Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 1
, 4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1978 — 149. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI íl. — AÐALSÍMI27022. Hrauneyjafossvirfcjun: S0 milljón króna umboðslaun? Sjúkraflug til Skotlands upp á h'f og dauða — bls.9 — bls.9 frjálst, aháð dagbíað „Viðtökur fólksins stórkostlegar” — sjórallarardvöldu næturlangt á Raufarhöfn — sjá nánari fréttiraf sjóralli DB og Snarfaraá bls. 16-17 ogbaksíðu « Tveir bátanna á lcið frá Hornafirði I gær. Óveður út af Norður- og NA-landi neyddi þá inn til Raufarhafnar i nött. — DB-m ynd Ragnar. Þrir bátar í sjórallinu höfðu viðdvöl á Raufarhöfn í nótt, 03,05 og 09. Gunnar Gunnarsson á 08 dvaldi á Bakkafirði og fyrsti báturinn kom til Akureyrar i gær- morgun. DB ræddi við Hafstein Sveinsson á Hafróti, en hann var á Raufarhöfn í nótt. Hafsteinn sagði að þeir hefðu lagt af stað frá Bakkafirði um sexleytið í gær og fengið gott veður út fyrir Langanesiö. Eftir það fengu bátamir á sig slæma vestanátt út af Melrakkasléttu, þannig að þeir leituðu skjóls á Raufarhöfn. „Meiningin er að halda i hann nú um kl. 10,” sagði Hafsteinn. „En við erum ekk- ert að flýta okkur. Það er ekki svo langur áfanginn til Akureyrar og við gerum okkur vonir um að veðrið breytist.” „Það eru allir hressir og brattir þrátt fyrir tíð óhöpp,” sagði Hafsteinn. „Ann- ars veit ég ekki undir hvað á að flokka vinnubrögð eins og þau aðsetja bensin- tank fullan af skit i bát. Ég á ekki orð yfir það. Gruggkúlan hjá okkur var full af svarfi, þannig að taka varð hana úr sambandi og notast við frumstætt brúsa- kerfi. En viðtökur fólksins hafa verið á ann- an hátt. Þær eru eins og bezt verður á kosið. Það er virkilega notalegt að finna hvað fólk stendur með manni. Allir eru fúsir að greiða götu okkar á allan hátt.” í framhaldi af því má nefna að hjónin Gísli Hafsteinsson og Sigriður Valdi- marsdóttir á Raufarhöfn fylgdust með bátunum í talstöð allt frá- þvi að þeir komu fyrir Langanesröstina og þar til þeir vom heilir í höfn. Sigriður sagði I samtali við DB i morgun að í gærkvöldi heföi verið hvasst og kalt og enn væri strekkingur og hálfgerð þoka, en hann væri þó að rífa sig upp. Raufarhafnarbúar aðstoð- uðu við að ganga frá bátunum og því var ekki lokið fyrr en um kl. 1 í nótt. Að sögn Sigríðar gekk bátunum vel að komast inn, nema hvað 09 áttaði sig ekki á innsiglingunni og fór fram hjá og austur fyrir. Með góðri aðstoð komust þó allir rétta boðleið. -JH Alþýöubandalagiö hafnar viö- ræöum um nýsköpunarstjóm Alþýðubandalagið mun á fundi þingflokks síns sem stóð yfir þegar blaðið fór I prentun væntanlega visa á bug tilmælum Benedikts Gröndal um viðræður um myndun nýsköpunar- stjórnar Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks. Alþýðubandalagið visar til þess aö til sé annar möguleiki á myndun meiri- hlutastjórnar, það er að segja vinstri stjórn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Alþýðu- bandalagið mun i svari sínu til Bene- dikts óska eftir aö sá möguleiki verði skoðaður. — Fundur þingflokks Al- þýðubandalagsins um svarið hófst klukkan tíu í morgun. Þingflokkur og miðstjórn Sjálf- stæöisflokksins koma saman siðdegis til að fjalla um tilmæli Benedikts. Bú- izt er við að viðbrögð verði dræm. For- maður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt áherzlu á að Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag geri grein fyrir úr- ræðum sínum I efnahagsmálum áður en aðrir flokkar hefji viðræður við þá um stjórnarmyndun. Mistakist þessi fyrsta tilraun Bene- dikts Gröndal, er gert ráð fyrir að Al- þýðuflokksmenn kveðji saman flokks- stjómarfund til að íhuga stöðuna. Yrði þá að fjalla um hvort Benedikt skyldi taka til við könnun á öðrum möguleikum. Umboðið, sem forseti ls- lands gaf honum i gær er um myndun meirihlutastjórnar en takmarkast ekki við nýsköpunarstjórn. Þingflokkur Alþýðuflokksins kemur saman til fundar siðdegis og fjallar um stöðuna, eins og hún þá verður—HH. FRYSTING STOÐVUÐ A SUÐURNESJUM 26. JÚU — geta ekki lengur greitt hráefni og vinnulaun að fullu Til að auka ekki enn vanskil við við- skiptaaðila og vegna þess að útilokað er að greiða hráefni og vinnulaun að fullu miðað við núverandi ástand ætla öll frystihús á Suðurnesjum að stöðva móttöku á hráefni hinn 26. júli næst- komandi. Svo segir I samþykkt forsvarsmanna þeirra, sem samþykkt var á fundi þeirra í gærkvöldi. Kemur þessi ákvörðun i kjölfar lækkunar á verði fyrir frystar fiskaf- urðir er verðjöfnunarsjóður hætti greiðslum nokkrum dögum eftir síð- ustu alþingiskosningar. Olli það 11 % verðlækkun. Í samþykkt frystihúseigenda á Suðumesjum segir að nú sé 17% hallarekstur á frystihúsum að meðal- tali. Eru þær fullyrðingar I samræmi við útreikninga Þjóðhagsstofnunar. Frystihúsamenn segja þvi útilokað að halda rekstri áfram og því muni þeir stöðva móttöku 26. júlí næstkom- andi. Hér er um að ræða bæði stór og smá frystihús í Grindavík, Vogunum, Njarðvik, Keflavík, Sandgerði og Garði. Afkoma frystihúsa á Suður- nesjum hefur verið mun verri á undanfömum mánuðum en viðast annars staðar á landinu. • ÓG Sjórallum- slög á ferð með bátunum Þegar er farið að spyrjast fyrir um sjórallumslögin sem fara í bátum sigl- ingakappanna hringinn í kringum landið. Umslögin eru stimpluð i Reykjavík, Höfn i Homafirði, Akur- eyri og Ólafsvík þannig að frímerkja- söfnurum gefst hér kostur á sérstæðu umslagi. Á myndinni sést póstmaður á Höfn stimpla sjórallumslögin en þau verða síðan seld eftir keppnina í Fri- merkjamiðstöðinni i Reykjavik. Upplagið er eitt þúsund eintök. —ÓG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.