innflytj- endur frá Puerto Rico. Börnin átta, fjórar stúlkur og fjórir drengir, voru á aldrinum 3—14 ára. Önnur kvennanna var með barni. innar vildu ekkert láta eftir sér hafa um tillögurnar. Andstaða hefur verið meðal landsmanna við því að flaugunum 48, sem í hlut Hollendinga koma, verði komið fyrir í Hollandi. Þrjár ríkisstjórnir hafa ekki leitt málið til lykta, en stjórn Ruud Lubbers hefur ákveðið að komast að niður- stöðu innan tveggja mánaða. Sam- þykkti stjórnin nýverið að hefja „Takmark okkar er að fjarlægja úr þessari veröld einhver hrylli- legustu og skelfilegustu vopn sem fyrirfinnast," sagði Reagan er Bush hélt til Genfar, þar sem hann kynn- ir tillögurnar á afvopnunar- ráðstefnu 40 ríkja á miðvikudag. Eigi var látið uppi hvað felst í tillögunum að nýju samkomulagi „Við ætlum að mynda stjórn í þeim hluta Nicaragua, sem við höf- um frelsað," sagði Pastora, sem á sínum tíma sagði skilið við sandin- ista og vék úr stjórn er honum þótti sambandið við Sovétríkin og Kúbu orðið of náið. framkvæmdir við geymslustöðvar í Önsdrecht. Hermt er að Job de Ruiter varn- armálaráðherra í stjórn Lubbers vilji ekki fallast á að öllum flaug- unum 48 verði komið fyrir í Hol- landi, en að bæði Hans van Goz- broek utanríkisráðherra og Lubb- ers forsætisráðherra séu fylgjandi staðsetningu í Hollandi. um bann við efnavopnaframleiðslu, en bandarískir embættismenn segja að þær gangi lengra, séu skýr- ari og kveði á um ákveðið eftirlit. Rússar segja að um bragð sé að ræða af hálfu Bandaríkjamanna til að dreifa athyglinni frá efnavopna- framleiðslu sinni. Stjórnin í Managua viðurkenndi að skæruliðar hefðu náð borginni á sitt vald, og sagði Humberto Ortega varnarráðherra að líklega yrði erf- itt að endurheimta borgina, sem umkringd er fjöllum og frumskóg- um. Stefnir í verkfall í Norðursjó ()sló, 16. aprfl. AP. OLÍU- og gasvinnsla Norðmanna í Norðursjónum kann að stöðvast ef ekki takast samningar með at- vinnurekendum og starfs- mönnum á borpöllunum, sem krefjast styttri vinnuviku og fjölgunar starfsmanna á pöllun- um. Að sögn Björn Haug ríkis- sáttasemjara ber mikið á milli og óttast menn að ekki takist að brúa bilið fyrir þriðjudag, og að verkfall á Statfjörd-, Ekofisk- og Frigg-vinnslu- svæðunum skelli á. Tvisvar áð- ur hefur stefnt í verkfall á olíusvæðunum í Norðursjó, en ríkisstjórnin jafnan gripið inn Krafan um styttingu vinnu- tíma jafngildir 20% launa- hækkun, að sögn atvinnurek- enda í Norðursjónum. Krafan um fjölgun starfsmanna á pöll- unum jafngildir um 15% hækkun framleiðslukostnaðar. Til að leggja áherzlu á kröf- ur sínar var vinna stöðvuð á Valhall-svæðinu um helgina, en mánaðarframleiðslan þar er 200 þúsund lestir. Framleiðsl- an á þremur framangreindum svæðum er tuttugu sinnum meiri, en verðmæti olíu og gas- framleiðslu Norðmanna nemur 200 milljónum norskra króna á dag. Starfsmenn á borpöllunum í Norðursjó eru með þeim hæst- launuðustu í Noregi og meðal- launin yfir 200 þúsund norskra króna, eða rúmum 800 þúsund- um íslenzkra. Ný tillaga um efnavopnabann Wa.shington. Moskvu, 16. aprfl. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sendi George Bush varaforseta til Genfar í kvöld meó nýjar tillögur Bandaríkja.nanna um bann við tilraunum meö efnavopn, framleiðslu þeirra og geymslu. Rússar sögðu að tillögurnar væru óaðgengilegar. Pastora boðar stjórnarmyndun San Jn.se, 16. apríl. AP. EDEN Pastora, leiðtogi skæruliða í Nicaragua sem náð hafa hafnarborginni San Juan við Karíbahaf á sitt vald, sagði í kvöld að bráðabirgðastjórn yrði senn mynduð í suðurhluta landsins. Utanríkisráðherrar Bretlands og Kína, Sir Geoffrey Howe til vinstri og Wu Xueqian skála í MaoUi-líkjör í Alþýðuhöllinni í Peking eftir viðræður sínar um málefni Hong Kong-nýlendunnar, sem Bretar eiga að skila Kínverjum 1997. AP-símamynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.