Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 1
T ogaradeilan leyst með loggjof? — á grundvelli tilboða sjómanna? Undanfarna daga hefur stöðugt verið unnið að lausn togara- deiiunnar, en nú hefur verkfall yfirmanna staðið frá 5. marz, en það var 9. marz, sem samningar tókust við undirmenn á tog- urunum. Heyrzt hefur, að „togara- eigendur” hafi jafnvel ekki viljað fallast á þá lausn deilunnar að rikið tryggði sjórhönnum þær kjarabætur, sem þeir telja sig geta Við unað. Nú er spurt — verður togara- deilan leyst með löggjöf á grund- velli þeirra tilboða, sem sjómenn hafa gert, en „togaraeigendur” neitað? Við þessu fengust ekki ákveðin svör í gær, en okkur þykir liklegt að úrslita sé skammt að biða, enda hefur svokölluðum togara- eigendum alltof lengi haldizt uppi að binda skipin bið bryggjur. V estmannaeyj ar: Hraunið sækir á Baráttan við hraunrennslið heldur áfram af fullum krafti i Vcstmannaeyjum. Um siðustu helgi sótti hraunið mikið á og færði nokkur hús algerlega i kaf. t fyrradag fór það svo yfir 2 hús til viðbótar en i gær hreyfðist það litið. Þeir sem að hraunkæling- unni vinna i Eyjum kvarta mjög um að þá vanti fleiri dælur til starfans en einhver von mun vera um að úr þvi verði bætt. Nú er hugmynd manna að leiða vatnsslögnurnar út á hraunið og taka til við að sprauta þar niður i sprungu sem er i hrauninu og reyna þannig að kæla hraunið miðsvæðis og stöðva rennslið. Hinsvegar virðist sem varnar- garðarnir séu heldur máttlitlir þegar mikið á reynir og að þvi er t opnu Þjóðviljans i dag er fjallaö um fiskveiðar frá bandariskum sjónarhóli, bæði stjórnmálamanna og visinda- manna. önnur greinin er tekin úr vikuritinu US News & Worid Report 26. febr. og koma þar fram merkilegar upplýsingar um verðþróun, ofveiði og landhelgimál. Hin greinin er eftir bandariskan fiskifræðing og birtist i janúarhefti Natural History. Hann er mjög raunsær i sambandi við ofveiði, en athyglisvert er að hann gengur þegjandi fram hjá kröfum sjómannanna á Nýja Englandi um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Það mál virðist ekki enn orðið gjald- gengt i augum þeirra bandariskra vlsindamanna sem sitja i ábyrgðarstöðum. Myndin er af Sovézkum togurum á Bandarikjamiðum. Magnús Kristjánsson hjá Almannavörnum i Eyjum sagði i gær, telja menn þsT vinnu sem farið hefur i varnargarðana, þar sem hraunið kom fram um helgina til einskis. Gosið var i meðallagi i gær.en i gærmorgun hófst hinsvegar mjög mikið öskufall sem þó ekki stóð yfir bæinn sökum hagstæðrar vindáttar. Þá var gasið heldur litið i Eyjum i gær enda nokkuð hvasst og þegar þannig er þá gætir gassins litið. Miðbærinn hefur algerlega verið lokaður vegna eiturgassins undanfarna daga og er það enn, og eru menn að færa iverustaði sin efst i bæinn svo sem i gagnfræðaskólahúsið, sem stendur ofarlega i bænum. —S.dór Aldan svarar og nefnir dæmi: Ekki lögskráð og yfirmenn réttindalausir Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Aldan hefur sent frá sér ýtarlega greinargerð sem svar við greinargerð samgönguráðu- neytisins um undanþágumálin. Fá þeir ráðherra og ráðuneytis- stjóri á baukinn og telur félagið að ráðuneytið sé fulllosaralegt i veitingu undanþáguleyfa fyrir skipstjóra. Er þvi til sönnunar lagt fram ljósrit af simskeyti frá samgönguráðuneytinu — frá 7. janúar 1971 — þar sem leyfi er veitt til skipstjórnar handa manni nokkrum gegn aðeins 200 kr. gjaldi. Þá er birtur útdráttur úr um- sögn skipaskoðunarinnar vegna bátsstrands á þessa leið: „Orsök strandsins er i fyrsta lagi sú að vélin bilar og álandsvindur er. 1 öðru lagi hlýtur að leika vafi á hvort skipstjóri og 2. vélstjóri hafi verið starfi sinu vaxnir. Auk þess eru ýmis lög og reglur sem varða áhöfnina brotnar”. Segir i athugasamd öldunnar að skip- stjórinn hafi verið réttindalaus, auk þess undir 21 árs aldri, 2. vélstjóri réttindalaus, stýrimaður réttindalaus og ekki var lögskráð á skipið! Greinargerö öldunnar verður birt i heild i blaðinu á morgun, fimmtudag. Magnús Torfi gegn Hannibal Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, er and- vigur þvi að maður verði sendur til alþjóðadómstólsins i Haag er dómstóllinn fjallar um land- helgismálið. Þetta kom fram á fundi sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna (Hannibalsarmurinn) efndu til i Reykjavik i fyrra- kvöld. Bjarnamenn Guðnasonar vilja láta leggja lögbann við starfsemi Hannibalsfélagsins i Reykjavik. Segir frá þvi máli á baksiðu. Þessi ungi Breti virðist hafa þungar áhyggjur, þar sem hann hallar sér fram á stýrið á einum togara hennar hátignar á islands- miðum. Vissuiega er hlutskipti brezkra sjómanna, er hér stunda veiðiþjófnað, ekki öfundsvert, — en það er útgerðarauðvaldið sem ræður. Myndin er tekin úr brezka blaðinu Observer, og fylgdi grein, sem við segjum nánar frá á morgun, en þar er fjallað um „striösþreytu” Breta á tslands- miðum. Miljóna sparnaður með hagræðingu Tryggingíiniáltiráðuiicytið lætur athuga hagkvæmni í rekstri og skipulagi Tryggingastofnunar ríkisins Með breyttu skipulagi og aukinni hagkvæmni I rekstri Trygg- ingastofnunar rfkisins mætti spara tugmiljónir áriega að þvi er fram kemur i niðurstöðum athugunar, sem Hagvanur h.f. hefur unnið fyrir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Er skýrt frá athuguninni I riti ráðuneytisins, „Rekstrarhagræöing I Tryggingastofnun rikisins”. Með tilliti til þess, að Trygg- ingastofnun rikisins er fyrir- tæki sem veltir mörgum miljónum króna árlega og sem ekki hafa orðið neinar rekstrarbreytingar hjá frá upphafi þótti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu æskilegt að láta fara fram hlutlausa rannsókn á rekstri og skipulagi stofnunarinnar og gera á grundvelli hennar til- lögur um úrbætur til hagræð- ingar i rekstri og jafnframt um bætta þjónustu við bóta- þega. 1 inngangi ritsins kemur fram, aö könnuninni var skipt i þrjá höfuðdrætti, þ.e. rann- sakað hvað stofnunin „fram- leiddi” eða veitti, hvernig skipulagi stofnunarinnar væri háttað og hvað stofnunin þyrfti að fjármagni og upplýs- ingum til að geta annað hlut- verki sínu. Upplýsingaöflun i sambandi við könnunina hefur að mestu verið I formi viðtala og hefur verið rætt við nær allt starfsfólk Tryggingastofnun- arinnar auk forsvarsaðila allra helztu viðskiptaaðila stofnunarinnar hjá rfkinu. Óhæfileg yfirvinna í athuguninni kemur fram gagnrýni á óhæfilega mikla yfirvinnu starfsfólks, einkum yfirmanna, og er lagt til að starfsmannamálum sé sýnd meiri rækt, t.d. aukin þjálfun starfsfólks, og aukið eftirlit með fjarvistum og yfirvinnu. Ber að álita að slik breyting stuðli að bættum vinnuafköst- um, þegar litið eY yfir lengra timabil og lækki rekstrar- kostnað stofnunarinnar, segir I tillögum um úrbætur. Lagt er til, að dregið sé úr núverandi stjórnspönn for- stjóra Tryggingastofnunar- innar, þannig að hann hafi minni bein afskipti af undir- mönnum sinum en nú er. Er gert ráð fyrir, að forstöðu- maður sjóðanna og skrifstofu- stjóri taki á sig hluta af starfi forstjóra, en slik tilfærsla gefi forstjóra aukið tóm til mikil- vægari verkefna. Án umsóknar Mikilvæg tillaga að þvi er varðar bótaþega er um að Tryggingastofnunin auðveldi fólki aðgang að rétti sinum til bóta, t.d. meö bótagreiðslum án umsóknar, þar sem þvi verður við komið eöa skipu- lagsbundinni leit að réttarhöf- um. Þá er lagt til, að greiðslu- fyrirkomulagi verði gjör- breytt. Greiðsludeild verði lögð niður og þau verkefni sem afgangs yrðu vegna breyting- anna væru lögö undir gjald- kera stofnunarinnar. 1 stað núverandi greiðslufyrirkomu- lags.væru allar greiðslur sendar til bótaþega, annað hvort með giróseðli eða I gegnum bankakerfiö, eins og reyndar hefur verið tekið upp nýlega fyrir þá Reykvikinga, sem þess óska sjálfir. Þessi tilhögun yrði i fyrsta lagi mun þægilegri en nú er og ódýrari að auki. Er reiknað með aö kostnaðarmunur af slikri breytingu gæti orðið allt að 10 miljónum á ári, ef vel er á haldið. Tölvutækni i stað handavinnu Jafnframt breytingu á Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.